Arnór Sigurðsson og Bjarki Steinn Bjarkason eru báðir leikmenn Venezia í vetur en Arnór er hjá félaginu að láni frá CSKA Moskvu. Óttar Magnús Karlsson er einnig samningsbundinn Venezia en var lánaður til C-deildarfélagsins Siena út leiktíðina.
Romero, sem er 34 ára, hefur verið án félags síðan í sumar eftir að samningur hans við Manchester United rann út. Hann lék síðast í ítölsku A-deildinni tímabilið 2014-15 en gekk svo í raðir United. Þar varð hann að mestu að gera sér að góðu hlutverk varamarkvarðar.
Romero varði mark Argentínu á HM 2010 og 2014 en á seinna mótinu endaði liðið í 2. sæti. Hann hefur einnig spilað á Copa America þrisvar sinnum.
Orðrómur var uppi um að Romero færi til Spánar í sumar og ítalska félagið Spezia hafði einnig áhuga á honum. Nú er hins vegar ljóst að hann verður leikmaður Venezia.