Óvissan það allra erfiðasta Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2021 13:25 Hanna Christel Sigurkarlsdóttir þurfti að yfirgefa heimili sitt á Seyðisfirði vegna skriðuhættu í annað sinn í gær. Myndin til hægri sýnir bæinn eftir að stóra skriðan féll í desember í fyrra. Samsett Íbúi á Seyðisfirði, sem yfirgefa þurfti heimili sitt í gær vegna skriðuhættu í annað sinn segir óvissu um næstu daga afar þungbæra. Þá segir hún upplýsingaflæði yfirvalda til íbúa ábótavant. Veðurstofan fundar um stöðu skriðumála á Norðurlandi og Seyðisfirði nú síðdegis. Hættustigi var lýst yfir vegna skriðuhættu á Seyðisfirði í gær eftir að flekahreyfingar mældust skammt frá því þar sem stór skriða féll í desember í fyrra, auk þess sem mikilli úrkomu er spáð síðar í vikunni. Níu hús voru rýmd; sex við Hafnargötu og þrjú við Fossgötu. Hanna Christel Sigurkarlsdóttir býr við Fossgötu en hún, ásamt manni sínum og tveimur börnum, þurfti einnig að yfirgefa heimili sitt eftir að stóra skriðan féll í fyrra. Þau dvelja nú í íbúð vinafólks í bænum. „Óvissan er svo erfið, við vitum ekkert. Það er talað um fleka í skriðusárinu sem er á hreyfingu, ég hef ekki fengið að heyra neitt frá neinum sérfræðingum, þetta er bara það sem ég heyri í fréttum,“ segir Hanna. „Það mun alveg halda áfram að rigna hérna og ef þessi fleki heldur áfram að skríða og fer ekki almennilega munum við þurfa að búa við þetta og það er frekar erfið tilhugsun.“ Eins og áætlun hafi gleymst Hanna segir upplýsingaflæði til íbúa hafa verið mjög ábótavant, einkum í ljósi þess að þessi staða hafi komið upp áður. „Það er eins og það hafi gleymst að skipuleggja einhvers konar áætlun. Við þurftum að finna okkur húsnæði, annars hefðum við þurft að gista á beddum í íþróttahúsinu. Það gengur ekki í heila viku með tvö börn.“ Hættustig er einnig í gildi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu en Esther Hlíðar Janssen ofanflóðasérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að útlit sé fyrir að þar sé staðan að batna. Á Seyðisfirði sé reiknað með að mesta úrkoman verði á fimmtudag en lítil hreyfing hafi mælst í hlíðinni hingað til. Eru líkur á að komi jafnstór skriða og þarna í desember? „Nei, þetta stykki er miklu miklu minna,“ segir Esther. Veður Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur milli Búðarár á Seyðisfirði og skriðusársins frá desember 2020. Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu þegar nær dregur helgi og mun rýming því vara fram yfir helgi. 5. október 2021 12:38 Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Hættustigi var lýst yfir vegna skriðuhættu á Seyðisfirði í gær eftir að flekahreyfingar mældust skammt frá því þar sem stór skriða féll í desember í fyrra, auk þess sem mikilli úrkomu er spáð síðar í vikunni. Níu hús voru rýmd; sex við Hafnargötu og þrjú við Fossgötu. Hanna Christel Sigurkarlsdóttir býr við Fossgötu en hún, ásamt manni sínum og tveimur börnum, þurfti einnig að yfirgefa heimili sitt eftir að stóra skriðan féll í fyrra. Þau dvelja nú í íbúð vinafólks í bænum. „Óvissan er svo erfið, við vitum ekkert. Það er talað um fleka í skriðusárinu sem er á hreyfingu, ég hef ekki fengið að heyra neitt frá neinum sérfræðingum, þetta er bara það sem ég heyri í fréttum,“ segir Hanna. „Það mun alveg halda áfram að rigna hérna og ef þessi fleki heldur áfram að skríða og fer ekki almennilega munum við þurfa að búa við þetta og það er frekar erfið tilhugsun.“ Eins og áætlun hafi gleymst Hanna segir upplýsingaflæði til íbúa hafa verið mjög ábótavant, einkum í ljósi þess að þessi staða hafi komið upp áður. „Það er eins og það hafi gleymst að skipuleggja einhvers konar áætlun. Við þurftum að finna okkur húsnæði, annars hefðum við þurft að gista á beddum í íþróttahúsinu. Það gengur ekki í heila viku með tvö börn.“ Hættustig er einnig í gildi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu en Esther Hlíðar Janssen ofanflóðasérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að útlit sé fyrir að þar sé staðan að batna. Á Seyðisfirði sé reiknað með að mesta úrkoman verði á fimmtudag en lítil hreyfing hafi mælst í hlíðinni hingað til. Eru líkur á að komi jafnstór skriða og þarna í desember? „Nei, þetta stykki er miklu miklu minna,“ segir Esther.
Veður Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur milli Búðarár á Seyðisfirði og skriðusársins frá desember 2020. Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu þegar nær dregur helgi og mun rýming því vara fram yfir helgi. 5. október 2021 12:38 Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur milli Búðarár á Seyðisfirði og skriðusársins frá desember 2020. Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu þegar nær dregur helgi og mun rýming því vara fram yfir helgi. 5. október 2021 12:38
Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29