Gefa sér þann tíma sem þarf Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 12. október 2021 12:24 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Egill Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir hann og formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, vilja vanda sig í stjórnarmyndunarviðræðum. Það séu áskoranir í viðræðunum sem hafi ekki verið leystar á síðustu fjórum árum og það sé verið að vinna í því. Sigurður Ingi sagðist ekki vita hvort þessi vika myndi duga til. Stór alþjóðleg ráðstefna færi fram hér á landi þessa dagana og þau þyrftu að taka einhvern þátt í henni. „Við sjáum til. Við ætlum að gefa okkur þann tíma sem þarf,“ sagði Sigurður Ingi. „Við ætlum að finna lausnir. Það er hluti af áskorun næstu fjögurra ára,“ sagði Sigurður Ingi. „Hluti af loftslagslausninni á næstu fjórum árum eru grænar fjárfestingar sem byggjast á grænni orku. Við erum svo heppin hérna á Íslandi að við erum mjög rík. Annars vegar að orku nú þegar en líka af þeim möguleikum að geta gert betur.“ Einn hluti af því væri að virkja meira. Sigurður Ingi sagði Ísland til að mynda nýta vind mjög lítið samanborið við Norðurlöndin. Danir væru með um fimm þúsund megavött sem kæmu frá vindmyllum og við værum með rúm tvö. Aðspurður um það að Sjálfstæðisflokknum litist vel á það að fá heilbrigðisráðuneytið sagði Sigurður Ingi að formennirnir myndu ræða það þeirra á milli. Framsóknarflokkurinn hefði lýst því yfir að þau væru tilbúin í þessar viðræður til að sjá hvernig hægt væri leysa úr læðingi nýja krafta á kjörtímabilinu. Þar á meðal með uppskiptingu ráðuneyta. Sigurður Ingi samþykkti að tíminn væri ekki óendanlegur en vísaði á skrítna stöðu á þingi þar sem undirbúningsnefnd fyrir kjörbréfanefndina væri enn að störfum. Hans skoðun væri að skynsamlegast væri að þeim störfum lyki áður en ríkisstjórnarviðræður klárast. Aðspurður um vistaskipti Birgis Þórarinssonar frá Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins sagði Sigurður Ingi það sama og hann sagði í gær. Hann hefði ekki sérstaka skoðun á því að öðru leyti en það virkaði sérstakt að skipta um flokk svo skömmu eftir kosningar. Hann sagði vistaskiptin þó ekki hafa nein áhrif á viðræðurnar. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. 11. október 2021 20:20 Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51 Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Sigurður Ingi sagðist ekki vita hvort þessi vika myndi duga til. Stór alþjóðleg ráðstefna færi fram hér á landi þessa dagana og þau þyrftu að taka einhvern þátt í henni. „Við sjáum til. Við ætlum að gefa okkur þann tíma sem þarf,“ sagði Sigurður Ingi. „Við ætlum að finna lausnir. Það er hluti af áskorun næstu fjögurra ára,“ sagði Sigurður Ingi. „Hluti af loftslagslausninni á næstu fjórum árum eru grænar fjárfestingar sem byggjast á grænni orku. Við erum svo heppin hérna á Íslandi að við erum mjög rík. Annars vegar að orku nú þegar en líka af þeim möguleikum að geta gert betur.“ Einn hluti af því væri að virkja meira. Sigurður Ingi sagði Ísland til að mynda nýta vind mjög lítið samanborið við Norðurlöndin. Danir væru með um fimm þúsund megavött sem kæmu frá vindmyllum og við værum með rúm tvö. Aðspurður um það að Sjálfstæðisflokknum litist vel á það að fá heilbrigðisráðuneytið sagði Sigurður Ingi að formennirnir myndu ræða það þeirra á milli. Framsóknarflokkurinn hefði lýst því yfir að þau væru tilbúin í þessar viðræður til að sjá hvernig hægt væri leysa úr læðingi nýja krafta á kjörtímabilinu. Þar á meðal með uppskiptingu ráðuneyta. Sigurður Ingi samþykkti að tíminn væri ekki óendanlegur en vísaði á skrítna stöðu á þingi þar sem undirbúningsnefnd fyrir kjörbréfanefndina væri enn að störfum. Hans skoðun væri að skynsamlegast væri að þeim störfum lyki áður en ríkisstjórnarviðræður klárast. Aðspurður um vistaskipti Birgis Þórarinssonar frá Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins sagði Sigurður Ingi það sama og hann sagði í gær. Hann hefði ekki sérstaka skoðun á því að öðru leyti en það virkaði sérstakt að skipta um flokk svo skömmu eftir kosningar. Hann sagði vistaskiptin þó ekki hafa nein áhrif á viðræðurnar.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. 11. október 2021 20:20 Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51 Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. 11. október 2021 20:20
Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51
Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40