Courtois gagnrýndi UEFA og FIFA fyrir græðgina: Við erum ekki vélmenni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2021 11:31 Belgarnir Jan Vertonghen, Thibaut Courtois, Hans Vanaken og Timothy Castagne stilla sér upp fyrir leikinn um þriðja sætið í Þjóðadeildinni. Getty/Chris Ricco Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid og belgíska landsliðsins, segir að öllum sé sama um heilsu og vellíðan leikmannanna sjálfra. Courtois og félagar urðu að sætta sig við fjórða sætið í Þjóðadeildinni eftir hafa tapað báðum leikjum sínum í úrslitakeppninni á Ítalíu sem fór fram í þessum landsleikjaglugga. Courtois var tekinn í viðtal eftir tap á móti Ítalíu í leiknum um þriðja sætið. „Þessi leikur snýst bara orðið um peninga og við verðum bara að vera hreinskilin með það,“ sagði Thibaut Courtois sem virtist vera sérstaklega ósáttur með það að þurfa að spila leikinn um þriðja sætið. "They don't care about the players they just care about their pockets." Thibaut Courtois accused UEFA and FIFA of prioritising money over player welfare after Belgium were beaten 2-1 by Italy in the Nations League third-place play-off. pic.twitter.com/0RbBu0Ux6h— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 11, 2021 „UEFA fær aukapening með þessari keppni af því að þetta er aukaleikur í sjónvarpi. Auðvitað vilja allir spila en sjáið bara hversu mikið bæði lið breyttust frá því í undanúrslitunum,“ sagði Courtois. „Ef þessi lið hefði verið að spila úrslitaleikinn þá hefðu aðrir leikmenn verið að spila,“ sagði Courtois en Belgar léku meðal annars bæði án Eden Hazard og Romelu Lukaku í leiknum. „Á næsta ári er síðan HM í nóvember og við þurfum að spila aftur þangað til seint í júní. Við munum meiðast. Það er öllum sama um leikmennina. Í júnímánuði, eftir langt tímabil, þá þarftu að spila fjóra leiki í Þjóðadeildinni og svo færðu bara tveggja vikna sumarfrí,“ sagði Courtois. "No one cares about the players anymore. If we never say anything it will be the same. They just care about their pockets."Thibaut Courtois criticised UEFA's scheduling and stated that the third place play-off fixtures was unnecessary. pic.twitter.com/8RAhgKDsQ8— Football Daily (@footballdaily) October 11, 2021 „Það er ekki nógu mikið frí fyrir leikmenn til að hlaða batteríin fyrir tólf mánuði á hæsta getustigi. Ef við segjum ekki neitt þá mun þetta ekki breytast,“ sagði Courtois. „Þeir segjast vera á móti Ofurdeildinni en þeir haga sér alveg eins. Þeir bæta við leikjum og búa til nýja keppni. Þetta er allt við það sama. Þeir geta verið reiðir félögum sem vilja Ofurdeildina en þeim er alveg sama um leikmennina og hugsa bara um vasana sína,“ sagði Courtois. „Nú vilja þeir vera með EM og HM á hverju ári. Hvenær fáum við hvíld? Aldrei. Á endanum munu leikmenn meiðast aftur og aftur. Við erum ekki vélmenni. Þetta eru bara fleiri og fleiri leikir og minni hvíld. Öllum er síðan sama,“ sagði Courtois. HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA UEFA FIFA Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Sjá meira
Courtois og félagar urðu að sætta sig við fjórða sætið í Þjóðadeildinni eftir hafa tapað báðum leikjum sínum í úrslitakeppninni á Ítalíu sem fór fram í þessum landsleikjaglugga. Courtois var tekinn í viðtal eftir tap á móti Ítalíu í leiknum um þriðja sætið. „Þessi leikur snýst bara orðið um peninga og við verðum bara að vera hreinskilin með það,“ sagði Thibaut Courtois sem virtist vera sérstaklega ósáttur með það að þurfa að spila leikinn um þriðja sætið. "They don't care about the players they just care about their pockets." Thibaut Courtois accused UEFA and FIFA of prioritising money over player welfare after Belgium were beaten 2-1 by Italy in the Nations League third-place play-off. pic.twitter.com/0RbBu0Ux6h— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 11, 2021 „UEFA fær aukapening með þessari keppni af því að þetta er aukaleikur í sjónvarpi. Auðvitað vilja allir spila en sjáið bara hversu mikið bæði lið breyttust frá því í undanúrslitunum,“ sagði Courtois. „Ef þessi lið hefði verið að spila úrslitaleikinn þá hefðu aðrir leikmenn verið að spila,“ sagði Courtois en Belgar léku meðal annars bæði án Eden Hazard og Romelu Lukaku í leiknum. „Á næsta ári er síðan HM í nóvember og við þurfum að spila aftur þangað til seint í júní. Við munum meiðast. Það er öllum sama um leikmennina. Í júnímánuði, eftir langt tímabil, þá þarftu að spila fjóra leiki í Þjóðadeildinni og svo færðu bara tveggja vikna sumarfrí,“ sagði Courtois. "No one cares about the players anymore. If we never say anything it will be the same. They just care about their pockets."Thibaut Courtois criticised UEFA's scheduling and stated that the third place play-off fixtures was unnecessary. pic.twitter.com/8RAhgKDsQ8— Football Daily (@footballdaily) October 11, 2021 „Það er ekki nógu mikið frí fyrir leikmenn til að hlaða batteríin fyrir tólf mánuði á hæsta getustigi. Ef við segjum ekki neitt þá mun þetta ekki breytast,“ sagði Courtois. „Þeir segjast vera á móti Ofurdeildinni en þeir haga sér alveg eins. Þeir bæta við leikjum og búa til nýja keppni. Þetta er allt við það sama. Þeir geta verið reiðir félögum sem vilja Ofurdeildina en þeim er alveg sama um leikmennina og hugsa bara um vasana sína,“ sagði Courtois. „Nú vilja þeir vera með EM og HM á hverju ári. Hvenær fáum við hvíld? Aldrei. Á endanum munu leikmenn meiðast aftur og aftur. Við erum ekki vélmenni. Þetta eru bara fleiri og fleiri leikir og minni hvíld. Öllum er síðan sama,“ sagði Courtois.
HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA UEFA FIFA Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Sjá meira