Varane meiddist á nára í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar. Hann fór af velli en Frakkar náðu að tryggja sér titilinn án hans.
Manchester United keypti Varane frá Real Madrid í haust. Hann er ekki fyrsti heimsklassa miðvörðurinn sem félagið verður án því fyrirliðinn Harry Maguire er að glíma við kálfameiðsli.
Varane hafði verið í byrjunarliði United í síðustu fimm leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni.
Eins og sjá má hér fyrir neðan þá mun Varane missa af nokkrum stórleikjum á næstunni.
Manchester United confirm Raphael Varane will be out for a 'few weeks' with a groin injury. Harry Maguire is still out with a calf injury. Their next six games:
— B/R Football (@brfootball) October 12, 2021
Leicester City (A)
Atalanta (H)
Liverpool (H)
Tottenham (A)
Atalanta (A)
Man City (H)
pic.twitter.com/tcHoCCg7U1