Kóreumenn hóta öryggisráðinu Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2021 20:00 Norður-Kórea hefur gert fjórar eldflaugatilraunir á nokkrum vikum. AP/KCNA Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiði við ályktunartillögu Frakka til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hótuðu ráðinu í dag fyrir að gagnrýna eldflaugavopnaáætlun ríkisins. Talsmaður utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu sagði í tilkynningu í dag að öryggisráðinu væri hollast að hugsa um afleiðingar gjörða þeirra og hætta að skipta sér af fullveldi einræðisríkisins. Það er í kjölfar þess að Frakkar lögðu fram tillögu á föstudaginn um að lýsa yfir áhyggjum af eldflaugatilraunum Norður-Kóreu og kalla eftir því að þeim yrði hætt í samræmi við fyrri ályktanir ráðsins. Talsmaðurinn sakaði öryggisráðið einnig um tvískinnung fyrir að gagnrýna ekki sambærilegar eldflaugatilraunir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Jo Chol Su (til vinstri) sem stýrir Norður-Ameríkudeild utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu, var harðorður í garð öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.AP/Kyodo News Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hóf tilraunir með eldflaugar í síðasta mánuði, eftir um hálfs árs hlé. Fjórum eldflaugum hefur verið skotið á loft frá Norður-Kóreu og þar á meðal eldflaug sem getur borið kjarnorkuvopn. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins og viðleitni ráðamanna þar til að þróa eldflaugar sem geti borið kjarnorkuvopn langar vegalengdir. Samkvæmt ályktunum öryggisráðsins má ekki gera tilraunir með eldflaugar í Norður-Kóreu. Viðræður um kjarnorkuvopnaáætlunina strönduðu árið 2019. Norður-Kórea Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Gerðu tilraun með nýja eldflaug Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft. 1. október 2021 09:46 Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30. september 2021 07:35 Norður-Kórea skaut upp hljóðfrárri eldflaug Herinn í Norður-Kóreu tilkynnti fyrir stundu að hann hefði skotið á loft hljóðfrárri eldflaug sem gæti borið kjarnaodda. 28. september 2021 22:53 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Talsmaður utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu sagði í tilkynningu í dag að öryggisráðinu væri hollast að hugsa um afleiðingar gjörða þeirra og hætta að skipta sér af fullveldi einræðisríkisins. Það er í kjölfar þess að Frakkar lögðu fram tillögu á föstudaginn um að lýsa yfir áhyggjum af eldflaugatilraunum Norður-Kóreu og kalla eftir því að þeim yrði hætt í samræmi við fyrri ályktanir ráðsins. Talsmaðurinn sakaði öryggisráðið einnig um tvískinnung fyrir að gagnrýna ekki sambærilegar eldflaugatilraunir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Jo Chol Su (til vinstri) sem stýrir Norður-Ameríkudeild utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu, var harðorður í garð öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.AP/Kyodo News Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hóf tilraunir með eldflaugar í síðasta mánuði, eftir um hálfs árs hlé. Fjórum eldflaugum hefur verið skotið á loft frá Norður-Kóreu og þar á meðal eldflaug sem getur borið kjarnorkuvopn. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins og viðleitni ráðamanna þar til að þróa eldflaugar sem geti borið kjarnorkuvopn langar vegalengdir. Samkvæmt ályktunum öryggisráðsins má ekki gera tilraunir með eldflaugar í Norður-Kóreu. Viðræður um kjarnorkuvopnaáætlunina strönduðu árið 2019.
Norður-Kórea Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Gerðu tilraun með nýja eldflaug Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft. 1. október 2021 09:46 Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30. september 2021 07:35 Norður-Kórea skaut upp hljóðfrárri eldflaug Herinn í Norður-Kóreu tilkynnti fyrir stundu að hann hefði skotið á loft hljóðfrárri eldflaug sem gæti borið kjarnaodda. 28. september 2021 22:53 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Gerðu tilraun með nýja eldflaug Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft. 1. október 2021 09:46
Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30. september 2021 07:35
Norður-Kórea skaut upp hljóðfrárri eldflaug Herinn í Norður-Kóreu tilkynnti fyrir stundu að hann hefði skotið á loft hljóðfrárri eldflaug sem gæti borið kjarnaodda. 28. september 2021 22:53