Þróunarsamstarf í Karíbahafi: Íslenskt hugvit við uppbyggingu fiskveiðistjórnunarkerfa Heimsljós 1. október 2021 09:59 FAO Fisheries Technologies hlaut í vikunni styrk úr Samstarfssjóði atvinnulífs um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til innleiðslu á upplýsingakerfi fyrir fiskveiðar. „Ef vel tekst til gætu öll sautján ríki ríkjasamsbands Karíbahafs fylgt á eftir og innleitt kerfið hjá sér,“ segir Vilhjálmur Hallgrímsson fyrirtækisins Fisheries Technologies sem hlaut í vikunni styrk úr Samstarfssjóði atvinnulífs um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til innleiðslu á upplýsingakerfi fyrir fiskveiðar í tveimur af sautján eyríkjum Karíbahafs, St. Lucia og Dominica. Styrkurinn er til marks um að sífellt fleiri íslensk fyrirtæki nýti samstarfstækifæri í þróunarríkjum og stuðli með starfsemi sinni að hagsæld þar og grípi um leið ný tækifæri til uppbyggingar. Að mati Vilhjálms Hallgrímssonar framkvæmdastjóra Fisheries Technologies eru miklir hagsmunir í húfi, öflugra fiskveiðistjórnunarkerfi geti stutt mjög við uppbyggingu atvinnulífs og verðmætasköpunar á sviði sjálfbærra fiskveiða og um leið unnið gegn fátækt og hungri. Vilhjálmur kveðst þakklátur stuðningi sjóðsins við verkefnið. ,,Grunnfjárfesting hins opinbera í verkefninu gerir fyrirtækinu kleift að fara í samstarf þar sem íslenskt hugvit og sérfræðiþekking á sviði fiskveiðistjórnunar mun nýtast við atvinnuuppbyggingu smárra þróunarríkja í Karíbahafi. Með þessu er um leið stutt við nokkur heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, meðal annars um að draga úr fátækt, hungri og ábyrga neyslu og framleiðslu. Þau byggja á tækifærum þessarar ríkja við söfnun og úrvinnslu upplýsinga um fiskveiðar sem auðvelda mun fiskveiðistjórnun og auka virði útflutnings á þessu sviði gegnum upprunavottorð.“ Að sögn Vilhjálms býr mikil þekking í starfsfólki Fisheries Tecehnolgies ehf. sem hefur um árabil starfað að þróun lausna bæði á sviði eftirlits og hafrannsókna á Íslandi. Fyrirtækið hefur meðal annars annast þróun og rekstur núverandi upplýsingakerfa Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnunar sem notuð eru við fiskveiðistjórnun á Íslandi í dag. „Árangur í Karíbahafi getur leitt til þess að fleiri þróunarríki þar sem fiskveiðar eru umfangsmiklar geti innleitt kerfið hjá sér. Betri stjórnun auðlindanna er lykilatriði í því að styrkja efnahag og landsframleiðslu eyjanna til lengri tíma.“ Fisheries Technologies hefur sérhæft sig í starfsemi sem tengist útflutningi á íslensku hugviti og þjónustu á sviði fiskimála. Verkefnið kemur í framhaldi af samstarfi fyrirtækisins við svæðisbundin samtök, fyrirtæki og stjórnvöld í Karíbahafi. Samstarfssjóður við atvinnulíf um heimsmarkmiðin tekur þátt í fjármögnun verkefna fyrirtækja á sviði atvinnuþróun og uppbyggingu efnahags- og viðskiptalífs í fátækari löndum heims. Sérstök áhersla er á að verkefni feli í sér stuðning við sjálfbæra þróun, umhverfisvernd eða stuðli að jafnrétti og aukinni atvinnuþátttöku kvenna. Verkefni þarf að framkvæma í samvinnu við samstarfsaðila í þróunarríki. Styrkurinn getur numið allt að 200.000 evrum (um 30 milljónir íslenskra króna) og getur verið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis. Umsóknarfrestur rennur út 15. október næstkomandi. Heimstorg Íslandsstofu annast upplýsingagjöf um samstarfstækifæri í þróunarlöndum en fræðast má nánar um sjóðinn á vef Stjórnarráðsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
