Aguero og Depay að kenna að Messi fór frá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 11:00 Sergio Kun Aguero hefur ekki enn spilað fyrir Barcelona á leiktíðinni því hann meiddist á síðustu æfingu fyrir fyrsta leikinn. Getty/David S. Bustamante Barcelona hefði getað haldið Lionel Messi hjá félaginu að mati forseta La Liga en þá hefðu þeir þurft að sleppa því að ná í tvo stjörnuleikmenn í sumar. Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, heldur áfram að tala um stöðuna hjá Barcelona sem er náttúrulega sorgleg þróun fyrir spænska fótboltann enda eitt heitasta vörumerkið í miklum vandræðum innan sem utan vallar. Stærstu vonbrigðin af þeim öllum var þó þegar félagið missti besta leikmanninn í sögu félagsins. Lionel Messi var búinn að semja og ætlaði að halda áfram en Barcelona kom nýja samningnum hans á endanum ekki undir launaþakið. LaLiga president Javier Tebas says Barcelona could have kept Lionel Messi if they hadn't signed Memphis Depay and Sergio Aguero https://t.co/skdvQ0jzCj— ESPN FC (@ESPNFC) October 5, 2021 Hinn 34 ára gamli Messi fór því til Frakklands og samdi við Paris Saint-Germain eins og flestir vita. Joan Laporta, forseti Barcelona, lýsti því yfir í ágúst að félagið hefði getað haldið Messi ef salan á tíu prósent hlut til CVC Capital Partners hefði gengið eftir. Sú sala hefði skilað Barcelona um 270 milljónum evra en Laporta neitaði að skrifa undir þann samning og taldi hann væri með því að veðsetja framtíð félagsins. Tebas benti aftur á móti á aðra staðreynd. Barcelona hefði vissulega getað haldið Messi með því að skrifa undir fyrrnefndan samning en einnig með því að sleppa því að semja við þá Memphis Depay og Sergio Aguero fyrr um sumarið. „Ég snæddi kvöldverð á heimili Laporta og hann samþykkti að skrifa undir CVC samninginn,“ sagði Javier Tebas sem telur að það hafi verið Florentino Perez, forseti Real Madrid, sem hafi þvingað Barcelona til að hætta við að skrifa undir. „Ég vissi ekki hvort það nægði til að klára samning Messi en fékk síðan seinna símtal frá Laporta sem vildi ganga frá samningnum sem fyrst. Hann sagði: Strákurinn [Messi] er orðinn stressaður,“ sagði Tebas. „Ég sagði við hann. Daginn sem samningurinn kemur fram í dagsljósið þá mun Florentino reyna að stoppa hann. Laporta sagði: nei, nei, ég hef karakter. Florentino styður þetta, ég efast ekki um það,“ hafði Tebas eftir forseta Barcelona. „Samkomulagið var að ef Barca skrifaði undir CVC samninginn þá hefðu þeir fengið fimmtán prósent peninganna til að semja við leikmenn. Þá hefðu þeir að mínu mati getað samið við Messi,“ sagði Tebas. „Laporta samdi aftur á móti við menn eins og Memphis, Aguero... ef hann hefði ekki samið við þessa menn þá hefði Messi getað verið áfram,“ sagði Tebas. Spænski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira
Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, heldur áfram að tala um stöðuna hjá Barcelona sem er náttúrulega sorgleg þróun fyrir spænska fótboltann enda eitt heitasta vörumerkið í miklum vandræðum innan sem utan vallar. Stærstu vonbrigðin af þeim öllum var þó þegar félagið missti besta leikmanninn í sögu félagsins. Lionel Messi var búinn að semja og ætlaði að halda áfram en Barcelona kom nýja samningnum hans á endanum ekki undir launaþakið. LaLiga president Javier Tebas says Barcelona could have kept Lionel Messi if they hadn't signed Memphis Depay and Sergio Aguero https://t.co/skdvQ0jzCj— ESPN FC (@ESPNFC) October 5, 2021 Hinn 34 ára gamli Messi fór því til Frakklands og samdi við Paris Saint-Germain eins og flestir vita. Joan Laporta, forseti Barcelona, lýsti því yfir í ágúst að félagið hefði getað haldið Messi ef salan á tíu prósent hlut til CVC Capital Partners hefði gengið eftir. Sú sala hefði skilað Barcelona um 270 milljónum evra en Laporta neitaði að skrifa undir þann samning og taldi hann væri með því að veðsetja framtíð félagsins. Tebas benti aftur á móti á aðra staðreynd. Barcelona hefði vissulega getað haldið Messi með því að skrifa undir fyrrnefndan samning en einnig með því að sleppa því að semja við þá Memphis Depay og Sergio Aguero fyrr um sumarið. „Ég snæddi kvöldverð á heimili Laporta og hann samþykkti að skrifa undir CVC samninginn,“ sagði Javier Tebas sem telur að það hafi verið Florentino Perez, forseti Real Madrid, sem hafi þvingað Barcelona til að hætta við að skrifa undir. „Ég vissi ekki hvort það nægði til að klára samning Messi en fékk síðan seinna símtal frá Laporta sem vildi ganga frá samningnum sem fyrst. Hann sagði: Strákurinn [Messi] er orðinn stressaður,“ sagði Tebas. „Ég sagði við hann. Daginn sem samningurinn kemur fram í dagsljósið þá mun Florentino reyna að stoppa hann. Laporta sagði: nei, nei, ég hef karakter. Florentino styður þetta, ég efast ekki um það,“ hafði Tebas eftir forseta Barcelona. „Samkomulagið var að ef Barca skrifaði undir CVC samninginn þá hefðu þeir fengið fimmtán prósent peninganna til að semja við leikmenn. Þá hefðu þeir að mínu mati getað samið við Messi,“ sagði Tebas. „Laporta samdi aftur á móti við menn eins og Memphis, Aguero... ef hann hefði ekki samið við þessa menn þá hefði Messi getað verið áfram,“ sagði Tebas.
Spænski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira