„Ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. október 2021 21:10 Vanda Sigurgeirsdóttir Vísir/Hulda Margrét Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, er fyrsta kona sögunnar til þess að sinna embætti formanns knattspyrnusambands í Evrópu. Hún segist leggja áherslu á að útrýma meintum þöggunartilburðum sambandsins. Vanda Sigurgeirsdóttir var sjálfkjörin formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins sem fór fram í dag. Hún er fyrsta konan í sögunni til þess að sinna embættinu auk þess sem hún er fyrst kvenna til þess að gegna slíku embætti í Evrópu. Vanda segist ekki hafa áttað sig á þeirri staðreynd fyrr en í dag. „Þá svona kannski áttaði ég mig á því að þetta er svona svolítið stórt. Þannig ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu þannig ég er bara mjög stolt,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. „Þessi hreyfing verður að standa sig betur“ Áherslur Vöndu verða á samtal og samstarf við hreyfinguna. Þá verður áhersla lögð á að koma þeim málum í lag sem farið hafa hátt í fjölmiðlum undanfarið. „Mér finnst það algjört lykilatriði. Þessi hreyfing verður að standa sig betur. Eins og ég sagði í ræðunni minni, við þurfum að hlusta á þolendur. Og við þurfum að búa til aðgerðaáætlanir sem grípa þessi mál miklu betur en verið hefur. Sú vinna er nú þegar farin í gang. Fyrrverandi stjórn setti þetta af stað.“ Líkt og fjallað hefur verið um á öllum okkar miðlum sætir Aron Einar Gunnarsson landsliðfyrirliði lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar hann og annan fyrrverandi landsliðsmann um brot gegn sér í Kaupmannahöfn árið 2010. Vanda heyrði af málinu á Twitter í ágúst. Aron Einar er ekki í landsliðshópnum fyrir komandi leiki. Beitti sér ekki fyrir því að Aron Einar yrði ekki í hópnum Beittir þú þér fyrir því að hann yrði ekki valinn í hópinn? „Sko landsliðsþjáfarinn valdi í hópinn. Þannig nei ég gerði það ekki.“ Heldur þú að það ríki sátt um þig innan hreyfingarinnar? „Það veit ég ekki. Það er erfiðara þegar maður er sjálfkjörin, þá veit maður ekkert. Ég vona það. Ég held að við þurfum að þjappa okkur saman í þessari flottu hreyfingu til þess að gera hana enn betri.“ Vanda starfar að hluta til í Háskóla Íslands. Aðspurð hvort hún ætli að vera í fullu starfi sem formaður KSÍ segir hún það líklegt. „Þetta er mjög mikið starf. Það er frekar stutt síðan ég ákvað að bjóða mig fram og ég átta mig á því eftir því sem nær dregur hvað þetta er mikið starf. Ég er byrjuð að undribúa mig. Samstarfsmenn mínir í háskólanum eru byrjaðir að stíga inn og aðstoða mig þannig ég býst við því að það sé að fara að gerast.“ „Göngum ósátt frá borði“ Gísli Gíslason fyrrverandi varaformaður KSÍ hélt ræðu fyrir hönd fyrrum stjórnar í dag. Þar sagði hann að krafa um afsögn hefði verið stjórninni vonbrigði. „Við hin sem eftir sitjum í stjórn, varastjórn og sem landshlutafulltrúar göngum ósátt frá borði enda brennum við fyrir fótboltann,“ sagði Gísli. Stjórnin hafi þó fullan skilning á þeirri stöðu sem upp er komin. KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir „Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir var sjálfkjörin formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins sem fór fram í dag. Hún er fyrsta konan í sögunni til þess að sinna embættinu auk þess sem hún er fyrst kvenna til þess að gegna slíku embætti í Evrópu. Vanda segist ekki hafa áttað sig á þeirri staðreynd fyrr en í dag. „Þá svona kannski áttaði ég mig á því að þetta er svona svolítið stórt. Þannig ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu þannig ég er bara mjög stolt,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. „Þessi hreyfing verður að standa sig betur“ Áherslur Vöndu verða á samtal og samstarf við hreyfinguna. Þá verður áhersla lögð á að koma þeim málum í lag sem farið hafa hátt í fjölmiðlum undanfarið. „Mér finnst það algjört lykilatriði. Þessi hreyfing verður að standa sig betur. Eins og ég sagði í ræðunni minni, við þurfum að hlusta á þolendur. Og við þurfum að búa til aðgerðaáætlanir sem grípa þessi mál miklu betur en verið hefur. Sú vinna er nú þegar farin í gang. Fyrrverandi stjórn setti þetta af stað.“ Líkt og fjallað hefur verið um á öllum okkar miðlum sætir Aron Einar Gunnarsson landsliðfyrirliði lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar hann og annan fyrrverandi landsliðsmann um brot gegn sér í Kaupmannahöfn árið 2010. Vanda heyrði af málinu á Twitter í ágúst. Aron Einar er ekki í landsliðshópnum fyrir komandi leiki. Beitti sér ekki fyrir því að Aron Einar yrði ekki í hópnum Beittir þú þér fyrir því að hann yrði ekki valinn í hópinn? „Sko landsliðsþjáfarinn valdi í hópinn. Þannig nei ég gerði það ekki.“ Heldur þú að það ríki sátt um þig innan hreyfingarinnar? „Það veit ég ekki. Það er erfiðara þegar maður er sjálfkjörin, þá veit maður ekkert. Ég vona það. Ég held að við þurfum að þjappa okkur saman í þessari flottu hreyfingu til þess að gera hana enn betri.“ Vanda starfar að hluta til í Háskóla Íslands. Aðspurð hvort hún ætli að vera í fullu starfi sem formaður KSÍ segir hún það líklegt. „Þetta er mjög mikið starf. Það er frekar stutt síðan ég ákvað að bjóða mig fram og ég átta mig á því eftir því sem nær dregur hvað þetta er mikið starf. Ég er byrjuð að undribúa mig. Samstarfsmenn mínir í háskólanum eru byrjaðir að stíga inn og aðstoða mig þannig ég býst við því að það sé að fara að gerast.“ „Göngum ósátt frá borði“ Gísli Gíslason fyrrverandi varaformaður KSÍ hélt ræðu fyrir hönd fyrrum stjórnar í dag. Þar sagði hann að krafa um afsögn hefði verið stjórninni vonbrigði. „Við hin sem eftir sitjum í stjórn, varastjórn og sem landshlutafulltrúar göngum ósátt frá borði enda brennum við fyrir fótboltann,“ sagði Gísli. Stjórnin hafi þó fullan skilning á þeirri stöðu sem upp er komin.
KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir „Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
„Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35