Þau höfðu fundað tvívegis áður eftir kosningar, á mánudag og þriðjudag, eins og þau höfðu öll lýst yfir að flokkarnir myndu gera fengju þeir til þess meirihluta, sem nú telur þrjátíu og sjö þingmenn.
Katrín segir ágætlega hafa miðað í viðræðunum í dag. Formennirnir hafi aðallega rætt um stóru línurnar í mögulegum stjórnarsáttmála fyrir næsta kjörtímabil og muni koma saman aftur til fundar í Reykjavík á morgun.