Ræða hvort fundirnir verði opnir öllum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. október 2021 11:52 Kjörbréfanefnd kemur saman klukkan eitt í dag. Vísir/Vilhelm Undirbúningskjörbréfanefnd kemur saman klukkan eitt í dag á nefndarsviði Alþingis til að hefjast handa við að reyna að leysa úr þeirri flóknu stöðu sem er komin upp eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Á fundinum verður formaður nefndarinnar valinn og meðal annars rætt hvort fundir hennar verði opnir eða ekki. Búast má við að Birgir Ármannsson, einn þriggja nefndarmanna Sjálfstæðisflokksins í undirbúningsnefndinni, verði formaður hennar en hann hefur gegnt því hlutverki eftir síðustu tvennar kosningar og hefur langmesta reynslu allra nefndarmanna af störfum í kjörbréfanefnd. Sjálfur segist hann að minnsta kosti tilbúinn til að leiða störf nefndarinnar. „Já, já. En eins og ég segi auðvitað er það nefndin sjálf sem velur sér formann og það er enginn búinn að ákveða neitt fyrir fram í þeim efnum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Þurfa að leggjast í rannsóknarvinnu Aðalhlutverk nefndarinnar er að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem henni berast vegna kosninganna. Nefndinni hefur þegar borist kæra frá Magnúsi D. Norðdahl, oddvita Pírata í Norðvesturkjördæmi sem náði ekki kjöri, og þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar og Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, íhuga einnig að leggja fram kæru. Á fundi nefndarinnar í dag verður þannig einnig skoðað hvaða rannsóknarheimildir nefndin hefur til að taka afstöðu til kæranna. Þannig verður skoðað hvort nefndin geti til dæmis gert tilkall til upptaka úr öryggismyndavélum í salnum á Hótel Borgarnesi, þar sem kjörgögn í Norðvesturkjördæmi voru geymd óinnsigluð milli talninga, og einnig hvort hún fái að fylgjast með rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi eftir kæru Karls Gauta Hjaltasonar, frambjóðanda Miðflokksins. „Við náttúrulega vitum það að það verða ákveðin álitamál sem þarf að takast á við og við þurfum að ræða það hvernig við komumst til botns í þeim,” segir Birgir um störf nefndarinnar. Vill opna fundi eins og hægt er Nefndin mun á fundi sínum skoða hvort framtíðarfundir hennar eigi að fara fram fyrir opnum tjöldum. Birni Leví Gunnarssyni, nefndarmanni Pírata, finnst að flestir fundir og störf hennar ættu að vera opnir öllum. Björn Leví er nefndarmaður Pírata í kjörbréfanefnd.Vísir/Vilhelm „Allavega þeir hlutir sem að varða almenning beint og eru ekki takmörkuð að einhverju leyti vegna meðferð sakamála eða einhverju því um líkt,“ segir hann en bendir á að það verði af augljósum ástæðum ekki hægt að halda opna fundi ef lögregla verður kölluð til nefndarinnar til að ræða rannsókn sem er enn í gangi. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar fundar í dag Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar Alþingis fundar í dag og fer þar yfir þau kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út fyrir helgi. Nefndinni er falið að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem hafa borist, eða munu berast, vegna nýliðinna kosninga. 4. október 2021 06:59 Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Búast má við að Birgir Ármannsson, einn þriggja nefndarmanna Sjálfstæðisflokksins í undirbúningsnefndinni, verði formaður hennar en hann hefur gegnt því hlutverki eftir síðustu tvennar kosningar og hefur langmesta reynslu allra nefndarmanna af störfum í kjörbréfanefnd. Sjálfur segist hann að minnsta kosti tilbúinn til að leiða störf nefndarinnar. „Já, já. En eins og ég segi auðvitað er það nefndin sjálf sem velur sér formann og það er enginn búinn að ákveða neitt fyrir fram í þeim efnum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Þurfa að leggjast í rannsóknarvinnu Aðalhlutverk nefndarinnar er að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem henni berast vegna kosninganna. Nefndinni hefur þegar borist kæra frá Magnúsi D. Norðdahl, oddvita Pírata í Norðvesturkjördæmi sem náði ekki kjöri, og þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar og Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, íhuga einnig að leggja fram kæru. Á fundi nefndarinnar í dag verður þannig einnig skoðað hvaða rannsóknarheimildir nefndin hefur til að taka afstöðu til kæranna. Þannig verður skoðað hvort nefndin geti til dæmis gert tilkall til upptaka úr öryggismyndavélum í salnum á Hótel Borgarnesi, þar sem kjörgögn í Norðvesturkjördæmi voru geymd óinnsigluð milli talninga, og einnig hvort hún fái að fylgjast með rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi eftir kæru Karls Gauta Hjaltasonar, frambjóðanda Miðflokksins. „Við náttúrulega vitum það að það verða ákveðin álitamál sem þarf að takast á við og við þurfum að ræða það hvernig við komumst til botns í þeim,” segir Birgir um störf nefndarinnar. Vill opna fundi eins og hægt er Nefndin mun á fundi sínum skoða hvort framtíðarfundir hennar eigi að fara fram fyrir opnum tjöldum. Birni Leví Gunnarssyni, nefndarmanni Pírata, finnst að flestir fundir og störf hennar ættu að vera opnir öllum. Björn Leví er nefndarmaður Pírata í kjörbréfanefnd.Vísir/Vilhelm „Allavega þeir hlutir sem að varða almenning beint og eru ekki takmörkuð að einhverju leyti vegna meðferð sakamála eða einhverju því um líkt,“ segir hann en bendir á að það verði af augljósum ástæðum ekki hægt að halda opna fundi ef lögregla verður kölluð til nefndarinnar til að ræða rannsókn sem er enn í gangi.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar fundar í dag Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar Alþingis fundar í dag og fer þar yfir þau kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út fyrir helgi. Nefndinni er falið að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem hafa borist, eða munu berast, vegna nýliðinna kosninga. 4. október 2021 06:59 Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar fundar í dag Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar Alþingis fundar í dag og fer þar yfir þau kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út fyrir helgi. Nefndinni er falið að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem hafa borist, eða munu berast, vegna nýliðinna kosninga. 4. október 2021 06:59
Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent