Jöfn tækifæri til náms fyrir öll börn Alexandra Briem og Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifa 2. október 2021 09:00 Mætum börnum þar sem þau eru óháð greiningum. Verum fyrri til og styðjum við þau og styrkjum áður en þau hrasa. Grípum þau sem þess þurfa. Höldum á sama tíma vel utan um peningana og pössum að þeir nýtist börnunum okkar sem allra best. Þetta eru allt áherslur í Eddu, sem er nýtt úthlutunarlíkan fyrir grunnskóla í Reykjavík og var samþykkt í vikunni. Forvarnargildið í snemmtækri íhlutun, sem felst í því að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann, gengur út á að stuðningur við nemendur sé almennt mikill en ekki bundinn við fjölda greininga með sama hætti og verið hefur. Það dregur úr þörf fyrir greiningar, þó auðvitað verði þær áfram notaðar í þágu markvissari þjónustu án þess að vera forsenda fjármögnunar. Þetta er mikilvægur liður í nýja líkaninu þar sem einnig er lögð áhersla á meiri faglega aðstoð við börn sem þurfa sértækan stuðning og skólastjórnendum er í sjálfsvald sett hvort það fari best á að það sé sálfræðingur, þroskaþjálfi, talmeinafræðingur, iðjuþjálfi, félagsfræðingur eða annar sérfræðingur. Að auki snýst þetta um að horfast í augu við að aðstæður okkar móta tækifæri okkar. Það sýna gögn. Ef við viljum byggja upp réttlátt samfélag sem veitir öllum börnum sömu tækifæri verðum við að taka inn félagslegar breytur sem búa að baki aðstæðum barnanna. Það er líka mikilvægt inntak í þessu líkani með innleiðingu svokallaðs LOI-stuðuls sem stundum er kallaður námstækifærastuðull, (e. Learning opportunity index), en hann er aðferð til að meta félagslegar aðstæður skólahverfa og er fundinn út frá félagslegum breytum í skólaumhverfinu. Þetta nýtist til að að aðlaga skólastarf betur að félagslegum breytileika milli skóla þannig að skólar í viðkvæmu samfélagi geti betur mætt þörfum nemendahópsins. Þannig pössum við upp á að grípa þau sem þess mest þurfa. Önnur lykilbreyting sem felst í nýja úhlutunarlíkaninu er aukið gagnsæi og aukið jafnræði. Það hefur vantað heildarsýn á fjármál grunnskólanna. Við ætlum samhliða þessu að tryggja betra utanumhald um skólana sem rekstrareiningar og fyrirsjáanleika í fjármálum þeirra. Gert er ráð fyrir að í skólunum verði rekstrarstjóri. Sá mun starfa sem undirmaður skólastjóra en bera ábyrgð á gerð fjárhags- og launaáætlunar skólans og almennum rekstrarlegum þáttum. Þannig geta skólastjórar einbeitt sér betur að faglegu starfi skólans og tilhögun kennslu. Einnig er verið að bæta inn í kostnað vegna veikinda svo það sé í takt við rauntölur og miðlægum pottum hefur verið eytt að mestu svo að skólarnir hafi meira forræði yfir eigin fjármunum. Þetta mikilvæga og bráðnauðsynlega líkan sem hefur verið beðið af mikilli eftirvæntingu var unnið í samstarfi fagfólks skólanna og fjármálasérfræðinga. Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um fjármögnun grunnskóla Reykjavíkur sem út kom í júní 2019 fjallaði um margt sem þurfti að laga þegar kom að fjármögnun grunnskólanna og við teljum okkur vera að mæta því með þessum breytingum. Við erum hér að renna styrkari fjárhagslegum stoðum undir grunnskólana í samræmi við greiningu á þörf þeirra fyrir kennslu, stuðning og innviði starfs. Hér erum við um leið komin með skýrari ramma um ábyrgð og nýtingu þess fjármagns sem skiptir gríðarmiklu máli. Úthlutunarlíkanið Edda er gífurlega mikið framfaraskref er varðar fjármögnun grunnskóla og utanumhald fjármuna. Það styrkir skólana, styður við skólastjórnendur og fagfólk í sinni sérfræðigrein og setur loks snemmtæka íhlutun og námstækifærastuðulinn LOI á kortið af krafti svo öll megi njóta sömu tækifæra óháð stöðu eða efnahag og svo börn séu gripin sem fyrst sem aukinn stuðning þurfa. Við Píratar erum stolt af þessu líkani sem er vel unnið og mun skipta miklu máli fyrir velferð barnanna okkar og gæði menntunar. Höfundar eru borgarfulltrúar Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Píratar