Stjórnskipunardómstóll Póllands segir Evrópulög ekki samrýmast stjórnarskránni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. október 2021 07:55 Sebastian Kaleta, aðstoðardómsmálaráðherra, ræddi við blaðamenn í gær vegna beiðni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að Evrópudómstóllinn sekti stjórnvöld í Póllandi fyrir að vera ekki búin að leggja af eftirlitsnefnd með störfum hæstaréttardómara. epa/Leszek Szymanski Stjórnskipunardómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að sum Evrópulög samrýmist ekki stjórnarskrá landsins. Dómstóllinn segir enn fremur að stofnanir Evrópu seilist lengra en valdheimildir þeirra heimila. Fregnirnar hafa valdið nokkrum titringi og hefur Guardian eftir René Repasi, prófessor í alþjóða- og Evrópulögum við Erasmus-háskólann í Rotterdam, að um sér að ræða „lagalega“ uppreisn. Lögmæti dómstólsins hefur verið dregið í efa í kjölfar fjölda pólitískra skipana dómara, sem eru sagðir hallir undir flokkinn Lög og réttlæti, sem nú fer með stjórn landsins. „Vissulega er þetta yfirtekinn dómstóll en þetta er lengsta skrefið sem dómstóll ríkis hefur tekið í átt að lagalegum aðskilnaði frá Evrópusambandinu,“ segir Repasi. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar dómstólsins og lýst yfir verulegum áhyggjum af þróun mála. Þá ítrekar hún að Evrópulög gangi framar landslögum, þeirra á meðal stjórnarskrárákvæðum. Í yfirlýsingunni segir einnig að úrskurðir Evrópudómstólsins séu bindandi fyrir stjórnvöld allra aðildarríkja Evrópusambandsins og dómstóla ríkjanna. Framkvæmdastjórnin sagðist ekki myndu hika við að nýta sér vald sitt til að tryggja samfellu í framkvæmd löggjafar sambandsins. Skoðanakannanir í Póllandi sýna að 80 prósent þjóðarinnar styðja aðild að Evrópusambandinu en stjórnvöld í landinu hafa engu að síður staðið í óformlegu stríði við sambandið og gert ýmsar lagabreytingar sem þykja ætlaðar til að koma hömlum á dómstóla og fjölmiðla. Þá hafa þau sömuleiðis tekið afstöðu gegn réttindum hinsegin fólks og meðal annars greint frá fyrirætlunum um að lýsa landið „hinsegin-laust“ svæði. Paolo Gentiloni, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórninni, sagði í síðasta mánuði að sú vegferð sem Pólland væri á gæti endað með því að hafa áhrif á útgreiðslu endurreisnarsjóðs til handa ríkinu, sem enn hefur ekki verið greiddur út. Stærð sjóðsins eru 57 milljarðar evra. Stjórnvöld í Póllandi brugðust harkalega við yfirlýsingu Gentiloni og sögðu hana „fjárkúgun“. Pólland Evrópusambandið Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Fregnirnar hafa valdið nokkrum titringi og hefur Guardian eftir René Repasi, prófessor í alþjóða- og Evrópulögum við Erasmus-háskólann í Rotterdam, að um sér að ræða „lagalega“ uppreisn. Lögmæti dómstólsins hefur verið dregið í efa í kjölfar fjölda pólitískra skipana dómara, sem eru sagðir hallir undir flokkinn Lög og réttlæti, sem nú fer með stjórn landsins. „Vissulega er þetta yfirtekinn dómstóll en þetta er lengsta skrefið sem dómstóll ríkis hefur tekið í átt að lagalegum aðskilnaði frá Evrópusambandinu,“ segir Repasi. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar dómstólsins og lýst yfir verulegum áhyggjum af þróun mála. Þá ítrekar hún að Evrópulög gangi framar landslögum, þeirra á meðal stjórnarskrárákvæðum. Í yfirlýsingunni segir einnig að úrskurðir Evrópudómstólsins séu bindandi fyrir stjórnvöld allra aðildarríkja Evrópusambandsins og dómstóla ríkjanna. Framkvæmdastjórnin sagðist ekki myndu hika við að nýta sér vald sitt til að tryggja samfellu í framkvæmd löggjafar sambandsins. Skoðanakannanir í Póllandi sýna að 80 prósent þjóðarinnar styðja aðild að Evrópusambandinu en stjórnvöld í landinu hafa engu að síður staðið í óformlegu stríði við sambandið og gert ýmsar lagabreytingar sem þykja ætlaðar til að koma hömlum á dómstóla og fjölmiðla. Þá hafa þau sömuleiðis tekið afstöðu gegn réttindum hinsegin fólks og meðal annars greint frá fyrirætlunum um að lýsa landið „hinsegin-laust“ svæði. Paolo Gentiloni, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórninni, sagði í síðasta mánuði að sú vegferð sem Pólland væri á gæti endað með því að hafa áhrif á útgreiðslu endurreisnarsjóðs til handa ríkinu, sem enn hefur ekki verið greiddur út. Stærð sjóðsins eru 57 milljarðar evra. Stjórnvöld í Póllandi brugðust harkalega við yfirlýsingu Gentiloni og sögðu hana „fjárkúgun“.
Pólland Evrópusambandið Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira