Neitaði að stöðva aftöku manns með miklar heilaskemmdir Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2021 10:54 Ernest Johnson verður líklegast tekinn af lífi með sprautu í dag. Getty og AP Mike Parson, ríkisstjóri Missouri í Bandaríkjunum, neitaði í gær að fella niður dauðadóm fangans Ernest Johnson. Þúsundir höfðu skrifað undir áskorun um að dauðadómurinn yrði felldur niður, auk þess sem tveir þingmenn hefðu kallað eftir því og einnig páfinn. Johnson var dæmdur árið 1994 fyrir að myrða þrjá starfsmenn verslunar sem hann rændi. Hann er 61 árs gamall og verður tekinn af lífi með sprautu í dag. AP fréttaveitan hefur eftir Jeremy Weis, lögmanni Johnsons, að próf og skoðanir hafi sýnt að Johnson sé með mikla þroskaskerðingu. Hann sé í raun með andlegan þroska barns vegna heilaskemmda sem hann fæddist með og vegna þess að árið 2008 hafi þurft að fjarlægja um fimmtung heila hans vegna æxlis. Weis hafði farið fram á að dómur Johnsons yrði mildaður og honum gert að sitja í ævilangt í fangelsi, án þess að eiga möguleika á reynslulausn. Þá sendi Frans páfi Parson bréf í síðustu viku þar sem hann biðlaði til ríkisstjórans að hlífa Johnson. Parson tilkynnti í gærkvöldið að hann ætlaði ekki að stöðva aftökuna. Missouri væri tilbúið að framfylgja dóminum samkvæmt skipun Hæstaréttar Missouri. Hæstirétturinn neitaði í ágúst að stöðva aftökuna og neitaði á föstudaginn að taka málið fyrir aftur. Weis og aðrir lögmenn leituðu því til Hæstaréttar Bandaríkjanna í gær. Verði Johnson tekinn af lífi í dag verður það í sjöunda sinn sem aftaka fer fram í Bandaríkjunum á þessu ári. Hér má sjá frétt héraðsmiðilsins Abc17 þar sem farið er yfir málið Johnsons. ABC News segir að í febrúar 1994 hafi Johnson fengið skammbyssu lánaða sem hann ætlaði að nota til að ræna verslun og verða sér út um peninga til að kaupa fíkniefni. Þegar verið var að loka versluninni réðst hann til atlögu og reyndi að fá starfsmenn til að opna peningaskáp. Í gömlu viðtali sagðist Johnson hafa verið undir áhrifum fíkniefna og hann hafi orðið reiður þegar verslunarstjóri reyndi að sturta lykli að peningaskápnum niður. Hann skaut þrjá starfsmenn með skammbyssunni og barði þau einnig með hamri. Fórnarlömb hans hétu Mary Bratcher (46), Mabel Scruggs (57) og Fred Jones (58). Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Johnson var dæmdur árið 1994 fyrir að myrða þrjá starfsmenn verslunar sem hann rændi. Hann er 61 árs gamall og verður tekinn af lífi með sprautu í dag. AP fréttaveitan hefur eftir Jeremy Weis, lögmanni Johnsons, að próf og skoðanir hafi sýnt að Johnson sé með mikla þroskaskerðingu. Hann sé í raun með andlegan þroska barns vegna heilaskemmda sem hann fæddist með og vegna þess að árið 2008 hafi þurft að fjarlægja um fimmtung heila hans vegna æxlis. Weis hafði farið fram á að dómur Johnsons yrði mildaður og honum gert að sitja í ævilangt í fangelsi, án þess að eiga möguleika á reynslulausn. Þá sendi Frans páfi Parson bréf í síðustu viku þar sem hann biðlaði til ríkisstjórans að hlífa Johnson. Parson tilkynnti í gærkvöldið að hann ætlaði ekki að stöðva aftökuna. Missouri væri tilbúið að framfylgja dóminum samkvæmt skipun Hæstaréttar Missouri. Hæstirétturinn neitaði í ágúst að stöðva aftökuna og neitaði á föstudaginn að taka málið fyrir aftur. Weis og aðrir lögmenn leituðu því til Hæstaréttar Bandaríkjanna í gær. Verði Johnson tekinn af lífi í dag verður það í sjöunda sinn sem aftaka fer fram í Bandaríkjunum á þessu ári. Hér má sjá frétt héraðsmiðilsins Abc17 þar sem farið er yfir málið Johnsons. ABC News segir að í febrúar 1994 hafi Johnson fengið skammbyssu lánaða sem hann ætlaði að nota til að ræna verslun og verða sér út um peninga til að kaupa fíkniefni. Þegar verið var að loka versluninni réðst hann til atlögu og reyndi að fá starfsmenn til að opna peningaskáp. Í gömlu viðtali sagðist Johnson hafa verið undir áhrifum fíkniefna og hann hafi orðið reiður þegar verslunarstjóri reyndi að sturta lykli að peningaskápnum niður. Hann skaut þrjá starfsmenn með skammbyssunni og barði þau einnig með hamri. Fórnarlömb hans hétu Mary Bratcher (46), Mabel Scruggs (57) og Fred Jones (58).
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent