Elísa spilar tvö kvöld í röð en fyrir tvö mismunandi íslensk landslið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2021 10:31 Elísa Elíasdóttir er kominn í stórt hlutverk hjá ÍBV og inn í íslenska A-landsliðið. S2 Sport Annar nýliðanna í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta er að taka þátt í tveimur landsliðsverkefnum á sama tíma. Elísa Elíasdóttir er sautján ára Vestmanneyingur en Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna, valdi hana í fyrsta sinn í A-landsliðið fyrir leik í undankeppni EM. Elísa er línumaður með var með þrjú mörk að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum ÍBV liðsins. Það er ljóst að þarna sér Arnar framtíðarlínumann landsins og vildi taka hana með í þetta verkefni þrátt fyrir að hún væri „upptekin“ annars staðar. Elísa var nefnilega á sama tíma í hópi sautján ára landsliðsins sem er að spila tvo æfingaleiki í Danmörku til að undirbúa sig fyrir undankeppni Evrópumótsins í næsta mánuði. Þetta þýðir að hún spilar landsleiki tvo daga í röð en fyrir tvö mismunandi íslensk landslið. Í kvöld verður Elísa með A-landsliðinu á móti Svíum í Eskilstuna í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik en á morgun spilar hún með átján ára landsliðinu í æfingaleik við danska landsliðið í Kolding í Danmörku. Elísa sagði í samtali við Ívar Benediktsson á handbolti.is að hún reiknaði alls ekki að vera í endanlegum hóp. „Ég hélt að ég gæti kannski fengið tækifæri eftir tvö til þrjú ár ef ég héldi áfram að standa mig vel. Þess vegna kom það mér í opna skjöldu þegar haft var samband við mig þegar liðið var valið til æfinga fyrir leikina við Svía og Serba,“ sagði Elísa í samtali við handbolta.is. ÍBV Handbolti Íslenski handboltinn EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Elísa Elíasdóttir er sautján ára Vestmanneyingur en Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna, valdi hana í fyrsta sinn í A-landsliðið fyrir leik í undankeppni EM. Elísa er línumaður með var með þrjú mörk að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum ÍBV liðsins. Það er ljóst að þarna sér Arnar framtíðarlínumann landsins og vildi taka hana með í þetta verkefni þrátt fyrir að hún væri „upptekin“ annars staðar. Elísa var nefnilega á sama tíma í hópi sautján ára landsliðsins sem er að spila tvo æfingaleiki í Danmörku til að undirbúa sig fyrir undankeppni Evrópumótsins í næsta mánuði. Þetta þýðir að hún spilar landsleiki tvo daga í röð en fyrir tvö mismunandi íslensk landslið. Í kvöld verður Elísa með A-landsliðinu á móti Svíum í Eskilstuna í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik en á morgun spilar hún með átján ára landsliðinu í æfingaleik við danska landsliðið í Kolding í Danmörku. Elísa sagði í samtali við Ívar Benediktsson á handbolti.is að hún reiknaði alls ekki að vera í endanlegum hóp. „Ég hélt að ég gæti kannski fengið tækifæri eftir tvö til þrjú ár ef ég héldi áfram að standa mig vel. Þess vegna kom það mér í opna skjöldu þegar haft var samband við mig þegar liðið var valið til æfinga fyrir leikina við Svía og Serba,“ sagði Elísa í samtali við handbolta.is.
ÍBV Handbolti Íslenski handboltinn EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira