Pandóruskjölin afhjúpa auðæfi þjóðarleiðtoga Árni Sæberg skrifar 3. október 2021 19:33 Tony Blair er einn þeirra hverra nöfn má finna í Pandóruskjölunum. Dan Kitwood/Getty Images Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal Tonys Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og konungs Jórdaníu. Um tólf milljónum gagna var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ. Ríflega 600 blaðamenn um allan heim hafa unnið úr gagnalekanum, sem hefur fengið heitið Pandora Papers, eða Pandóruskjölin. Þar á meðal blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá 91 landi. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Tony Blair sparaði sér 55 milljónir króna í stimpilgjöld Nafn Tonys Blair, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Bretlands, er að finna í skjölunum en í þeim kemur fram að hann hafi sparað sér 312 þúsund pund, um 55 milljónir króna, í stilmpilgjöld með viðskiptafléttu. Þetta segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Í stað þess að kaupa einfaldlega skrifstofubyggingu í Lundúnum sem hann falaðist hafi hann ákveðið að kaupa heldur aflandsfélag sem átti bygginguna. Þar með hafi hann sparað sér opinber gjöld. Konungur Jórdaníu á faldar eignir upp á tólf milljarða Abdullah II bin Al-Hussein, konungur Jórdaníu, hefur verið iðinn við að koma sér upp stóru eignasafni, sem falið er í aflandsfélögum, síðan hann tók við völdum í landinu árið 1999. Í skjölunum kemur fram að hann eigi fasteignir í Bandaríkjunum og Bretlandi sem metnar eru á ríflega sjötíu milljónir punda, eða um tólf milljarða króna. Lögmenn konungsins hafa haldið því fram að hann hafi notað persónulega fjármuni sína til að sanka að sér eignum og að ekkert athugavert sé við það að þær séu í eigu aflandsfélaga. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að auðæfi konungsins hafa vakið sérstaka athygli þar sem Jórdanía þiggur mikla alþjóðlega fjárhagsaðstoð. Þá hafi þarlend stjórnvöld sett takmarkanir á flæði fjármagns frá landinu. Forsætisráðherra Tékklands á rándýran fjallakofa í Frakklandi Að sögn The Guardian gæti Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékklands, verið í vandræðum í aðdraganda koninga í landinu. Í Pandóruskjölunum sjáist að hann hafi keypt fjallakofa í Frakklandi fyrir 22 milljónir Bandaríkjadala, eða tæplega þrjá milljarða króna, í gegnum aflandsfélag. Í ljósi umfangs lekans er ljóst að síðasta fréttin um hann hefur ekki verið skrifuð. Bretland Jórdanía Tékkland Pandóruskjölin Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Um tólf milljónum gagna var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ. Ríflega 600 blaðamenn um allan heim hafa unnið úr gagnalekanum, sem hefur fengið heitið Pandora Papers, eða Pandóruskjölin. Þar á meðal blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá 91 landi. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Tony Blair sparaði sér 55 milljónir króna í stimpilgjöld Nafn Tonys Blair, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Bretlands, er að finna í skjölunum en í þeim kemur fram að hann hafi sparað sér 312 þúsund pund, um 55 milljónir króna, í stilmpilgjöld með viðskiptafléttu. Þetta segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Í stað þess að kaupa einfaldlega skrifstofubyggingu í Lundúnum sem hann falaðist hafi hann ákveðið að kaupa heldur aflandsfélag sem átti bygginguna. Þar með hafi hann sparað sér opinber gjöld. Konungur Jórdaníu á faldar eignir upp á tólf milljarða Abdullah II bin Al-Hussein, konungur Jórdaníu, hefur verið iðinn við að koma sér upp stóru eignasafni, sem falið er í aflandsfélögum, síðan hann tók við völdum í landinu árið 1999. Í skjölunum kemur fram að hann eigi fasteignir í Bandaríkjunum og Bretlandi sem metnar eru á ríflega sjötíu milljónir punda, eða um tólf milljarða króna. Lögmenn konungsins hafa haldið því fram að hann hafi notað persónulega fjármuni sína til að sanka að sér eignum og að ekkert athugavert sé við það að þær séu í eigu aflandsfélaga. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að auðæfi konungsins hafa vakið sérstaka athygli þar sem Jórdanía þiggur mikla alþjóðlega fjárhagsaðstoð. Þá hafi þarlend stjórnvöld sett takmarkanir á flæði fjármagns frá landinu. Forsætisráðherra Tékklands á rándýran fjallakofa í Frakklandi Að sögn The Guardian gæti Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékklands, verið í vandræðum í aðdraganda koninga í landinu. Í Pandóruskjölunum sjáist að hann hafi keypt fjallakofa í Frakklandi fyrir 22 milljónir Bandaríkjadala, eða tæplega þrjá milljarða króna, í gegnum aflandsfélag. Í ljósi umfangs lekans er ljóst að síðasta fréttin um hann hefur ekki verið skrifuð.
Bretland Jórdanía Tékkland Pandóruskjölin Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira