Óhugnanlegt að hlusta á skriðurnar á meðan fjölskyldan var innlyksa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. október 2021 12:13 Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi. aðsend Bóndi sem varð innlyksa þegar skriður féllu á vegi beggja megin við bæ hennar segir að það hafi verið óhugnalegt að hlusta á aurskriðurnar falla nálægt bænum í gærkvöldi. Fjölskyldan var sótt með þyrlu og bær hennar rýmdur. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. „Mikil upplifun en ekkert sérlega þægilegt“ Jóna Björg Hlöðversdóttir bóndi á bænum Björgum, sem er einn þeirra bæja sem þurfti að rýma, segir að það hafi verið óhugnanlegt að hlusta á skriðuföll nærri bænum í gærkvöldi. „Þetta var svolítið magnað og ótrúleg upplifun að heyra náttúruöflin og drunurnar eins og verstu jarðskjálftar. Þetta var mikil upplifun og ekkert sérlega þægilegt. Þegar líða tók á kvöldið og fór að dimma þá heyrðum við stórar drunur. Við heyrðum skriðurnar í kringum bæinn vera að falla og við vissum ekki hvar. Þá var mér pínu létt þegar það var tekin sú ákvörðun að fara að rýma svæðið,“ sagði Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi á bænum Björgum. Flutt með þyrlu af svæðinu Fjölskyldan var flutt með þyrlu til Húsavíkur í gær þar sem þau voru innlyksa eftir að skriður höfðu fallið á vegi. Systir Jónu Bjargar fór að bænum í morgun og hugaði að búfénaði. Jóna segir að ekki sé vitað af neinu tjóni á bænum. „Það er enn hættustig þannig að ég á ekki von á því að við fáum að vera á svæðinu lengi í einu.“ Veginum í Útkinn frá gatnamótum við Norðausturveg hefur verið lokað vegna aurskriðna sem þar hafa fallið. Gular viðvaranir eru í gildi til miðnættis í nótt á Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra og á Ströndum vegna talsverðrar eða mikillar úrkomu. Veður Eyjafjarðarsveit Akureyri Grýtubakkahreppur Þingeyjarsveit Fjallabyggð Hörgársveit Dalvíkurbyggð Svalbarðshreppur Tengdar fréttir 124 mm úrkoma á Ólafsfirði:„Allt sem er komið nálægt 100 mm telst mikið“ Úrkoman í Ólafsfirði síðastliðin sólarhring hefur mælst 124 millimetrar sem telst mikið. Dregið hefur úr úrkomu en viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. 3. október 2021 10:17 Almannavarnir funda með Veðurstofu: Gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi vegna úrkomu Gefnar hafa verið úr gular viðvaranir fyrir Strandir og Norðurlandland vestra, og Norðurland eystra vegna mikillar úrkomuspár. Viðvaranir tóku gildi klukkan níu í kvöld og gilda til hádegis á morgun. Varað er við auknum líkum á grjót- og aurskriðum. 2. október 2021 23:44 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. „Mikil upplifun en ekkert sérlega þægilegt“ Jóna Björg Hlöðversdóttir bóndi á bænum Björgum, sem er einn þeirra bæja sem þurfti að rýma, segir að það hafi verið óhugnanlegt að hlusta á skriðuföll nærri bænum í gærkvöldi. „Þetta var svolítið magnað og ótrúleg upplifun að heyra náttúruöflin og drunurnar eins og verstu jarðskjálftar. Þetta var mikil upplifun og ekkert sérlega þægilegt. Þegar líða tók á kvöldið og fór að dimma þá heyrðum við stórar drunur. Við heyrðum skriðurnar í kringum bæinn vera að falla og við vissum ekki hvar. Þá var mér pínu létt þegar það var tekin sú ákvörðun að fara að rýma svæðið,“ sagði Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi á bænum Björgum. Flutt með þyrlu af svæðinu Fjölskyldan var flutt með þyrlu til Húsavíkur í gær þar sem þau voru innlyksa eftir að skriður höfðu fallið á vegi. Systir Jónu Bjargar fór að bænum í morgun og hugaði að búfénaði. Jóna segir að ekki sé vitað af neinu tjóni á bænum. „Það er enn hættustig þannig að ég á ekki von á því að við fáum að vera á svæðinu lengi í einu.“ Veginum í Útkinn frá gatnamótum við Norðausturveg hefur verið lokað vegna aurskriðna sem þar hafa fallið. Gular viðvaranir eru í gildi til miðnættis í nótt á Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra og á Ströndum vegna talsverðrar eða mikillar úrkomu.
Veður Eyjafjarðarsveit Akureyri Grýtubakkahreppur Þingeyjarsveit Fjallabyggð Hörgársveit Dalvíkurbyggð Svalbarðshreppur Tengdar fréttir 124 mm úrkoma á Ólafsfirði:„Allt sem er komið nálægt 100 mm telst mikið“ Úrkoman í Ólafsfirði síðastliðin sólarhring hefur mælst 124 millimetrar sem telst mikið. Dregið hefur úr úrkomu en viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. 3. október 2021 10:17 Almannavarnir funda með Veðurstofu: Gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi vegna úrkomu Gefnar hafa verið úr gular viðvaranir fyrir Strandir og Norðurlandland vestra, og Norðurland eystra vegna mikillar úrkomuspár. Viðvaranir tóku gildi klukkan níu í kvöld og gilda til hádegis á morgun. Varað er við auknum líkum á grjót- og aurskriðum. 2. október 2021 23:44 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
124 mm úrkoma á Ólafsfirði:„Allt sem er komið nálægt 100 mm telst mikið“ Úrkoman í Ólafsfirði síðastliðin sólarhring hefur mælst 124 millimetrar sem telst mikið. Dregið hefur úr úrkomu en viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. 3. október 2021 10:17
Almannavarnir funda með Veðurstofu: Gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi vegna úrkomu Gefnar hafa verið úr gular viðvaranir fyrir Strandir og Norðurlandland vestra, og Norðurland eystra vegna mikillar úrkomuspár. Viðvaranir tóku gildi klukkan níu í kvöld og gilda til hádegis á morgun. Varað er við auknum líkum á grjót- og aurskriðum. 2. október 2021 23:44