Nicklas Helenius var búinn að koma Silkeborg í 2-0 með tveimur mörkum á fyrstu átta mínútum leiksins, áður en Oliver Rose-Villadsen minnkaði muninn fyrir gestina á 23. mínútu.
Staðan var því 2-1 þegar flautað var til hálfleiks, en Stefán Teitur koma heimamönnum aftur í tveggja marka forystu á 68. mínútu eftir stoðsendingu frá Sebastian Jorgensen.7
3-1 Silkeborg-FC Nordsjælland! '69: Mål af Stefan Thordarson, Silkeborg
— bold.dk - Silkeborg (@bold_sif) October 3, 2021
Jorgensen var svo sjálfur á ferðinni stuttu fyrir leikslok þegar hann gulltryggði 4-1 sigur heimamanna, en sigurinn lyfti Silkeborg upp í fjórða sæti deildarinnar með 17 stig eftir 11 umferðir. Nordsjælland situr hins vegar í því sjöunda með 13 stig.