Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2021 12:15 Sigurður Ingi Jóhannsson segir stórsigur Framsóknarflokksins í kosningunum hafa skapað aukinn meirihluta ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins komu saman í Ráðherrabústaðnum í morgun til að halda áfram viðræðum um grundvöll að áframhaldandi stjórnarsamstarfi flokkanna. Í gær fór þau út fyrir borgina og tóku daginn í viðræðurnar. Hvernig miðaði ykkur áfram í gær? Bjarni Benediktsson segir góðan anda í viðræðum formannanna sem leysa þurfi erfið mál frá liðnu kjörtímabili og leggja línurnar fyrir þau tækifæri sem blasi við þjóðinni á næsta kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Jú þetta tekur bara tíma. Þetta tekur tíma,“ sagði Bjarni þegar hann mætti til fundarins í morgun. Í Morgunblaðinu og Kjarnanum í dag er fullyrt að formennirnir séu meðal annars farnir að ræða fjölgun ráðuneyta og hversu mörg ráðuneyti falli í hlut hvers flokks. „Það er ekkert komið á þetta stig. Við erum bara að ræða það sem reyndist ríkisstjórnarflokkunum kannski erfitt að fást við á síðasta kjörtímabili. Svo erum við auðvitað að reyna að stilla saman strengi varðandi þá spennandi framtíð sem við teljum að sé til staðar fyrir okkur Íslendinga og passa upp á að við grípum þau tækifæri sem bíða okkar á kjörtímabilinu,“ segir Bjarni. Það þurfi að liggja fyrir í næstu viku hvort flokkarnir ætli sér að starfa áfram saman í ríkisstjórn. Sigurður Ingi telur að formennirnir muni komast langleiðina í dag eða um helgina með að ákveða hvort þeim óformlegu viðræðum sem nú standi yfir verði breytt í formlegar stjórnarmyndunarviðræður Eitthvað til í því að þú sért að krefjast fleiri ráðherrastóla í ljósi sigurs Framsóknarflokksins í kosningunum? „Það er náttúrlega alveg ljóst að stórsigur Framsóknarflokksins skóp þennan aukna meirihluta þessarar ríkisstjórnar. Ég túlka það annars vegar sem sigur ríkisstjórnarinnar í heild sinni en klárlega líka að þau áherslumál sem við vorum með var það sem fólk kaus. Þau hljóta að endurspeglast í þessarri vinnu okkar,“ segir Sigurður Ingi. Katrín Jakobsdóttir segir flokkanna meðal annars vera að ræða flutning verkefna milli ráðuneyta. Katrín átti fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands í morgun. Þar gerði hún forsetanum grein fyrir stöðunni. Stjórnarflokkarnir hafi fengið mjög afgerandi skilaboð um stuðning við ríkisstjórnina í kosningunum. „Við erum ekki að ræða um hvernig verði skipað til verka. En við erum að velta fyrir okkur ákveðnum breytingum og tilflutningi verkefna og annað slíkt.“ Þannig að það er eitthvað til í því að þið kannski færið verkefni á milli ráðuneyta og jafnvel fjölgið þeim? „Við erum sérstaklega að skoða tilflutning. Við erum ekki komin lengra en það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Formenn stjórnarflokkanna funduðu utanbæjar í dag Formenn stjórnarflokkanna þau Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Bendiktsson, funduðu utan höfuðborgarsvæðisins í dag um grundvöll að nýjum stjórnarsáttmála. 30. september 2021 18:56 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins komu saman í Ráðherrabústaðnum í morgun til að halda áfram viðræðum um grundvöll að áframhaldandi stjórnarsamstarfi flokkanna. Í gær fór þau út fyrir borgina og tóku daginn í viðræðurnar. Hvernig miðaði ykkur áfram í gær? Bjarni Benediktsson segir góðan anda í viðræðum formannanna sem leysa þurfi erfið mál frá liðnu kjörtímabili og leggja línurnar fyrir þau tækifæri sem blasi við þjóðinni á næsta kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Jú þetta tekur bara tíma. Þetta tekur tíma,“ sagði Bjarni þegar hann mætti til fundarins í morgun. Í Morgunblaðinu og Kjarnanum í dag er fullyrt að formennirnir séu meðal annars farnir að ræða fjölgun ráðuneyta og hversu mörg ráðuneyti falli í hlut hvers flokks. „Það er ekkert komið á þetta stig. Við erum bara að ræða það sem reyndist ríkisstjórnarflokkunum kannski erfitt að fást við á síðasta kjörtímabili. Svo erum við auðvitað að reyna að stilla saman strengi varðandi þá spennandi framtíð sem við teljum að sé til staðar fyrir okkur Íslendinga og passa upp á að við grípum þau tækifæri sem bíða okkar á kjörtímabilinu,“ segir Bjarni. Það þurfi að liggja fyrir í næstu viku hvort flokkarnir ætli sér að starfa áfram saman í ríkisstjórn. Sigurður Ingi telur að formennirnir muni komast langleiðina í dag eða um helgina með að ákveða hvort þeim óformlegu viðræðum sem nú standi yfir verði breytt í formlegar stjórnarmyndunarviðræður Eitthvað til í því að þú sért að krefjast fleiri ráðherrastóla í ljósi sigurs Framsóknarflokksins í kosningunum? „Það er náttúrlega alveg ljóst að stórsigur Framsóknarflokksins skóp þennan aukna meirihluta þessarar ríkisstjórnar. Ég túlka það annars vegar sem sigur ríkisstjórnarinnar í heild sinni en klárlega líka að þau áherslumál sem við vorum með var það sem fólk kaus. Þau hljóta að endurspeglast í þessarri vinnu okkar,“ segir Sigurður Ingi. Katrín Jakobsdóttir segir flokkanna meðal annars vera að ræða flutning verkefna milli ráðuneyta. Katrín átti fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands í morgun. Þar gerði hún forsetanum grein fyrir stöðunni. Stjórnarflokkarnir hafi fengið mjög afgerandi skilaboð um stuðning við ríkisstjórnina í kosningunum. „Við erum ekki að ræða um hvernig verði skipað til verka. En við erum að velta fyrir okkur ákveðnum breytingum og tilflutningi verkefna og annað slíkt.“ Þannig að það er eitthvað til í því að þið kannski færið verkefni á milli ráðuneyta og jafnvel fjölgið þeim? „Við erum sérstaklega að skoða tilflutning. Við erum ekki komin lengra en það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Formenn stjórnarflokkanna funduðu utanbæjar í dag Formenn stjórnarflokkanna þau Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Bendiktsson, funduðu utan höfuðborgarsvæðisins í dag um grundvöll að nýjum stjórnarsáttmála. 30. september 2021 18:56 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47
Formenn stjórnarflokkanna funduðu utanbæjar í dag Formenn stjórnarflokkanna þau Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Bendiktsson, funduðu utan höfuðborgarsvæðisins í dag um grundvöll að nýjum stjórnarsáttmála. 30. september 2021 18:56