Aron Pálmarsson var í leikmannahóp Álaborgar, en hann hefur ekki getað tekið þátt í seinustu leikjum vegna meiðsla.
Magdeburg byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði fyrstu fimm mörk leiksins. Leikmenn Álaborgar unnu sig þó hægt og bítandi inn í leikinn á ný og þegar flautað var til hálfleiks var staðan orðin jöfn í fyrsta skipti frá upphafsmínútu leiksins, 18-18.
Seinni hálfleikurinn bauð upp á mikla spennu, en Álaborg náði mest þriggja marka forystu í stöðunni 24-21.
Magdeburg snéri leiknum aftur sér í hag, og þegar um fimm mínútur voru til leiksloka voru þeir komnir með þriggja marka forskot. Magdeburg hélt út og vann að lokum tveggja marka sigur, 32-30.
Eins og áður segir skoraði Ómar Ingi Magnússon sjö mörk fyrir Magdeburg, en liðsfélagi hans, Gísli Þorgeir Kristjánsson, komst ekki á blað. Ekki frekar en Aron Pálmarsson í liði Álaborgar.
Magdeburg er því komið í úrslit þar sem þeir mæta annað hvort E.C. Pinheiros frá Brasilíu, eða spænska stórveldinu Barcelona.