„Ef vel tekst til gætu öll sautján ríki ríkjasamsbands Karíbahafs fylgt á eftir og innleitt kerfið hjá sér,“ segir Vilhjálmur Hallgrímsson fyrirtækisins Fisheries Technologies sem hlaut í vikunni styrk úr Samstarfssjóði atvinnulífs um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til innleiðslu á upplýsingakerfi fyrir fiskveiðar í tveimur af sautján eyríkjum Karíbahafs, St. Lucia og Dominica. Styrkurinn er til marks um að sífellt fleiri íslensk fyrirtæki nýti samstarfstækifæri í þróunarríkjum og stuðli með starfsemi sinni að hagsæld þar og grípi um leið ný tækifæri til uppbyggingar. Að mati Vilhjálms Hallgrímssonar framkvæmdastjóra Fisheries Technologies eru miklir hagsmunir í húfi, öflugra fiskveiðistjórnunarkerfi geti stutt mjög við uppbyggingu atvinnulífs og verðmætasköpunar á sviði sjálfbærra fiskveiða og um leið unnið gegn fátækt og hungri. Vilhjálmur kveðst þakklátur stuðningi sjóðsins við verkefnið. ,,Grunnfjárfesting hins opinbera í verkefninu gerir fyrirtækinu kleift að fara í samstarf þar sem íslenskt hugvit og sérfræðiþekking á sviði fiskveiðistjórnunar mun nýtast við atvinnuuppbyggingu smárra þróunarríkja í Karíbahafi. Með þessu er um leið stutt við nokkur heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, meðal annars um að draga úr fátækt, hungri og ábyrga neyslu og framleiðslu. Þau byggja á tækifærum þessarar ríkja við söfnun og úrvinnslu upplýsinga um fiskveiðar sem auðvelda mun fiskveiðistjórnun og auka virði útflutnings á þessu sviði gegnum upprunavottorð.“ Að sögn Vilhjálms býr mikil þekking í starfsfólki Fisheries Tecehnolgies ehf. sem hefur um árabil starfað að þróun lausna bæði á sviði eftirlits og hafrannsókna á Íslandi. Fyrirtækið hefur meðal annars annast þróun og rekstur núverandi upplýsingakerfa Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnunar sem notuð eru við fiskveiðistjórnun á Íslandi í dag. „Árangur í Karíbahafi getur leitt til þess að fleiri þróunarríki þar sem fiskveiðar eru umfangsmiklar geti innleitt kerfið hjá sér. Betri stjórnun auðlindanna er lykilatriði í því að styrkja efnahag og landsframleiðslu eyjanna til lengri tíma.“ Fisheries Technologies hefur sérhæft sig í starfsemi sem tengist útflutningi á íslensku hugviti og þjónustu á sviði fiskimála. Verkefnið kemur í framhaldi af samstarfi fyrirtækisins við svæðisbundin samtök, fyrirtæki og stjórnvöld í Karíbahafi. Samstarfssjóður við atvinnulíf um heimsmarkmiðin tekur þátt í fjármögnun verkefna fyrirtækja á sviði atvinnuþróun og uppbyggingu efnahags- og viðskiptalífs í fátækari löndum heims. Sérstök áhersla er á að verkefni feli í sér stuðning við sjálfbæra þróun, umhverfisvernd eða stuðli að jafnrétti og aukinni atvinnuþátttöku kvenna. Verkefni þarf að framkvæma í samvinnu við samstarfsaðila í þróunarríki. Styrkurinn getur numið allt að 200.000 evrum (um 30 milljónir íslenskra króna) og getur verið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis. Umsóknarfrestur rennur út 15. október næstkomandi. Heimstorg Íslandsstofu annast upplýsingagjöf um samstarfstækifæri í þróunarlöndum en fræðast má nánar um sjóðinn á vef Stjórnarráðsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent