Guðmundur Benediktsson var gestur hjá Vilhjálmi Frey Hallssyni og Andra Geir Gunnarssyni í hlaðvarpinu Steve dagskrá í liðinni viku. Þar fór Guðmundur yfir víðan völl eins og honum einum er lagi. Upp úr krafsinu kom kostuleg saga af syni hans, Alberti Guðmundssyni.
Albert er í dag leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi sem og íslenska landsliðsins, var hann í byrjunarliði Íslands í 1-1 jafnteflinu gegn Armeníu á Laugardalsvelli í gærkvöld.
Á uppvaxtarárum sínum bjó Albert með karli föður sínum og móður í Vesturbænum þar sem Guðmundur var leikmaður KR og Willum Þór Þórsson, núverandi Alþingmaður Framsóknarflokksins, sem þjálfara.
Guðmundur sagði sögu frá þeim tíma í hlaðvarpinu. Þar sem fjölskyldan bjó svo gott sem við KR-heimilið fór Albert reglulega með föður sínum á æfingar. Albert hafði því hitt Willum Þór nokkuð oft þegar hér er komið við sögu.
"...og hann er Willum" @stevedagskra #fotboltinet pic.twitter.com/PtJuzicV9N
— Fannar Veturliðason (@veturlidason) October 7, 2021
„Ég er inni í eldhúsinu og ég heyri í Alberti niðri í herbergi, það er allt að verða vitlaust. Hann er trylltur og ég rýk niður í herbergi til hans og hugsa einfaldlega hvað sé að gerast. Þá kemur í ljós að hann er að spila FIFA, það er hálfleikur og hann er Willum, og hann er trylltur,“ sagði Gummi við mikla gleði þáttastjórnenda.
„Hann var einfaldlega búinn að alast upp við þetta: Að ef Willum var ósáttur þá lét hann heyra í sér. Þarna var Albert ósáttur í hálfleik og lét alla leikmennina heyra það,“ sagði Gummi að endingu.
Þáttinn í heild sinni má finna á vef SoundCloud.