Jóhannes Karl: Þetta er enginn draumur, þetta er að fara að verða að veruleika Sverrir Mar Smárason skrifar 2. október 2021 14:45 Jóhannes Karl var eðlilega sáttur með stórsigur sinna manna. Vísir/Bára Dröfn Skagamenn komust í dag í úrslitaleik Mjólkurbikarsins eftir góðan 2-0 sigur gegn Keflavík. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var glaður í leikslok. „Tilfinningin er bara góð eins og sést hérna fyrir aftan mig. Þetta er bara geggjað og geggjaður dagur. Við ákváðum að keyra grimmt á Keflvíkingana til þess að byrja með og skoruðum snemma. Gísli Laxdal geggjaður í dag, frábær frammistaða hjá honum reyndar eins og hjá öllu liðinu. En þú veist, frammistaða skiptir engu máli við erum komnir í bikarúrslit sem er bara geggjað,“ sagði Jóhannes Karl strax í lok leiks. Skagamenn skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og sigldu svo heim sigrinum í þeim síðari. „Við vörðumst virkilega vel og við erum búnir að spila núna tvo leiki á móti Keflavík. Joey Gibbs hefur ekki sést. Alex Davey og Óttar Bjarni búnir að vera geggjaðir sem og Sindri djúpur á miðju. Við erum búnir að vera frábærir varnarlega og Árni Marinó í markinu. Grimmd og ákefð og allt sem við ætlum að taka með okkur inn í úrslitaleikinn. Við erum ekkert að fara þangað til að gera neitt annað en að vinna hann,“ sagði Jóhannes Karl. Það var virkilega vel mætt á leikinn á Akranesi í dag og stuðningurinn var mjög góður. Samfélagið á Skaganum virðist vera komið á bakvið liðið af miklum þunga og Skagamönnum er farið að dreyma aftur. Jóhannes Karl var stórorður. „Þetta er enginn draumur, þetta er að fara að verða að veruleika. Stuðningsmennirnir eru hérna til að styðja við bakið á okkur og við erum að sýna að það skiptir okkur máli að hafa svona góða stuðningsmenn á bakvið okkur og við viljum vera allir saman í þessu, ein heild. Við ætlum að landa titli í ár,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Fótbolti Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn ÍA Akranes Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Keflavík 2-0 | Skagamenn tryggðu sér farseðil í úrslit Mjólkurbikarsins Skagamenn unnu 2-0 sigur þegar þeir fengu Keflavík í heimsókn í undanúrslitum Mjólkurbikars karla á Akranesi í dag. Keflavík léku síðast í úrslitaleik bikarsins árið 2014 en Skagamenn hafa ekki komist þangað síðan þeim unnu bikarinn árið 2003. 2. október 2021 15:29 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjá meira
„Tilfinningin er bara góð eins og sést hérna fyrir aftan mig. Þetta er bara geggjað og geggjaður dagur. Við ákváðum að keyra grimmt á Keflvíkingana til þess að byrja með og skoruðum snemma. Gísli Laxdal geggjaður í dag, frábær frammistaða hjá honum reyndar eins og hjá öllu liðinu. En þú veist, frammistaða skiptir engu máli við erum komnir í bikarúrslit sem er bara geggjað,“ sagði Jóhannes Karl strax í lok leiks. Skagamenn skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og sigldu svo heim sigrinum í þeim síðari. „Við vörðumst virkilega vel og við erum búnir að spila núna tvo leiki á móti Keflavík. Joey Gibbs hefur ekki sést. Alex Davey og Óttar Bjarni búnir að vera geggjaðir sem og Sindri djúpur á miðju. Við erum búnir að vera frábærir varnarlega og Árni Marinó í markinu. Grimmd og ákefð og allt sem við ætlum að taka með okkur inn í úrslitaleikinn. Við erum ekkert að fara þangað til að gera neitt annað en að vinna hann,“ sagði Jóhannes Karl. Það var virkilega vel mætt á leikinn á Akranesi í dag og stuðningurinn var mjög góður. Samfélagið á Skaganum virðist vera komið á bakvið liðið af miklum þunga og Skagamönnum er farið að dreyma aftur. Jóhannes Karl var stórorður. „Þetta er enginn draumur, þetta er að fara að verða að veruleika. Stuðningsmennirnir eru hérna til að styðja við bakið á okkur og við erum að sýna að það skiptir okkur máli að hafa svona góða stuðningsmenn á bakvið okkur og við viljum vera allir saman í þessu, ein heild. Við ætlum að landa titli í ár,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Fótbolti Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn ÍA Akranes Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Keflavík 2-0 | Skagamenn tryggðu sér farseðil í úrslit Mjólkurbikarsins Skagamenn unnu 2-0 sigur þegar þeir fengu Keflavík í heimsókn í undanúrslitum Mjólkurbikars karla á Akranesi í dag. Keflavík léku síðast í úrslitaleik bikarsins árið 2014 en Skagamenn hafa ekki komist þangað síðan þeim unnu bikarinn árið 2003. 2. október 2021 15:29 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Keflavík 2-0 | Skagamenn tryggðu sér farseðil í úrslit Mjólkurbikarsins Skagamenn unnu 2-0 sigur þegar þeir fengu Keflavík í heimsókn í undanúrslitum Mjólkurbikars karla á Akranesi í dag. Keflavík léku síðast í úrslitaleik bikarsins árið 2014 en Skagamenn hafa ekki komist þangað síðan þeim unnu bikarinn árið 2003. 2. október 2021 15:29