Maðurinn er ákærður fyrir nauðgun og frelsissviptingu með því að hafa að kvöldi föstudagsins 4. janúar 2019 boðið konu inn í íbúð sína í Reykjavík, varnað henni svo að komast út úr íbúðinni og svipt hana frelsi sínu í allt að þrjár klukkustundir. Í ákæru segir að maðurinn hafi á þeim tíma nauðgað konunni í stofunni og í svefnherbergi.
Honum er gefið að sök að hafa í tvígang borið konuna inn í svefnherbergið, kastað henni á rúmið og sest ofan á hana, bitið hana og ítrekað brotið gegn henni kynferðislega.
Gerð er einkaréttarkrafa fyrir hönd konunnar um miskabætur að upphæð fjórar milljónir króna auk vaxta.