Í frétt á rússneska miðlinum Interfax er haft eftir Alexey Kuznetsov, aðstoðarráðherra í heilbrigðisráðuneyti Rússlands, að að 22 hafi verið um borð í vélinni, 20 fallhlífarstökkvarar og tveir flugmenn.
Sex lifðu slysið af og voru flutt á sjúkrahús í Naberezhnye Chelny og Kazan.
Flugvélin var af gerðinni L-410, en fréttir herma að flugumferðarstjórn hafi skyndilega misst samband við vélina og síðar hafi hún horfið af ratsjá.
Vél af sömu gerð hrapaði í Irkutsk í Rússlandi í síðasta mánuði, þar sem fernt lést.
Fréttin var uppfærð með fjölda látinna og upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Rússlands.