Dóra Björt Guðjónsdóttir Alexandra Briem Borgarstjórn Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Mætum börnum þar sem þau eru óháð greiningum. Verum fyrri til og styðjum við þau og styrkjum áður en þau hrasa. Grípum þau sem þess þurfa. Höldum á sama tíma vel utan um peningana og pössum að þeir nýtist börnunum okkar sem allra best. Þetta eru allt áherslur í Eddu, sem er nýtt úthlutunarlíkan fyrir grunnskóla í Reykjavík og var samþykkt í vikunni. Forvarnargildið í snemmtækri íhlutun, sem felst í því að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann, gengur út á að stuðningur við nemendur sé almennt mikill en ekki bundinn við fjölda greininga með sama hætti og verið hefur. Það dregur úr þörf fyrir greiningar, þó auðvitað verði þær áfram notaðar í þágu markvissari þjónustu án þess að vera forsenda fjármögnunar. Þetta er mikilvægur liður í nýja líkaninu þar sem einnig er lögð áhersla á meiri faglega aðstoð við börn sem þurfa sértækan stuðning og skólastjórnendum er í sjálfsvald sett hvort það fari best á að það sé sálfræðingur, þroskaþjálfi, talmeinafræðingur, iðjuþjálfi, félagsfræðingur eða annar sérfræðingur. Að auki snýst þetta um að horfast í augu við að aðstæður okkar móta tækifæri okkar. Það sýna gögn. Ef við viljum byggja upp réttlátt samfélag sem veitir öllum börnum sömu tækifæri verðum við að taka inn félagslegar breytur sem búa að baki aðstæðum barnanna. Það er líka mikilvægt inntak í þessu líkani með innleiðingu svokallaðs LOI-stuðuls sem stundum er kallaður námstækifærastuðull, (e. Learning opportunity index), en hann er aðferð til að meta félagslegar aðstæður skólahverfa og er fundinn út frá félagslegum breytum í skólaumhverfinu. Þetta nýtist til að að aðlaga skólastarf betur að félagslegum breytileika milli skóla þannig að skólar í viðkvæmu samfélagi geti betur mætt þörfum nemendahópsins. Þannig pössum við upp á að grípa þau sem þess mest þurfa. Önnur lykilbreyting sem felst í nýja úhlutunarlíkaninu er aukið gagnsæi og aukið jafnræði. Það hefur vantað heildarsýn á fjármál grunnskólanna. Við ætlum samhliða þessu að tryggja betra utanumhald um skólana sem rekstrareiningar og fyrirsjáanleika í fjármálum þeirra. Gert er ráð fyrir að í skólunum verði rekstrarstjóri. Sá mun starfa sem undirmaður skólastjóra en bera ábyrgð á gerð fjárhags- og launaáætlunar skólans og almennum rekstrarlegum þáttum. Þannig geta skólastjórar einbeitt sér betur að faglegu starfi skólans og tilhögun kennslu. Einnig er verið að bæta inn í kostnað vegna veikinda svo það sé í takt við rauntölur og miðlægum pottum hefur verið eytt að mestu svo að skólarnir hafi meira forræði yfir eigin fjármunum. Þetta mikilvæga og bráðnauðsynlega líkan sem hefur verið beðið af mikilli eftirvæntingu var unnið í samstarfi fagfólks skólanna og fjármálasérfræðinga. Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um fjármögnun grunnskóla Reykjavíkur sem út kom í júní 2019 fjallaði um margt sem þurfti að laga þegar kom að fjármögnun grunnskólanna og við teljum okkur vera að mæta því með þessum breytingum. Við erum hér að renna styrkari fjárhagslegum stoðum undir grunnskólana í samræmi við greiningu á þörf þeirra fyrir kennslu, stuðning og innviði starfs. Hér erum við um leið komin með skýrari ramma um ábyrgð og nýtingu þess fjármagns sem skiptir gríðarmiklu máli. Úthlutunarlíkanið Edda er gífurlega mikið framfaraskref er varðar fjármögnun grunnskóla og utanumhald fjármuna. Það styrkir skólana, styður við skólastjórnendur og fagfólk í sinni sérfræðigrein og setur loks snemmtæka íhlutun og námstækifærastuðulinn LOI á kortið af krafti svo öll megi njóta sömu tækifæra óháð stöðu eða efnahag og svo börn séu gripin sem fyrst sem aukinn stuðning þurfa. Við Píratar erum stolt af þessu líkani sem er vel unnið og mun skipta miklu máli fyrir velferð barnanna okkar og gæði menntunar. Höfundar eru borgarfulltrúar Pírata.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun