Heimsmeistararnir enn taplausir | Allt jafnt í D-riðli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. október 2021 23:00 Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA hafa unnið báða leiki sína nokkuð sannfærandi. LanceSkundrich/Riot Games Inc. via Getty Images Annar dagur riðlakeppninnar á heimsmeistaramótinu í League of Legends fór fram í dag, en spilaðir voru átta leikir. Heimsmeistararnir í DWG KIA hafa unnið báða leiki sína, og sömu sögu er að segja af Edward Gaming og Royal Never Give Up. Þessi þrjú lið spiluðu einmitt þrjá af fyrstu fjórum leikjum dagsins. Edward Gaming mætti gamla stórveldinu T1 í fyrsta leik dagsins og virtust alltaf vera einu skrefi á undan. T1 hélt úr í rúmar 35 mínútur, en að lokum voru það liðsmenn Edward Gaming sem unnu nokkuð sannfærandi sigur. Heimsmeistararnir í DWG KIA voru næstir á svið, en þeir mættu evrópska liðinu Rogue. Liðsmenn DWG KIA sýndu það fljótt að þeir voru ekki mættir til að leika sér og tóku fljótt afgerandi forystu. Rogue gafst þó ekki auðveldlega upp og þeir virtust ætla að ná að breyta þessu í spennandi leik, en eftir rúman hálftíma af League of Legends tóku liðsmenn DWG KIA aftur völdin og tyggðu sér sannfærandi sigur. WHAT A GAME@DWGKIA remain undefeated and go 2-0! #Worlds2021 pic.twitter.com/LezC3jAaB4— LoL Esports (@lolesports) October 12, 2021 Þriðji leikur dagsins var viðureign PSG Talon og Hanwha Life í D-riðli. Þeir síðarnefndu nryjuðu leikinn betur, og héldu forskoti fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Þá fór leikurinn að snúast í höndunum á þeim, og PSG Talon sótti að lokum sinn fyrsta sigur á mótinu eftir virkilega spennandi leik. Evrópska liðið Fnatic mætti MSI-meisturunum Royal Never Give Up í fjórða leik dagsins. Leikurinn virtist ætla að verða nokkuð jafn og spennandi, en hægt og rólega unnu liðsmenn Royal Never Give Up sér inn stærra og stærra forskot, sem endaði svo með öðrum sigri þeirra á tveim dögum. Fnatic er hins vegar enn án sigurs. Cloud9 byrjaði virkilega vel í fimmtu viðureign dagsins þegar að liðið mætti FPX. Þeir síðarnefndu eru taldir líklegir til afreka á mótinu, og því var það nokkuð óvænt þegar að bandaríska liðið tók forystuna snemma leiks. Úr varð virkilega spennandi og skemmtilegur leikur, þar sem að bæði lið þurftu á sigri að halda. Það tók liðsmenn FPX rúmar 35 minútur að snúa leiknum sér í hag, en þeir unnu að lokum mikilvægan sigur gegn Cloud9. Close game, but the #Worlds2019 Champions are on the board! #FPXWIN pic.twitter.com/nSzT20ZGQe— LoL Esports (@lolesports) October 12, 2021 100 Thieves vann sannfærandi sigur gegn DetonatioN FocusMe í sjöttu viðureign dagsins, áður en MAD Lions og Gen.G mættust í mest spennandi leik dagsins. Það var í raun ekkert sem gat skilið liðin að fyrstu 35 mínúturnar, en fljótlega eftir það fóru liðsmenn MAD Lions að síga fram úr. Að lokum tók það MAD Lions 47 mínútur að vinna mikilvægan sigur gegn virkilega sterku liði Gen.G. Seinasti leikur dagsins var svo viðureign Team Liquid og LNG. Nokku jafnræði var með liðunum fyrstu 15 mínútur leiksins, en eftir það var það LNG sem tók öll völd og vann að lokum sannfærandi sigur. Sigrar LNG og MAD Lions þýða það að öll fjögur liðin í D-riðli hafa nú unnuð einn leik og tapað einum eftir tvær umferðir í riðlakeppninni og það er því allt í járnum þar, en stöðuna í riðlunum má sjá hér fyrir neðan. The #Worlds2021 Groups standings after day 2! pic.twitter.com/PjIFRDRnp9— LoL Esports (@lolesports) October 12, 2021 Heimsmeistaramótið í League of Legends heldur áfram á morgun með öðrum átta leikjum, en eins og ápur er hægt að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport frá klukkan 11:00. Úrslit dagsins og viðureignir morgundagsins Úrslit dagsins T1 - Edward Gaming Rogue - DWG KIA PSG Talon - Hanwha Life Fnatic - Royal Never Give Up Cloud9 - FPX DetonatioN FocusMe - 100 Thieves MAD Lions - Gen.G Team Liquid - LNG Viðureignir morgundagsins 11:00: Royal Never Give Up - Hanwha Life 12:00: MAD Lions - LNG 13:00: FPX - Rogue 14:00: PSG Talon - Fnatic 15:00: Gen.G - Team Liquid 16:00: DWG KIA - Cloud9 17:00: Edward Gaming - DetonatioN FocusMe 18:00: 100 Thieves - T1 Rafíþróttir League of Legends Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn
Þessi þrjú lið spiluðu einmitt þrjá af fyrstu fjórum leikjum dagsins. Edward Gaming mætti gamla stórveldinu T1 í fyrsta leik dagsins og virtust alltaf vera einu skrefi á undan. T1 hélt úr í rúmar 35 mínútur, en að lokum voru það liðsmenn Edward Gaming sem unnu nokkuð sannfærandi sigur. Heimsmeistararnir í DWG KIA voru næstir á svið, en þeir mættu evrópska liðinu Rogue. Liðsmenn DWG KIA sýndu það fljótt að þeir voru ekki mættir til að leika sér og tóku fljótt afgerandi forystu. Rogue gafst þó ekki auðveldlega upp og þeir virtust ætla að ná að breyta þessu í spennandi leik, en eftir rúman hálftíma af League of Legends tóku liðsmenn DWG KIA aftur völdin og tyggðu sér sannfærandi sigur. WHAT A GAME@DWGKIA remain undefeated and go 2-0! #Worlds2021 pic.twitter.com/LezC3jAaB4— LoL Esports (@lolesports) October 12, 2021 Þriðji leikur dagsins var viðureign PSG Talon og Hanwha Life í D-riðli. Þeir síðarnefndu nryjuðu leikinn betur, og héldu forskoti fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Þá fór leikurinn að snúast í höndunum á þeim, og PSG Talon sótti að lokum sinn fyrsta sigur á mótinu eftir virkilega spennandi leik. Evrópska liðið Fnatic mætti MSI-meisturunum Royal Never Give Up í fjórða leik dagsins. Leikurinn virtist ætla að verða nokkuð jafn og spennandi, en hægt og rólega unnu liðsmenn Royal Never Give Up sér inn stærra og stærra forskot, sem endaði svo með öðrum sigri þeirra á tveim dögum. Fnatic er hins vegar enn án sigurs. Cloud9 byrjaði virkilega vel í fimmtu viðureign dagsins þegar að liðið mætti FPX. Þeir síðarnefndu eru taldir líklegir til afreka á mótinu, og því var það nokkuð óvænt þegar að bandaríska liðið tók forystuna snemma leiks. Úr varð virkilega spennandi og skemmtilegur leikur, þar sem að bæði lið þurftu á sigri að halda. Það tók liðsmenn FPX rúmar 35 minútur að snúa leiknum sér í hag, en þeir unnu að lokum mikilvægan sigur gegn Cloud9. Close game, but the #Worlds2019 Champions are on the board! #FPXWIN pic.twitter.com/nSzT20ZGQe— LoL Esports (@lolesports) October 12, 2021 100 Thieves vann sannfærandi sigur gegn DetonatioN FocusMe í sjöttu viðureign dagsins, áður en MAD Lions og Gen.G mættust í mest spennandi leik dagsins. Það var í raun ekkert sem gat skilið liðin að fyrstu 35 mínúturnar, en fljótlega eftir það fóru liðsmenn MAD Lions að síga fram úr. Að lokum tók það MAD Lions 47 mínútur að vinna mikilvægan sigur gegn virkilega sterku liði Gen.G. Seinasti leikur dagsins var svo viðureign Team Liquid og LNG. Nokku jafnræði var með liðunum fyrstu 15 mínútur leiksins, en eftir það var það LNG sem tók öll völd og vann að lokum sannfærandi sigur. Sigrar LNG og MAD Lions þýða það að öll fjögur liðin í D-riðli hafa nú unnuð einn leik og tapað einum eftir tvær umferðir í riðlakeppninni og það er því allt í járnum þar, en stöðuna í riðlunum má sjá hér fyrir neðan. The #Worlds2021 Groups standings after day 2! pic.twitter.com/PjIFRDRnp9— LoL Esports (@lolesports) October 12, 2021 Heimsmeistaramótið í League of Legends heldur áfram á morgun með öðrum átta leikjum, en eins og ápur er hægt að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport frá klukkan 11:00. Úrslit dagsins og viðureignir morgundagsins Úrslit dagsins T1 - Edward Gaming Rogue - DWG KIA PSG Talon - Hanwha Life Fnatic - Royal Never Give Up Cloud9 - FPX DetonatioN FocusMe - 100 Thieves MAD Lions - Gen.G Team Liquid - LNG Viðureignir morgundagsins 11:00: Royal Never Give Up - Hanwha Life 12:00: MAD Lions - LNG 13:00: FPX - Rogue 14:00: PSG Talon - Fnatic 15:00: Gen.G - Team Liquid 16:00: DWG KIA - Cloud9 17:00: Edward Gaming - DetonatioN FocusMe 18:00: 100 Thieves - T1
Úrslit dagsins T1 - Edward Gaming Rogue - DWG KIA PSG Talon - Hanwha Life Fnatic - Royal Never Give Up Cloud9 - FPX DetonatioN FocusMe - 100 Thieves MAD Lions - Gen.G Team Liquid - LNG Viðureignir morgundagsins 11:00: Royal Never Give Up - Hanwha Life 12:00: MAD Lions - LNG 13:00: FPX - Rogue 14:00: PSG Talon - Fnatic 15:00: Gen.G - Team Liquid 16:00: DWG KIA - Cloud9 17:00: Edward Gaming - DetonatioN FocusMe 18:00: 100 Thieves - T1
Rafíþróttir League of Legends Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn