Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2021 14:52 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins krefjast afléttinga strax. vísir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að hugsanlegt væri að inflúensa og RS-veira settu strik í reikninginn hvað varðaði afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Áfram ætti að aflétta smám saman en draga þyrfti lærdóm af bakslaginu síðasta sumar þegar öllum takmörkunum var aflétt. RS-veiran sé alvarlegur faraldur hjá börnum bæði í Danmörku og í Svíþjóð. Sjá þurfi hvað gerist hér á landi. „Svo eru menn að spá því jafnvel að inflúensan geti orðið alvarlegri en áður, af því að hún gekk ekki í fyrra,“ sagði Þórólfur. Það þyrfti að hafa í huga við ákvarðanatöku um afléttingu samkomutakmarkana. Jarðhræringar og inflúensa ekki málefnalegar ástæður Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að jarðhræringar, inflúensa og RS-vírus séu ekki, og hafi aldrei verið, málefnalegar ástæður til takmörkunar á athafnafrelsi almennings. „Þátttaka í lífinu hefur alltaf verið hættuspil, en stærsta aðsteðjandi ógnin við líf og heilsu fólks er ekki farsótt, nú þegar 90% fullorðinna hafa verið bólusettir gegn kórónaveirunni. Það er ómögulegt að greina nokkurn ávinning eða ábata af áframhaldandi takmörkunum - hins vegar er miklu til kostað og mörgu fórnað,“ segir Hildur á Facebook. Styður að aflétta öllum takmörkunum Veitingamenn, listamenn og fjölmargir aðrir hafi orðið fyrir óbætanlegu tjóni af völdum takmarkana sem þjóni ekki lengur almannahagsmunum. „Atvinnurekendur um alla borg berjast í bökkum vegna heimatilbúinna skilyrða stjórnvalda, sem eiga sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndum. Það er löngu tímabært að endurheimta takmarkalaust samfélag og eðlilegt líf. Afléttingar strax.“ Áslaug Arna ræddi málið í Reykjavík síðdegis í gær, ásamt fleiri málum. „EKki er hægt að rökstyðja takmarkanir með hefðbundnum inflúensum og RS vírusum. Ég styð það að aflétta öllum takmörkunum,“ segir Áslaug í færslu á Instagram. Hvað ræður Landspítalinn við? Þórólfur lagði áherslu á það í viðtali við fréttastofu í gær að ekki yrði opið fram á nótt á skemmtistöðum bæjarins. „Við erum náttúrulega með einhverjar takmarkanir í gangi og ég held að þar muni mestu um lokun á börum og skemmtistöðum, að þar sé ekki opið fram á nótt. Ég held að það skipti gríðarlegu máli,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Tilfelli á hverjum degi séu enn 20-60 og af þeim leggist tvö prósent inn á spítala. „Getum við slakað á og búist við aukningu? Og getur spítalinn ráðið við það? Það er stóra spurningin.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að hugsanlegt væri að inflúensa og RS-veira settu strik í reikninginn hvað varðaði afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Áfram ætti að aflétta smám saman en draga þyrfti lærdóm af bakslaginu síðasta sumar þegar öllum takmörkunum var aflétt. RS-veiran sé alvarlegur faraldur hjá börnum bæði í Danmörku og í Svíþjóð. Sjá þurfi hvað gerist hér á landi. „Svo eru menn að spá því jafnvel að inflúensan geti orðið alvarlegri en áður, af því að hún gekk ekki í fyrra,“ sagði Þórólfur. Það þyrfti að hafa í huga við ákvarðanatöku um afléttingu samkomutakmarkana. Jarðhræringar og inflúensa ekki málefnalegar ástæður Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að jarðhræringar, inflúensa og RS-vírus séu ekki, og hafi aldrei verið, málefnalegar ástæður til takmörkunar á athafnafrelsi almennings. „Þátttaka í lífinu hefur alltaf verið hættuspil, en stærsta aðsteðjandi ógnin við líf og heilsu fólks er ekki farsótt, nú þegar 90% fullorðinna hafa verið bólusettir gegn kórónaveirunni. Það er ómögulegt að greina nokkurn ávinning eða ábata af áframhaldandi takmörkunum - hins vegar er miklu til kostað og mörgu fórnað,“ segir Hildur á Facebook. Styður að aflétta öllum takmörkunum Veitingamenn, listamenn og fjölmargir aðrir hafi orðið fyrir óbætanlegu tjóni af völdum takmarkana sem þjóni ekki lengur almannahagsmunum. „Atvinnurekendur um alla borg berjast í bökkum vegna heimatilbúinna skilyrða stjórnvalda, sem eiga sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndum. Það er löngu tímabært að endurheimta takmarkalaust samfélag og eðlilegt líf. Afléttingar strax.“ Áslaug Arna ræddi málið í Reykjavík síðdegis í gær, ásamt fleiri málum. „EKki er hægt að rökstyðja takmarkanir með hefðbundnum inflúensum og RS vírusum. Ég styð það að aflétta öllum takmörkunum,“ segir Áslaug í færslu á Instagram. Hvað ræður Landspítalinn við? Þórólfur lagði áherslu á það í viðtali við fréttastofu í gær að ekki yrði opið fram á nótt á skemmtistöðum bæjarins. „Við erum náttúrulega með einhverjar takmarkanir í gangi og ég held að þar muni mestu um lokun á börum og skemmtistöðum, að þar sé ekki opið fram á nótt. Ég held að það skipti gríðarlegu máli,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Tilfelli á hverjum degi séu enn 20-60 og af þeim leggist tvö prósent inn á spítala. „Getum við slakað á og búist við aukningu? Og getur spítalinn ráðið við það? Það er stóra spurningin.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12