Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2021 19:31 Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman öðru sinni í dag og fór yfir valdheimildir sínar og verklag. Vísir/Vilhelm Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Fulltrúar í Landskjörstjórn mættu fyrir undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis í dag til að fara yfir skýrslur sínar um framkvæmd alþingiskosninganna hinn 25. september almennt en alveg sérstaklega framkvæmdina og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Fjórar kærur hafa borist vegna kosninganna þar og sú fimmta er sögð á leiðinni. Kærufrestur er fjórar vikur frá því Landskjörstjórn skilar af sér kjörbréfum þingmanna. Birgir Ármannsson formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að á þessum öðrum fundi nefndarinnar hafi einnig verið farið yfir valdheimildir nefndarinnar og verklag samkvæmt minnisblaði frá skrifstofu Alþingis. Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar segir hana þurfa góðan tíma, jafnvel nokkrar vikur, til að ljúka störfum sínum. Mikilvægt sé að vandað verði til verka.Vísir/Vilhelm „Við munum funda væntanlega nokkuð þétt alla vega út næstu viku. Fá til okkar gesti og reyna að afla okkur gagna. Við erum í miðju kafi í gagnaöflun. Það gengur ágætlega en við erum þó ekki komin með allt í hendurnar sem við þurfum á að halda,“ segir Birgir. Nefndin leggi línurnar frekar á fundi á föstudag og þurfi allmarga fundi. Ómögulegt væri að segja hvað þeir taki langan tíma. Jafnvel tvær til þrjár vikur. „Við erum auðvitað að reyna að gæta jafnvægis á milli þess annars vegar að eyða óvissu sem fyrst og hins vegar að komast að niðurstöðu sem fyrst. Þannig að þetta trufli ekki annað í starfi þingsins,“ segir Birgir. Fulltrúar í Landskjörstjórn mættu á fund undirbúningskjörbréfanefndar og fóru yfir skýrslur sínar um framkvæmd alþingiskosninganna 25. september og þá sérstaklega um meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Vilhelm Leiðtogar stjórnarflokkanna sögðu í gær að mikilvægt væri að undirbúningskjörbréfanefndin lyki sínum störfum áður en þing verði kallað saman. Birgir segir nefndina skila hinni formlegu kjörbréfanefnd sem kjörin verði af Alþingi tillögum og hún kveði síðan upp úrskurð sinn. Hún verði að geta aflað frekari gagna og spurt nýrra spurninga. „Þetta verður ekki þannig að kjörbréfanefndin á þingsetningardegi verði bundin af einhverju sem ákveðið hefur verið í undirbúningsnefndinni,“ segir Birgir Ármannsson. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20 Fundir kjörbréfanefndar verða ekki allir opnir Fyrsti fundur undirbúningskjörbréfanefndar sem fór fram í dag gekk vel að sögn formanns hennar. Nefndarmenn eru almennt á því að fundir eigi að vera opnir þegar hægt er og vonast til að geta myndað breiða sátt um lausn á ágreiningi um kosningarnar. 4. október 2021 18:52 Kjörbréfanefnd fullskipuð Undirbúningskjörbréfanefnd tekur væntanlega til starfa eftir helgi. Níu manns sitja í nefndinni. 2. október 2021 18:01 Landskjörstjórn gefur út kjörbréf samkvæmt seinni talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn gaf í dag út kjörbréf þeirra sextíu og þriggja þingmanna sem náðu kjöri til Alþingis í kosningunum á laugardag miðað við seinni talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd þingsins tekur kjörbréfin til skoðunar á fundi á mánudag. 