Fjögur íslensk sprotafyrirtæki fengið innspýtingu Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2021 12:24 Kjartan Örn Ólafsson, Árni Blöndal, Sigurður Arnljótsson og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir eru fjárfestingastjórar Brunns Ventures. Brunnur Fjögur íslensk sprotafyrirtæki – Overtune, Kosmi, The One Company og Standby Deposits – hafa á síðustu mánuðum fengið innspýtingu úr vísíssjóðnum Brunni vaxtarsjóði II. Trúnaður ríkir um stærð fjármögnunar gagnvart einstaka sprotafyrirtækjum, en áður hefur verið fjallað um 330 milljóna króna fjármögnun hjá Smitten Dating (The One Company) sem Brunnur tók þátt í ásamt erlendum fjárfestum. Brunnur Ventures og Landsbréf luku í mars síðastliðnum fjármögnun á 8,3 milljarða vísisjóðnum – Brunni vaxtarsjóði II – sem fjármagnaður af tíu lífeyrissjóðum og Landsbankanum. Í tilkynningu frá Brunni segir að frá í mars hafi Brunnur II fjárfest í fjórum sprotafyrirtækjum, tveimur á hugmyndastigi og tveimur á klakstigi: Overtune Í sumar fjárfesti Brunnur Ventures í Overtune sem er nýstárlegt tónlistarforrit hannað fyrir snjallsíma sem gerir notendum kleift að skapa tónlist án þess að hafa tónlistarlegan bakgrunn og einfaldar ferlið við að dreifa tónlistinni á öðrum samfélagsmiðlum eins og TikTok og Instagram Reels. Einn af stofnendum félagsins og framkvæmdastjóri þess er Sigurður Ásgeir Árnason. Fjármögnun kom meðal annars frá Brunni og nokkrum þekktum fjárfestum úr afþreyingariðnaðinum, þar á meðal stofnanda Guitar Hero. Nú þróar félagið svokallaða fyrstu útgáfu eða (e. minimum viable product) sem er væntanleg á íslenskan markað bráðlega. Kosmi Brunnur hefur fjárfest í Kosmi en það er vettvangur á netinu þar sem vinir geta hist og upplifað ýmiss konar afþreyingu sameiginlega á einfaldan hátt. Haukur Rosinkranz, ungur frumkvöðull og áður forritari hjá Takumi, hannaði sýndarfélagsmiðstöð (e. Virtual hang-out platform) og setti lausnina í loftið í upphafi árs 2020. Skyndilega bættist við mikill fjöldi notenda og í kjölfarið fer Haukur í gegnum sprotahraðal hjá Mozilla og fær síðan reyndan kanadískan frumkvöðul með sér í lið. The One Company The One Company þróar og rekur stefnumótasmáforritið Smitten Dating. Davíð Örn Símonarson og Ásgeir Vísir Jóhannsson eru stofnendur og hafa þeir margra ára reynslu af þróun samfélagsmiðla. Flest stefnumótaforrit snúast einfaldlega um að koma á stefnumóti en Smitten Dating leggur auk þess áherslu á fjölbreytt og skemmtileg samskipti. Brunnur tók þátt í fjármögnuninni ásamt nokkrum erlendum sjóðum, svo sem byFounders. Smitten hefur slegið í gegn á Íslandi undanfarið árið og fyrir nokkru hóf Smitten markaðssókn á sinn fyrsta erlenda markað, í Danmörku. Standby Deposits Brunnur fjárfesti nýverið í Standby Deposits, stofnað af Agli Almari Ágústssyni sem hefur búið og starfað í Bandaríkjunum. Hann kom auga á tækifæri á húsnæðismarkaði þar. Fyrirtækið þróar nú fjártækniafurð fyrir Bandaríkjamarkað sem nýtir bankaábyrgðir til að koma í staðinn fyrir öryggistryggingar (e. Security deposit) við leigu á húsnæði. Lausnin er þróuð í samstarfi við fasteignafélag á Miami, Flórída. Nýsköpun Stafræn þróun Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Brunnur Ventures og Landsbréf luku í mars síðastliðnum fjármögnun á 8,3 milljarða vísisjóðnum – Brunni vaxtarsjóði II – sem fjármagnaður af tíu lífeyrissjóðum og Landsbankanum. Í tilkynningu frá Brunni segir að frá í mars hafi Brunnur II fjárfest í fjórum sprotafyrirtækjum, tveimur á hugmyndastigi og tveimur á klakstigi: Overtune Í sumar fjárfesti Brunnur Ventures í Overtune sem er nýstárlegt tónlistarforrit hannað fyrir snjallsíma sem gerir notendum kleift að skapa tónlist án þess að hafa tónlistarlegan bakgrunn og einfaldar ferlið við að dreifa tónlistinni á öðrum samfélagsmiðlum eins og TikTok og Instagram Reels. Einn af stofnendum félagsins og framkvæmdastjóri þess er Sigurður Ásgeir Árnason. Fjármögnun kom meðal annars frá Brunni og nokkrum þekktum fjárfestum úr afþreyingariðnaðinum, þar á meðal stofnanda Guitar Hero. Nú þróar félagið svokallaða fyrstu útgáfu eða (e. minimum viable product) sem er væntanleg á íslenskan markað bráðlega. Kosmi Brunnur hefur fjárfest í Kosmi en það er vettvangur á netinu þar sem vinir geta hist og upplifað ýmiss konar afþreyingu sameiginlega á einfaldan hátt. Haukur Rosinkranz, ungur frumkvöðull og áður forritari hjá Takumi, hannaði sýndarfélagsmiðstöð (e. Virtual hang-out platform) og setti lausnina í loftið í upphafi árs 2020. Skyndilega bættist við mikill fjöldi notenda og í kjölfarið fer Haukur í gegnum sprotahraðal hjá Mozilla og fær síðan reyndan kanadískan frumkvöðul með sér í lið. The One Company The One Company þróar og rekur stefnumótasmáforritið Smitten Dating. Davíð Örn Símonarson og Ásgeir Vísir Jóhannsson eru stofnendur og hafa þeir margra ára reynslu af þróun samfélagsmiðla. Flest stefnumótaforrit snúast einfaldlega um að koma á stefnumóti en Smitten Dating leggur auk þess áherslu á fjölbreytt og skemmtileg samskipti. Brunnur tók þátt í fjármögnuninni ásamt nokkrum erlendum sjóðum, svo sem byFounders. Smitten hefur slegið í gegn á Íslandi undanfarið árið og fyrir nokkru hóf Smitten markaðssókn á sinn fyrsta erlenda markað, í Danmörku. Standby Deposits Brunnur fjárfesti nýverið í Standby Deposits, stofnað af Agli Almari Ágústssyni sem hefur búið og starfað í Bandaríkjunum. Hann kom auga á tækifæri á húsnæðismarkaði þar. Fyrirtækið þróar nú fjártækniafurð fyrir Bandaríkjamarkað sem nýtir bankaábyrgðir til að koma í staðinn fyrir öryggistryggingar (e. Security deposit) við leigu á húsnæði. Lausnin er þróuð í samstarfi við fasteignafélag á Miami, Flórída.
Nýsköpun Stafræn þróun Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira