Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru á mála hjá Magdeburg.
Liðin skiptust á að ná forystunni til að byrja með en þegar líða tók á fyrri hálfleikinn náði þýska liðið yfirhöndinni og leiddi með þremur mörkum í leikhléi, 19-16.
Börsungar náðu ekki að rétta hlut sinn í síðari hálfleik og fór að lokum svo að Magdeburg vann öruggan fimm marka sigur, 33-28.
Ómar Ingi lék lykilhlutverk í sóknarleik Magdeburg að venju og endaði leikinn sem markahæsti leikmaður Magdeburg með sjö mörk.
Önnur hægri skytta, Dika Mem, var atkvæðamestur Börsunga með tíu mörk.