Minnst fimm fallnir í skothríð í Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2021 11:34 Mikil skothríð hefur ómað í Beirút í morgun. AP/Hassan Ammar Minnst fimm liggja í valnum og margir eru sagðir særðir eftir að skothríð hófst á mótmælum í Beirút í morgun. Bandamenn hryðjuverkasamtakanna Hezbollah, sem eru valdamesta fylking Líbanons, komu saman til að mótmæla því að dómari sem hefur unnið að rannsókn á sprengingunni í Beirút gaf út handtökuskipun gagnvart fyrrverandi ráðherra sem er bandamaður Hezbollah. Leiðtogar Hezbollah í Líbanon vilja að dómaranum verði vikið úr embætti. Skotbardagar hafa átt sér stað í borginni og hafa háværar sprengingar einnig heyrst. Reuters segir konu hafa dáið eftir að hún varð fyrir byssukúlu á heimili sínu. Hér að neðan má sjá beina útsendingu Ruptly frá skotbardaga sem átti sér stað í Beirút í morgun. AP fréttaveitan segir Hezbollah-liða hafa komið saman við mótmæli við dómsmálaráðuneyti Líbanons í morgun. Þá hafi samtök hægri sinnaðra kristinna manna boðað til gagnmótmæla en dómsmálaráðuneytið er í hverfi kristinna í Beirút. Fréttaveitan segir ekki liggja fyrir hvernig bardagar hófust en skothríðin hafi byrjað á meðan mótmælin stóðu yfir. Meira en ár er síðan gríðarstór sprenging varð í höfn Beirút. Þá sprungu hundruð tonna af amm Tarek Bitar, dómari sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni, gaf í vikunni svo út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra. Leiðtogi Hezbollah, Sayyed Hassan Nasrallah, gagnrýndi dómarann harðlega og kallaði eftir því að honum yrði vikið úr embætti. Sjá einnig: Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Khalil er ekki eini fyrrverandi ráðherrann sem handtökuskipun hefur verið gefin út fyrir. Gefin var út handtökuskipun á hendur Youssefs Finianos, fyrrverandi atvinnumálaráðherra, í september eftir að hann mætti ekki til skýrslutöku. Finianos hefur enn ekki verið handtekinn, þrátt fyrir handtökuskipunina. Sjá einnig: Ár frá sprengingunni í Beirút - Ráðamenn hunsuðu hættuna Undanfarin ári hefur Líbanon gengið í gegnum ýmsa erfiðleika. Þar má meðal annars nefna sprenginguna, gífurleg efnahagsvandræði og stjórnarkreppu. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá átökunum í morgun. #Hezbollah militants in central #Beirut. Its really street fighting now. pic.twitter.com/d3jRK2bBCi— Barzan Sadiq (@BarzanSadiq) October 14, 2021 # _ # _ _ # _ pic.twitter.com/kyvQ2Yv6W9— Larissa Aoun (@LarissaAounSky) October 14, 2021 Short thread- #Beirut #Lebanon again sniper fire, gunfights and rockets in the city #Tayoune area. Happened during a #Hizbollah #Amal protest near the palace of justice against judge Bitar handling the #beirutportexplosion Videos circulating on social media pic.twitter.com/0ZAw20EY45— Maha Yahya (@mahamyahya) October 14, 2021 Líbanon Tengdar fréttir Mikill eldur á stærstu olíubirgðastöð Líbanons Gríðarmikill eldur braust út í bensóltanki á olíubirgðastöðinni Zahrani í Líbanon í morgun. 11. október 2021 08:32 Rafmagnslaust í Líbanon Ekert rafmagn fæst í Líbanon eftir að tvö stærstu raforkuver landsins þurftu að hætta starfsemi tímabundið vegna eldsneytisskorts. Yfirvöld segja að rafmagnsleysið muni vara í nokkra daga. 9. október 2021 14:48 Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Leiðtogar Hezbollah í Líbanon vilja að dómaranum verði vikið úr embætti. Skotbardagar hafa átt sér stað í borginni og hafa háværar sprengingar einnig heyrst. Reuters segir konu hafa dáið eftir að hún varð fyrir byssukúlu á heimili sínu. Hér að neðan má sjá beina útsendingu Ruptly frá skotbardaga sem átti sér stað í Beirút í morgun. AP fréttaveitan segir Hezbollah-liða hafa komið saman við mótmæli við dómsmálaráðuneyti Líbanons í morgun. Þá hafi samtök hægri sinnaðra kristinna manna boðað til gagnmótmæla en dómsmálaráðuneytið er í hverfi kristinna í Beirút. Fréttaveitan segir ekki liggja fyrir hvernig bardagar hófust en skothríðin hafi byrjað á meðan mótmælin stóðu yfir. Meira en ár er síðan gríðarstór sprenging varð í höfn Beirút. Þá sprungu hundruð tonna af amm Tarek Bitar, dómari sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni, gaf í vikunni svo út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra. Leiðtogi Hezbollah, Sayyed Hassan Nasrallah, gagnrýndi dómarann harðlega og kallaði eftir því að honum yrði vikið úr embætti. Sjá einnig: Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Khalil er ekki eini fyrrverandi ráðherrann sem handtökuskipun hefur verið gefin út fyrir. Gefin var út handtökuskipun á hendur Youssefs Finianos, fyrrverandi atvinnumálaráðherra, í september eftir að hann mætti ekki til skýrslutöku. Finianos hefur enn ekki verið handtekinn, þrátt fyrir handtökuskipunina. Sjá einnig: Ár frá sprengingunni í Beirút - Ráðamenn hunsuðu hættuna Undanfarin ári hefur Líbanon gengið í gegnum ýmsa erfiðleika. Þar má meðal annars nefna sprenginguna, gífurleg efnahagsvandræði og stjórnarkreppu. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá átökunum í morgun. #Hezbollah militants in central #Beirut. Its really street fighting now. pic.twitter.com/d3jRK2bBCi— Barzan Sadiq (@BarzanSadiq) October 14, 2021 # _ # _ _ # _ pic.twitter.com/kyvQ2Yv6W9— Larissa Aoun (@LarissaAounSky) October 14, 2021 Short thread- #Beirut #Lebanon again sniper fire, gunfights and rockets in the city #Tayoune area. Happened during a #Hizbollah #Amal protest near the palace of justice against judge Bitar handling the #beirutportexplosion Videos circulating on social media pic.twitter.com/0ZAw20EY45— Maha Yahya (@mahamyahya) October 14, 2021
Líbanon Tengdar fréttir Mikill eldur á stærstu olíubirgðastöð Líbanons Gríðarmikill eldur braust út í bensóltanki á olíubirgðastöðinni Zahrani í Líbanon í morgun. 11. október 2021 08:32 Rafmagnslaust í Líbanon Ekert rafmagn fæst í Líbanon eftir að tvö stærstu raforkuver landsins þurftu að hætta starfsemi tímabundið vegna eldsneytisskorts. Yfirvöld segja að rafmagnsleysið muni vara í nokkra daga. 9. október 2021 14:48 Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Mikill eldur á stærstu olíubirgðastöð Líbanons Gríðarmikill eldur braust út í bensóltanki á olíubirgðastöðinni Zahrani í Líbanon í morgun. 11. október 2021 08:32
Rafmagnslaust í Líbanon Ekert rafmagn fæst í Líbanon eftir að tvö stærstu raforkuver landsins þurftu að hætta starfsemi tímabundið vegna eldsneytisskorts. Yfirvöld segja að rafmagnsleysið muni vara í nokkra daga. 9. október 2021 14:48
Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41