1. október 2021 17:38 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Fulltrúar í Landskjörstjórn mættu fyrir undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis í dag til að fara yfir skýrslur sínar um framkvæmd alþingiskosninganna hinn 25. september almennt en alveg sérstaklega framkvæmdina og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Fjórar kærur hafa borist vegna kosninganna þar og sú fimmta er sögð á leiðinni. Kærufrestur er fjórar vikur frá því Landskjörstjórn skilar af sér kjörbréfum þingmanna. Birgir Ármannsson formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að á þessum öðrum fundi nefndarinnar hafi einnig verið farið yfir valdheimildir nefndarinnar og verklag samkvæmt minnisblaði frá skrifstofu Alþingis. Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar segir hana þurfa góðan tíma, jafnvel nokkrar vikur, til að ljúka störfum sínum. Mikilvægt sé að vandað verði til verka.Vísir/Vilhelm „Við munum funda væntanlega nokkuð þétt alla vega út næstu viku. Fá til okkar gesti og reyna að afla okkur gagna. Við erum í miðju kafi í gagnaöflun. Það gengur ágætlega en við erum þó ekki komin með allt í hendurnar sem við þurfum á að halda,“ segir Birgir. Nefndin leggi línurnar frekar á fundi á föstudag og þurfi allmarga fundi. Ómögulegt væri að segja hvað þeir taki langan tíma. Jafnvel tvær til þrjár vikur. „Við erum auðvitað að reyna að gæta jafnvægis á milli þess annars vegar að eyða óvissu sem fyrst og hins vegar að komast að niðurstöðu sem fyrst. Þannig að þetta trufli ekki annað í starfi þingsins,“ segir Birgir. Fulltrúar í Landskjörstjórn mættu á fund undirbúningskjörbréfanefndar og fóru yfir skýrslur sínar um framkvæmd alþingiskosninganna 25. september og þá sérstaklega um meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Vilhelm Leiðtogar stjórnarflokkanna sögðu í gær að mikilvægt væri að undirbúningskjörbréfanefndin lyki sínum störfum áður en þing verði kallað saman. Birgir segir nefndina skila hinni formlegu kjörbréfanefnd sem kjörin verði af Alþingi tillögum og hún kveði síðan upp úrskurð sinn. Hún verði að geta aflað frekari gagna og spurt nýrra spurninga. „Þetta verður ekki þannig að kjörbréfanefndin á þingsetningardegi verði bundin af einhverju sem ákveðið hefur verið í undirbúningsnefndinni,“ segir Birgir Ármannsson.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20 Fundir kjörbréfanefndar verða ekki allir opnir Fyrsti fundur undirbúningskjörbréfanefndar sem fór fram í dag gekk vel að sögn formanns hennar. Nefndarmenn eru almennt á því að fundir eigi að vera opnir þegar hægt er og vonast til að geta myndað breiða sátt um lausn á ágreiningi um kosningarnar. 4. október 2021 18:52 Kjörbréfanefnd fullskipuð Undirbúningskjörbréfanefnd tekur væntanlega til starfa eftir helgi. Níu manns sitja í nefndinni. 2. október 2021 18:01 Landskjörstjórn gefur út kjörbréf samkvæmt seinni talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn gaf í dag út kjörbréf þeirra sextíu og þriggja þingmanna sem náðu kjöri til Alþingis í kosningunum á laugardag miðað við seinni talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd þingsins tekur kjörbréfin til skoðunar á fundi á mánudag. 1. október 2021 17:38 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20
Fundir kjörbréfanefndar verða ekki allir opnir Fyrsti fundur undirbúningskjörbréfanefndar sem fór fram í dag gekk vel að sögn formanns hennar. Nefndarmenn eru almennt á því að fundir eigi að vera opnir þegar hægt er og vonast til að geta myndað breiða sátt um lausn á ágreiningi um kosningarnar. 4. október 2021 18:52
Kjörbréfanefnd fullskipuð Undirbúningskjörbréfanefnd tekur væntanlega til starfa eftir helgi. Níu manns sitja í nefndinni. 2. október 2021 18:01
Landskjörstjórn gefur út kjörbréf samkvæmt seinni talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn gaf í dag út kjörbréf þeirra sextíu og þriggja þingmanna sem náðu kjöri til Alþingis í kosningunum á laugardag miðað við seinni talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd þingsins tekur kjörbréfin til skoðunar á fundi á mánudag. 1. október 2021 17:38