„Ég vil horfa á þennan hnött og meta fegurð hans“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2021 15:49 Áhöfn SN-19 sem ætlar út í geim á morgun. Blue Origin Leikarinn William Shatner fer út í geim á morgun. Það mun hann gera með þremur öðrum geimförum um borð í geimfarinu NS-18. Hinum níræða Shatner og geimförunum verður svo skotið á loft af starfsmönnum Blue Origins. Auk Shatnes eru þau Audry Powers frá Blue Origin, Glen de Vries og Chris Boshuizen í áhöfn NS-18. Shatner er hvað þekktastur fyrir leika James Kirk í Star Trek. Sjá einnig: Kafteinn Kirk á leiðinni út í geim Blue Origin birti í dag myndband þar sem Shatner talaði um hve spenntur hann væri fyrir geimskotinu. Þar segir Shatner að allt ferlið hafi þegar breytt lífi hans og það sé frábært að fá að taka þátt í upphafi væntanlegrar fjölgunar geimferða. Þá segist Shatner vilja sjá fegurð jarðarinnar úr geimnum. We are just at the beginning, but how miraculous the beginning is. @WilliamShatner is ready to go to space. #NS18 pic.twitter.com/u3MnOAbWtW— Blue Origin (@blueorigin) October 12, 2021 Blue Origin er í eigu Jeff Bezos en hann fór sjálfur út í geim með geimfari fyrirtækisins fyrr árinu. Blue Origin ætlar meðal annars að selja auðugum ferðamönnum ferðir út í geim. Geimferðirnar sjálfar taka um það bil tíu mínútur en geimförum Blue Origin er skotið í rúmlega hundrað kílómetra hæð, sem markar Kármán-línuna svokölluðu sem táknar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Sjá einnig: Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Alþjóðlega geimstöðin er í um fjögur hundruð kílómetra hæð. SpacX skaut í síðasta mánuði fjórum ferðalöngum í rúmlega fimm hundruð kílómetra hæð og voru þau á braut um jörðu í þrjá daga. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Áætlað er að skjóta geimfarinu á loft um klukkan hálf níu að morgni að staðartíma í Texas. Það samsvarar um klukkan hálft tvö hér á landi. Hægt verður að fylgjast með geimskotinu á Youtube og hér á Vísi. Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Auk Shatnes eru þau Audry Powers frá Blue Origin, Glen de Vries og Chris Boshuizen í áhöfn NS-18. Shatner er hvað þekktastur fyrir leika James Kirk í Star Trek. Sjá einnig: Kafteinn Kirk á leiðinni út í geim Blue Origin birti í dag myndband þar sem Shatner talaði um hve spenntur hann væri fyrir geimskotinu. Þar segir Shatner að allt ferlið hafi þegar breytt lífi hans og það sé frábært að fá að taka þátt í upphafi væntanlegrar fjölgunar geimferða. Þá segist Shatner vilja sjá fegurð jarðarinnar úr geimnum. We are just at the beginning, but how miraculous the beginning is. @WilliamShatner is ready to go to space. #NS18 pic.twitter.com/u3MnOAbWtW— Blue Origin (@blueorigin) October 12, 2021 Blue Origin er í eigu Jeff Bezos en hann fór sjálfur út í geim með geimfari fyrirtækisins fyrr árinu. Blue Origin ætlar meðal annars að selja auðugum ferðamönnum ferðir út í geim. Geimferðirnar sjálfar taka um það bil tíu mínútur en geimförum Blue Origin er skotið í rúmlega hundrað kílómetra hæð, sem markar Kármán-línuna svokölluðu sem táknar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Sjá einnig: Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Alþjóðlega geimstöðin er í um fjögur hundruð kílómetra hæð. SpacX skaut í síðasta mánuði fjórum ferðalöngum í rúmlega fimm hundruð kílómetra hæð og voru þau á braut um jörðu í þrjá daga. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Áætlað er að skjóta geimfarinu á loft um klukkan hálf níu að morgni að staðartíma í Texas. Það samsvarar um klukkan hálft tvö hér á landi. Hægt verður að fylgjast með geimskotinu á Youtube og hér á Vísi.
Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira