Meiri þátttaka í hverfiskosningum og meiri peningar í húfi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2021 10:59 Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnisstjóri Hverfið mitt, segir að metþátttaka í íbúakosningunni sé í vændum. Vísir Mikil aukning hefur verið í þátttöku Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt sem lýkur á morgun. Verkefnisstjóri Hverfið mitt telur aukna þátttöku skýrast af auknum fjármunum sem lagðir eru í verkefnið og vilja íbúa til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Íbúakosningin Hverfið mitt hefur farið fram síðan árið 2012 og er þetta nú níunda skiptið sem hún fer fram. Breytingar voru gerðar á verkefninu og fer kosningin nú fram annað hvert ár og hefur því fjármagn tveggja ára verið lagt saman. Nú eru 850 milljónir króna í húfi fyrir íbúa sem skiptast á milli tíu hverfa Reykjavíkurborgar. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnisstjóri Hverfið mitt, segir því hægt að kjósa um stærri hugmyndir nú en áður. Þessi sjónkíkir er meðal þeirra tillaga sem samþykkt var í hverfakosningu.Reykjavíkurborg „Þegar það er svona mikið af peningum í boði og stórar tillögur sem greinilega brenna á íbúum þá deila íbúar þessu sjálfir og eru að fá nágranna, vini og ættingja til að taka þátt. Það vekur upp hverfisandann, sem er að spila mikið með okkur. Þegar eru líka svona stærri tillögur, sem munu setja stærri svip á hverfið og í mörgum tilvikum skapa hverfismiðjur þá vill fólk hafa áhrif,“ segir Eiríkur. „Það er alltaf gaman að sjá hvað íbúar eru tilbúnir að hafa áhrif á hverfin sín og við vinnum saman að því að gera hverfin okkar öll betri.“ Nú hafa meira en fimmtán þúsund Reykvíkingar tekið þátt í kosningunni og stefnir allt í að fjöldamet verði slegið í kosningaþátttöku. Nú hafa á milli 10 og 20 prósent íbúa hverfa tekið þátt í Hverfakosningu Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg „Mörg hverfi hafa rifið sig rækilega í gang og eru með töluvert betri þátttökutölur en áður,“ segir Eiríkur og nefnir sem dæmi Kjalarnes, þar sem rúm 20 prósent íbúa hafa tekið þátt í kosningunni nú þegar. Meðal þeirra tillaga sem hægt er að velja úr þetta árið er hjólabrettagarður í Vesturbæ, leik- og dvalarstæði við Grettisgötu, umbætur á grenndarstöðvum í Hlíðunum, yfirbyggður grillskáli í Laugardal, trjágöng við Háaleitisbraut, skólahreystibraut við Fellaskóla í Breiðholti, gróðursetningarátak í Norðlingaholti, leikvöllur fyrir vel fullorðið fólk í Grafarholti og Úlfarsárdal, nuddfoss í Grafarvogslaug og sjósundsaðstaða á Kjalarnesi. Vaðlaugin í Laugardal varð að veruleika eftir að íbúar kusu að hún skyldi gerð.Reykjavíkurborg Eiríkur hvetur fólk til að leggja sitt af mörkum og taka þátt í kosningunni, enda geti tillögur úr Hverfinu mínu sett svip sinn á borgina. „Um alla borg er að finna flott verkefni sem hafa notið vinsælda. Þar má nefna ærslabelginn í Gufunesi, vatnspósta víða um borgina, vegglistaverkið á Spennistöðinni og körfuboltavöllurinn í Bakkahverfinu í Breiðholti. Það hafa mörg flott verkefni orðið að veruleika, allt frá listaverkum yfir í nýja leikvelli, yfir í grænni Reykjavík,“ segir Eiríkur. Reykjavík Tengdar fréttir Hverfið mitt 2.0 Hverfið mitt kosningin er hafin! Öll sem eru fædd árið 2006 eða fyrr og eiga lögheimili í Reykjavík, óháð ríkisborgararétti, tekið þátt í kosningunni. Kosningin er rafræn á hverfidmitt.is og stendur yfir í tvær vikur eða til hádegis 14. október. 3. október 2021 09:01 Hálfníu og níu hjá Borginni Sem íbúi í Reykjavíkurborg hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna grenndargámarnir í hverfinu mínu sé ekki þrifnir oftar en raun ber vitni um. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti nú ekki bara að labba mig út og taka til hendinni. 19. febrúar 2021 08:01 Hvernig getur þú gert hverfið þitt skemmtilegra? 20. janúar er stór dagur. Já, við erum að hugsa um það sama. Þetta er síðasti dagur hugmyndasöfnunarinnar fyrir Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. 13. janúar 2021 07:31 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Íbúakosningin Hverfið mitt hefur farið fram síðan árið 2012 og er þetta nú níunda skiptið sem hún fer fram. Breytingar voru gerðar á verkefninu og fer kosningin nú fram annað hvert ár og hefur því fjármagn tveggja ára verið lagt saman. Nú eru 850 milljónir króna í húfi fyrir íbúa sem skiptast á milli tíu hverfa Reykjavíkurborgar. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnisstjóri Hverfið mitt, segir því hægt að kjósa um stærri hugmyndir nú en áður. Þessi sjónkíkir er meðal þeirra tillaga sem samþykkt var í hverfakosningu.Reykjavíkurborg „Þegar það er svona mikið af peningum í boði og stórar tillögur sem greinilega brenna á íbúum þá deila íbúar þessu sjálfir og eru að fá nágranna, vini og ættingja til að taka þátt. Það vekur upp hverfisandann, sem er að spila mikið með okkur. Þegar eru líka svona stærri tillögur, sem munu setja stærri svip á hverfið og í mörgum tilvikum skapa hverfismiðjur þá vill fólk hafa áhrif,“ segir Eiríkur. „Það er alltaf gaman að sjá hvað íbúar eru tilbúnir að hafa áhrif á hverfin sín og við vinnum saman að því að gera hverfin okkar öll betri.“ Nú hafa meira en fimmtán þúsund Reykvíkingar tekið þátt í kosningunni og stefnir allt í að fjöldamet verði slegið í kosningaþátttöku. Nú hafa á milli 10 og 20 prósent íbúa hverfa tekið þátt í Hverfakosningu Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg „Mörg hverfi hafa rifið sig rækilega í gang og eru með töluvert betri þátttökutölur en áður,“ segir Eiríkur og nefnir sem dæmi Kjalarnes, þar sem rúm 20 prósent íbúa hafa tekið þátt í kosningunni nú þegar. Meðal þeirra tillaga sem hægt er að velja úr þetta árið er hjólabrettagarður í Vesturbæ, leik- og dvalarstæði við Grettisgötu, umbætur á grenndarstöðvum í Hlíðunum, yfirbyggður grillskáli í Laugardal, trjágöng við Háaleitisbraut, skólahreystibraut við Fellaskóla í Breiðholti, gróðursetningarátak í Norðlingaholti, leikvöllur fyrir vel fullorðið fólk í Grafarholti og Úlfarsárdal, nuddfoss í Grafarvogslaug og sjósundsaðstaða á Kjalarnesi. Vaðlaugin í Laugardal varð að veruleika eftir að íbúar kusu að hún skyldi gerð.Reykjavíkurborg Eiríkur hvetur fólk til að leggja sitt af mörkum og taka þátt í kosningunni, enda geti tillögur úr Hverfinu mínu sett svip sinn á borgina. „Um alla borg er að finna flott verkefni sem hafa notið vinsælda. Þar má nefna ærslabelginn í Gufunesi, vatnspósta víða um borgina, vegglistaverkið á Spennistöðinni og körfuboltavöllurinn í Bakkahverfinu í Breiðholti. Það hafa mörg flott verkefni orðið að veruleika, allt frá listaverkum yfir í nýja leikvelli, yfir í grænni Reykjavík,“ segir Eiríkur.
Reykjavík Tengdar fréttir Hverfið mitt 2.0 Hverfið mitt kosningin er hafin! Öll sem eru fædd árið 2006 eða fyrr og eiga lögheimili í Reykjavík, óháð ríkisborgararétti, tekið þátt í kosningunni. Kosningin er rafræn á hverfidmitt.is og stendur yfir í tvær vikur eða til hádegis 14. október. 3. október 2021 09:01 Hálfníu og níu hjá Borginni Sem íbúi í Reykjavíkurborg hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna grenndargámarnir í hverfinu mínu sé ekki þrifnir oftar en raun ber vitni um. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti nú ekki bara að labba mig út og taka til hendinni. 19. febrúar 2021 08:01 Hvernig getur þú gert hverfið þitt skemmtilegra? 20. janúar er stór dagur. Já, við erum að hugsa um það sama. Þetta er síðasti dagur hugmyndasöfnunarinnar fyrir Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. 13. janúar 2021 07:31 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Hverfið mitt 2.0 Hverfið mitt kosningin er hafin! Öll sem eru fædd árið 2006 eða fyrr og eiga lögheimili í Reykjavík, óháð ríkisborgararétti, tekið þátt í kosningunni. Kosningin er rafræn á hverfidmitt.is og stendur yfir í tvær vikur eða til hádegis 14. október. 3. október 2021 09:01
Hálfníu og níu hjá Borginni Sem íbúi í Reykjavíkurborg hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna grenndargámarnir í hverfinu mínu sé ekki þrifnir oftar en raun ber vitni um. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti nú ekki bara að labba mig út og taka til hendinni. 19. febrúar 2021 08:01
Hvernig getur þú gert hverfið þitt skemmtilegra? 20. janúar er stór dagur. Já, við erum að hugsa um það sama. Þetta er síðasti dagur hugmyndasöfnunarinnar fyrir Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. 13. janúar 2021 07:31