Forsetafrúin spyr: #erukonurtil? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2021 11:47 Hvar er Eliza? Eliza Reid forsetafrú spyr að því á Facebook í dag hvort konur séu ekki til en tilefnið er myndatexti sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Textinn fylgir mynd af Elizu heilsa Friðriki krónprinsi Danmerkur en forsetafrúarinnar er hvergi getið. „Í stuttu máli er myndatextinn á forsíðu blaðsins í dag svona: Einn karlmaður sem ber nafn kom í kvöldverð hjá öðrum karlmanni sem ber nafn. Með gestinum var þriðji karlmaðurinn sem heitir líka nafni [sést ekki á myndinni]. Meira var það ekki,“ segir Eliza á Facebook. Færsluna taggar hún með myllumerkinu #erukonurtil og á ensku #dowomenexist. Fjölmargir hafa „like“-að færsluna og lýst hneykslan sinni á vinnubrögðum blaðsins. Myndatextinn ber yfirskriftina „Ræddu saman yfir kvöldverði“ og er svohljóðandi: „Friðrik krónprins Danmerkur kom hingað til lands í gær og snæddi kvöldverð á Bessastöðum með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Með prinsinum í för var utanríkisráðherra Danmerkur, Jeppe Kofod, og sendinefnd tíu danskra fyrirtækja og samtaka. Prinsinn og sendinefndin eru hér á landi til þess að styrkja viðskiptatengsl Íslands og Danmerkur á sviði sjálfbærra lausna í orkumálum. Friðrik krónprins mun ræða við leiðandi aðila í þróun orkumála hér á landi meðan á heimsókn hans stendur. Er landið fyrsti áfangastaður krónprinsins í ferðum hans í þágu Danmerkur eftir heimsfaraldurinn. Kvöldverðinn á Bessastöðum í gær sátu einnig Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Íslands, Kirsten Geelan sendiherra Danmerkur á Íslandi, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.“ Forseti Íslands Jafnréttismál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Í stuttu máli er myndatextinn á forsíðu blaðsins í dag svona: Einn karlmaður sem ber nafn kom í kvöldverð hjá öðrum karlmanni sem ber nafn. Með gestinum var þriðji karlmaðurinn sem heitir líka nafni [sést ekki á myndinni]. Meira var það ekki,“ segir Eliza á Facebook. Færsluna taggar hún með myllumerkinu #erukonurtil og á ensku #dowomenexist. Fjölmargir hafa „like“-að færsluna og lýst hneykslan sinni á vinnubrögðum blaðsins. Myndatextinn ber yfirskriftina „Ræddu saman yfir kvöldverði“ og er svohljóðandi: „Friðrik krónprins Danmerkur kom hingað til lands í gær og snæddi kvöldverð á Bessastöðum með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Með prinsinum í för var utanríkisráðherra Danmerkur, Jeppe Kofod, og sendinefnd tíu danskra fyrirtækja og samtaka. Prinsinn og sendinefndin eru hér á landi til þess að styrkja viðskiptatengsl Íslands og Danmerkur á sviði sjálfbærra lausna í orkumálum. Friðrik krónprins mun ræða við leiðandi aðila í þróun orkumála hér á landi meðan á heimsókn hans stendur. Er landið fyrsti áfangastaður krónprinsins í ferðum hans í þágu Danmerkur eftir heimsfaraldurinn. Kvöldverðinn á Bessastöðum í gær sátu einnig Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Íslands, Kirsten Geelan sendiherra Danmerkur á Íslandi, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.“
Forseti Íslands Jafnréttismál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira