Khabib var á Old Trafford á laugardaginn og fylgdist með Manchester United gera 1-1 jafntefli við Everton.
Eftir leikinn sást Khabib í samræðum við Ferguson, Patrice Evra og Usain Bolt. Hann hefur núna greint frá því að hann hafi afþakkað boð Fergusons um að fá sér vínglas með honum.
„Þú getur verið heiðarlegur við hann og sagt: ég er múslimi og drekk aldrei. En ég sagði honum líka að það væri ekki gott ef ég drykki því þá myndi ég rústa ykkur öllum. Ferguson samþykkti það,“ sagði Khabib.
Rússinn er mikill vinur Cristianos Ronaldo sem kom inn á sem varamaður í leiknum á laugardaginn.