„Getum ekki beðið eftir því að spila“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2021 13:32 Ásta Eir Árnadóttir hefur tvisvar sinnum orðið bikarmeistari með Breiðabliki. stöð 2 sport Ásta Eir Einarsdóttir getur í kvöld lyft fyrsta bikarnum eftir að hún við fyrirliðabandinu hjá Breiðabliki. Blikar mæta þá Þrótturum í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Ásta segir að það sé hugur í Blikum fyrir leik kvöldsins og þeir ætli sér að vinna sinn þrettánda bikarmeistaratitil. „Leikurinn leggst mjög vel í okkur. Þetta hefur verið löng bið eftir leiknum þannig að við getum ekki beðið eftir því að spila,“ sagði Ásta. Blikar hafa ekki spilað síðan 12. september þegar lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar fór fram. Þar vann Breiðablik einmitt Þrótt, 6-1. „Við tókum rólega æfingaviku eftir að deildin kláraðist en höfum núna æft af fullum krafti og spiluðum æfingaleik í síðustu viku. Það hefur verið góður andi á æfingum og undirbúningurinn góður,“ sagði Ásta. Stefna á titil á hverju sumri Blikar enduðu í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar og vilja ekki ganga titlalausar frá tímabilinu. „Við stefnum á titil á hverju einasta sumri og að það yrði mjög sterkt fyrir okkur að taka þennan titil. Við viljum vinna bikarmeistaratitilinn og það er stefnan,“ sagði Ásta. Mikill munur er á reynslu Breiðabliks og Þróttar þegar kemur að stórum leikjum. Þetta er fyrsti bikarúrslitaleikur Þróttara á meðan Blikar eru í sínum nítjánda úrslitaleik. Þrátt fyrir það og úrslitin í síðasta leik Breiðabliks og Þróttar á Ásta von á alvöru leik í kvöld. Þær eru virkilega góðar „Þetta verður bara hörkuleikur. Síðasti leikurinn í deildinni hefur ekkert að segja. Þetta er allt önnur keppni og þær eru virkilega góðar. Fyrri deildarleikurinn í sumar var hörkuleikur þar sem við unnum á síðustu mínútunni. Þetta verður stál í stál. Það er alltaf sjarmi yfir bikarnum og sérstaklega skemmtilegir leikir þannig að ég held að þetta verði mjög góð skemmtun,“ sagði Ásta. Í síðasta mánuði komst Breiðablik, fyrst íslenskra liða, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hún hefst í næstu viku en þá fær Breiðablik franska stórliðið Paris Saint-Germain í heimsókn. Ásta segir þrátt fyrir að þessi stóri leikur bíði sé öll einbeiting Blika á bikarúrslitaleiknum. „Þetta hefur verið áskorun en við erum ekkert að pæla í þeim leik eins og staðan er núna. Það er full einbeiting á bikarúrslitaleikinn og svo tekur spennandi verkefni við eftir helgi,“ sagði Ásta að endingu. Leikur Breiðabliks og Þróttar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Breiðablik Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Sjá meira
Ásta segir að það sé hugur í Blikum fyrir leik kvöldsins og þeir ætli sér að vinna sinn þrettánda bikarmeistaratitil. „Leikurinn leggst mjög vel í okkur. Þetta hefur verið löng bið eftir leiknum þannig að við getum ekki beðið eftir því að spila,“ sagði Ásta. Blikar hafa ekki spilað síðan 12. september þegar lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar fór fram. Þar vann Breiðablik einmitt Þrótt, 6-1. „Við tókum rólega æfingaviku eftir að deildin kláraðist en höfum núna æft af fullum krafti og spiluðum æfingaleik í síðustu viku. Það hefur verið góður andi á æfingum og undirbúningurinn góður,“ sagði Ásta. Stefna á titil á hverju sumri Blikar enduðu í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar og vilja ekki ganga titlalausar frá tímabilinu. „Við stefnum á titil á hverju einasta sumri og að það yrði mjög sterkt fyrir okkur að taka þennan titil. Við viljum vinna bikarmeistaratitilinn og það er stefnan,“ sagði Ásta. Mikill munur er á reynslu Breiðabliks og Þróttar þegar kemur að stórum leikjum. Þetta er fyrsti bikarúrslitaleikur Þróttara á meðan Blikar eru í sínum nítjánda úrslitaleik. Þrátt fyrir það og úrslitin í síðasta leik Breiðabliks og Þróttar á Ásta von á alvöru leik í kvöld. Þær eru virkilega góðar „Þetta verður bara hörkuleikur. Síðasti leikurinn í deildinni hefur ekkert að segja. Þetta er allt önnur keppni og þær eru virkilega góðar. Fyrri deildarleikurinn í sumar var hörkuleikur þar sem við unnum á síðustu mínútunni. Þetta verður stál í stál. Það er alltaf sjarmi yfir bikarnum og sérstaklega skemmtilegir leikir þannig að ég held að þetta verði mjög góð skemmtun,“ sagði Ásta. Í síðasta mánuði komst Breiðablik, fyrst íslenskra liða, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hún hefst í næstu viku en þá fær Breiðablik franska stórliðið Paris Saint-Germain í heimsókn. Ásta segir þrátt fyrir að þessi stóri leikur bíði sé öll einbeiting Blika á bikarúrslitaleiknum. „Þetta hefur verið áskorun en við erum ekkert að pæla í þeim leik eins og staðan er núna. Það er full einbeiting á bikarúrslitaleikinn og svo tekur spennandi verkefni við eftir helgi,“ sagði Ásta að endingu. Leikur Breiðabliks og Þróttar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Breiðablik Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Sjá meira