Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Þorgils Jónsson skrifar 6. október 2021 10:39 Geimfarinu DART verður skotið upp í næsta mánuði en það á að skella á litlu smástirni til að skoða hvort hægt sé að beina mögulega hættulegum loftsteinum frá jörðinni. Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Tilgangur þessa verkefnis er að kanna hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn. Af því mætti svo ráða möguleikana á því að nýta þá tækni síðar meir til að hnika burt smástirnum sem stefna hættulega nálægt jörðu. Verkefnið kallast DART (Double Asteroid Redirection Test) og verður farinu skotið upp í flaug frá SpaceX hinn 23. nóvember næstkomandi. Ef allt fer að óskum, mun það ná marki sínu í september 2022 og skella á smáhnettinum Dimorphos á meira en 20 þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Dimorphos er lítill fylgihnöttur smástirnis og er af svipaðri stærð, um 160 metrar í þvermál, og þau smástirni sem líkleg þykja til að ógna Jörðinni í fyllingu tímans. Samkvæmt frétt CNN er gert ráð fyrir að áreksturinn muni aðeins draga úr hraða hnattarins um 1%, en það hafi þó í för með sér að umferðartími Dimorphos um smástirnið Didymos muni tefjast um nokkrar mínútur. Þremur árum eftir áreksturinn mun svo Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, skjóta upp fari að nafni Hera, sem mun fljúga að Dimorphosi og mæla áhrifin af árekstrinum. Varnir gegn hættum af smástirnum sem geta skollið á Jörðinni er í forgangi hjá geimvísindastofnunum heimsins og verður fróðlegt að sjá hvort þarna verði komin raunhæf lausn til sjálfsvarnar jarðarinnar gegn ógnum utan úr óravíddum geimsins. Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Tilgangur þessa verkefnis er að kanna hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn. Af því mætti svo ráða möguleikana á því að nýta þá tækni síðar meir til að hnika burt smástirnum sem stefna hættulega nálægt jörðu. Verkefnið kallast DART (Double Asteroid Redirection Test) og verður farinu skotið upp í flaug frá SpaceX hinn 23. nóvember næstkomandi. Ef allt fer að óskum, mun það ná marki sínu í september 2022 og skella á smáhnettinum Dimorphos á meira en 20 þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Dimorphos er lítill fylgihnöttur smástirnis og er af svipaðri stærð, um 160 metrar í þvermál, og þau smástirni sem líkleg þykja til að ógna Jörðinni í fyllingu tímans. Samkvæmt frétt CNN er gert ráð fyrir að áreksturinn muni aðeins draga úr hraða hnattarins um 1%, en það hafi þó í för með sér að umferðartími Dimorphos um smástirnið Didymos muni tefjast um nokkrar mínútur. Þremur árum eftir áreksturinn mun svo Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, skjóta upp fari að nafni Hera, sem mun fljúga að Dimorphosi og mæla áhrifin af árekstrinum. Varnir gegn hættum af smástirnum sem geta skollið á Jörðinni er í forgangi hjá geimvísindastofnunum heimsins og verður fróðlegt að sjá hvort þarna verði komin raunhæf lausn til sjálfsvarnar jarðarinnar gegn ógnum utan úr óravíddum geimsins.
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira