Landskjörstjórn gefur út kjörbréf samkvæmt seinni talningu í Norðvesturkjördæmi Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 1. október 2021 17:38 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi mun ráða útgáfu kjörbréfa í kjördæminu. Vísir/Vilhelm Landskjörstjórn gaf í dag út kjörbréf þeirra sextíu og þriggja þingmanna sem náðu kjöri til Alþingis í kosningunum á laugardag miðað við seinni talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd þingsins tekur kjörbréfin til skoðunar á fundi á mánudag. Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi Pírata í Norvesturkjördæmi lagði formlega fram kæru vegna þess hvernig staðið var að vörslu kjörgagna og endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi og afhenti dómsmálaráðuneytinu og starfandi forseta Alþingis kæruna í dag. „Við teljum að hver og ein málsástæða sem tilgreind er í kærunni, hvað þá heldur allar saman, eigi að leiða til þess að það beri að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi og kjósa að nýju,“ segir Magnús. Við endurtalningu atkvæða misstu fimm jöfnunarþingmenn sem náð höfðu kjöri eftir fyrri talningu í Norðvesturkjöri sæti sitt og fimm aðrir frá sömu flokkum fóru inn eftir seinni talninguna. Willum Þór Þórsson starfandi forseti Alþingis segir stöðuna erfiða. „Þetta er bara vont mál en undirbúningskjörbréfanefndin hefur starfað áður og það er ýmislegt sem þarf að fara yfir og við sinnum bara þeirri ábyrgð og skyldu okkar,“ segir Willum. Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún harmar þá stöðu sem komin væri upp varðandi störf hennar og biður frambjóðendur og kjósendur afsökunar. Ekki sé við talningarfók og starfsfólk að sakast sem unnið hafi störf sín af alúð. Magnús Davíð segir mikið undir varðandi traust á kosningakerfinu í málinu. „Og það er auðvitað bagalegt að viðskulum vera í þessari stöðu en ég trúi því og treysti að þingmenn muni skoða þetta mál af fullri alvöru og sanngirni og komast að réttri niðurstöðu í málinu,“ segir Magnús. Það eykur enn á flækjustig málsins að kærufrestur vegna kosninganna er fjórar vikur. Guðmundur Gunnarsson, einn þeirra frambjóðenda sem var inni á þingi eftir upphaflega talningu en ekki endurtalningu hyggst kæra framkvæmd kosninganna. Þetta segir hann í samtali við Ríkisútvarpið. Nú er það á borði nýkjörins Alþingis að staðfesta niðurstöðu kosninganna eða skera úr um að þær hafi verið ólögmætar. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira
Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi Pírata í Norvesturkjördæmi lagði formlega fram kæru vegna þess hvernig staðið var að vörslu kjörgagna og endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi og afhenti dómsmálaráðuneytinu og starfandi forseta Alþingis kæruna í dag. „Við teljum að hver og ein málsástæða sem tilgreind er í kærunni, hvað þá heldur allar saman, eigi að leiða til þess að það beri að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi og kjósa að nýju,“ segir Magnús. Við endurtalningu atkvæða misstu fimm jöfnunarþingmenn sem náð höfðu kjöri eftir fyrri talningu í Norðvesturkjöri sæti sitt og fimm aðrir frá sömu flokkum fóru inn eftir seinni talninguna. Willum Þór Þórsson starfandi forseti Alþingis segir stöðuna erfiða. „Þetta er bara vont mál en undirbúningskjörbréfanefndin hefur starfað áður og það er ýmislegt sem þarf að fara yfir og við sinnum bara þeirri ábyrgð og skyldu okkar,“ segir Willum. Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún harmar þá stöðu sem komin væri upp varðandi störf hennar og biður frambjóðendur og kjósendur afsökunar. Ekki sé við talningarfók og starfsfólk að sakast sem unnið hafi störf sín af alúð. Magnús Davíð segir mikið undir varðandi traust á kosningakerfinu í málinu. „Og það er auðvitað bagalegt að viðskulum vera í þessari stöðu en ég trúi því og treysti að þingmenn muni skoða þetta mál af fullri alvöru og sanngirni og komast að réttri niðurstöðu í málinu,“ segir Magnús. Það eykur enn á flækjustig málsins að kærufrestur vegna kosninganna er fjórar vikur. Guðmundur Gunnarsson, einn þeirra frambjóðenda sem var inni á þingi eftir upphaflega talningu en ekki endurtalningu hyggst kæra framkvæmd kosninganna. Þetta segir hann í samtali við Ríkisútvarpið. Nú er það á borði nýkjörins Alþingis að staðfesta niðurstöðu kosninganna eða skera úr um að þær hafi verið ólögmætar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira
Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54