Yfirstjórn í NV biður kjósendur og frambjóðendur afsökunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2021 15:39 Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi og dómari við Héraðsdóm Reykjaness. Vísir/Tryggvi Yfirkjörstórn í Norðvesturkjördæmi biður frambjóðendur til Alþingis og kjósendur afsökunar á þeim mistökum sem áttu sér stað við talningu atkvæða í kjördæminu. Yfirkjörstjórnin harmar þá stöðu sem upp er komin. Framkvæmd kosninga hefur bæði verið kærð til lögreglu og kjörbréfanefndar. Ríkisútvarpið greinir frá tilkynningu yfirkjörstjórnar. Ýmislegt var ábótavant við talningu atkvæða í kjördæminu og sömuleiðis varðandi vörslu atkvæða. „Við viljum biðja frambjóðendur og kjósendur afsökunar, en ítrekum að talningarfólk og starfsfólk á talningarstað sinnti starfi sínu af alúð og heilindum. Við óskum eftir því að það verði ekki dregið í umræðu um málið enda ábyrgðin alfarið yfirkjörstjórnar,“ segir í yfirlýsingu yfirkjörstjórnar. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, hefur svarað fyrir störf yfirkjörstjórnar hingað til. Í yfirlýsingunni kemur fram að þau sem skipuðu stjórnina muni ekki tjá sig frekar um málið. Karl Gauti Hjaltason, frambjóðandi Miðflokksins í kjördæminu, hefur kært framkvæmd kosninga til lögreglu. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, lagði svo í dag fram kosningakæru í dómsmálaráðuneytinu og á Alþingi. Hann krefst þess að kosningarnar verði úrskurðaðar ógildar og gengið aftur til kosninga í kjördæminu. Stykkishólmi 1. október 2021 Yfirlýsing frá Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis. Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi harmar þá stöðu sem komin er upp varðandi störf hennar á talningarstað í nýafstöðnum Alþingiskosningum. Við viljum biðja frambjóðendur og kjósendur afsökunar, en ítrekum að talningarfólk og starfsfólk á talningarstað sinnti starfi sínu af alúð og heilindum. Við óskum eftir því að það verði ekki dregið í umræðu um málið enda ábyrgðin alfarið yfirkjörstjórnar. Hvorki yfirkjörstjórn í heild sinni eða einstakir fulltrúar hennar, munu tjá sig frekar um málið að sinni. Ingi Tryggvason, formaður Bragi R. Axelsson Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir Guðrún Sighvatsdóttir Katrín Pálsdóttir Berglind Lilja Þorbergsdóttir, starfsmaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá tilkynningu yfirkjörstjórnar. Ýmislegt var ábótavant við talningu atkvæða í kjördæminu og sömuleiðis varðandi vörslu atkvæða. „Við viljum biðja frambjóðendur og kjósendur afsökunar, en ítrekum að talningarfólk og starfsfólk á talningarstað sinnti starfi sínu af alúð og heilindum. Við óskum eftir því að það verði ekki dregið í umræðu um málið enda ábyrgðin alfarið yfirkjörstjórnar,“ segir í yfirlýsingu yfirkjörstjórnar. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, hefur svarað fyrir störf yfirkjörstjórnar hingað til. Í yfirlýsingunni kemur fram að þau sem skipuðu stjórnina muni ekki tjá sig frekar um málið. Karl Gauti Hjaltason, frambjóðandi Miðflokksins í kjördæminu, hefur kært framkvæmd kosninga til lögreglu. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, lagði svo í dag fram kosningakæru í dómsmálaráðuneytinu og á Alþingi. Hann krefst þess að kosningarnar verði úrskurðaðar ógildar og gengið aftur til kosninga í kjördæminu. Stykkishólmi 1. október 2021 Yfirlýsing frá Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis. Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi harmar þá stöðu sem komin er upp varðandi störf hennar á talningarstað í nýafstöðnum Alþingiskosningum. Við viljum biðja frambjóðendur og kjósendur afsökunar, en ítrekum að talningarfólk og starfsfólk á talningarstað sinnti starfi sínu af alúð og heilindum. Við óskum eftir því að það verði ekki dregið í umræðu um málið enda ábyrgðin alfarið yfirkjörstjórnar. Hvorki yfirkjörstjórn í heild sinni eða einstakir fulltrúar hennar, munu tjá sig frekar um málið að sinni. Ingi Tryggvason, formaður Bragi R. Axelsson Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir Guðrún Sighvatsdóttir Katrín Pálsdóttir Berglind Lilja Þorbergsdóttir, starfsmaður yfirkjörstjórnar
Stykkishólmi 1. október 2021 Yfirlýsing frá Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis. Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi harmar þá stöðu sem komin er upp varðandi störf hennar á talningarstað í nýafstöðnum Alþingiskosningum. Við viljum biðja frambjóðendur og kjósendur afsökunar, en ítrekum að talningarfólk og starfsfólk á talningarstað sinnti starfi sínu af alúð og heilindum. Við óskum eftir því að það verði ekki dregið í umræðu um málið enda ábyrgðin alfarið yfirkjörstjórnar. Hvorki yfirkjörstjórn í heild sinni eða einstakir fulltrúar hennar, munu tjá sig frekar um málið að sinni. Ingi Tryggvason, formaður Bragi R. Axelsson Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir Guðrún Sighvatsdóttir Katrín Pálsdóttir Berglind Lilja Þorbergsdóttir, starfsmaður yfirkjörstjórnar
Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira