„Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2021 13:01 Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna. Vísir Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. „Nú hafa sumir haldið því fram að það skipti engu máli hvað gerðist þarna í Norðvesturkjördæmi af því að flokkarnir haldi sínum hlutföllum en það er kolröng túlkun. Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing því manneskjur geta gert þetta eins og Birgir gerir í dag, sagt sig úr flokki og farið eitthvert annað,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins. Katrín lagði í gær fram kæru vegna Alþingiskosninganna til dómsmálaráðuneytisins. Hún segir kosningamálið í Norðvesturkjördæmi ekki bara formsatriði, það hafi haft mikil áhrif á niðurstöður kosninganna, þó að flokkarnir hafi haldið sínum hlutföllum. „Það að fimm manneskjur hafi dottið út og aðrar fimm manneskjur komið inn hefur afgerandi áhrif á úrslit kosninganna að mínu mati.“ Hún sé þeirrar skoðunar að kalla þurfi aftur til kosninga á landinu öllu til að leysa úr flækjunni sem hafi myndast. „Það er augljóslega ekki hægt að láta hvorki talningu eitt né talningu tvö í Norðvesturkjördæmi gilda því báðar eru gallaðar. Ef við færum í uppkosningu í því kjördæmi einu þá erum við með ákveðinn lýðræðishalla sem þýðir að kjósendur í því kjördæmi hafa betri upplýsingar um niðurstöðu kosninganna en allir hinir,“ segir Katrín. Hún segir bagalegt að stjórnarmyndunarviðræður séu hafnar þegar þessi staða er uppi. „Ég held að það sé óheppilegt að það séu stjórnarmyndunarviðræður í gangi og að fólkið sem sitji við það borð tjái sig eins og það sé ákveðið formsatriði að það sé skorið úr um það hvort kosningarnar séu lögmætar.“ „Það verður að huga miklu, miklu betur að þessu máli og alvarleika þess og ég held að annars endum við í þeirri stöðu að eftir tvö, þrjú ár verði komin niðurstaða Mannréttindadómstólsins um að Alþingi Íslendinga sitji í skjóli ólögmætra kosninga,“ sagði Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins. Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Stjórnarskrá Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10 Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
„Nú hafa sumir haldið því fram að það skipti engu máli hvað gerðist þarna í Norðvesturkjördæmi af því að flokkarnir haldi sínum hlutföllum en það er kolröng túlkun. Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing því manneskjur geta gert þetta eins og Birgir gerir í dag, sagt sig úr flokki og farið eitthvert annað,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins. Katrín lagði í gær fram kæru vegna Alþingiskosninganna til dómsmálaráðuneytisins. Hún segir kosningamálið í Norðvesturkjördæmi ekki bara formsatriði, það hafi haft mikil áhrif á niðurstöður kosninganna, þó að flokkarnir hafi haldið sínum hlutföllum. „Það að fimm manneskjur hafi dottið út og aðrar fimm manneskjur komið inn hefur afgerandi áhrif á úrslit kosninganna að mínu mati.“ Hún sé þeirrar skoðunar að kalla þurfi aftur til kosninga á landinu öllu til að leysa úr flækjunni sem hafi myndast. „Það er augljóslega ekki hægt að láta hvorki talningu eitt né talningu tvö í Norðvesturkjördæmi gilda því báðar eru gallaðar. Ef við færum í uppkosningu í því kjördæmi einu þá erum við með ákveðinn lýðræðishalla sem þýðir að kjósendur í því kjördæmi hafa betri upplýsingar um niðurstöðu kosninganna en allir hinir,“ segir Katrín. Hún segir bagalegt að stjórnarmyndunarviðræður séu hafnar þegar þessi staða er uppi. „Ég held að það sé óheppilegt að það séu stjórnarmyndunarviðræður í gangi og að fólkið sem sitji við það borð tjái sig eins og það sé ákveðið formsatriði að það sé skorið úr um það hvort kosningarnar séu lögmætar.“ „Það verður að huga miklu, miklu betur að þessu máli og alvarleika þess og ég held að annars endum við í þeirri stöðu að eftir tvö, þrjú ár verði komin niðurstaða Mannréttindadómstólsins um að Alþingi Íslendinga sitji í skjóli ólögmætra kosninga,“ sagði Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Stjórnarskrá Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10 Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10
Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19
Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11