Starfsmenn streymisveitunnar, sem er í eigu Amazon, vinna nú hörðum höndum að því að rannsaka lekann en útlit er fyrir að tölvuþrjótur hafi notað galla í stillingu vefþjóna til að koma höndum yfir gögnin, samkvæmt yfirlýsingu.
Meðal þess sem gögnin innihalda eru upplýsingar um tekjur þeirra sem vinna efni á veitunni, frumkóða streymisveitunnar og gögn sem benda til þess að Twitch hafi unnið að þróun leikjaveitu.
Sjá einnig: Tölvuþrjótur ræðst á streymisveituna Twitch
Þrátt fyrir að Twitch segir tölvuþrjótinn ekki hafa náð lykilorðum notenda hefur þeim verið ráðlagt að breyta um lykilorð.
Óljóst er hver mikið magn gagna tölvuþrjóturinn kom höndum yfir. Hann deildi 125 gígabætum á netinu í vikunni en kallaði það „Fyrsta hluta“ sem gefur til kynna að von sé á meiru.