Jóhannes Karl: „Við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. október 2021 19:01 Jóhannes Karl Guðjónsson segist vera viss um það að Skagamenn geti unnið Mjólkurbikarinn. Mynd/Skjáskot ÍA mætir nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings í úrslitaleik Mjólkurbikarsins næsta laugardag og Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, segir að liðið ætli sér að taka bikarinn með sér upp á Skaga. „Mér lýst bara mjög vel á þessa viðurgeign. Við erum búnir að vinna fjóra leiki í röð og kláruðum deildina af gríðarlegum krafti og tryggðum stöðu okkar í efstu deild fyrir næsta ár,“ sagði Jóhannes Karl í samtali við Gaupa. „Við spiluðum við Keflavík þarna tvo leiki í röð og vinnum þá í deildinni og svo aftur í undanúrslitum. Þannig að við erum á mjög góðum stað með alla leikmenn í mjög góðu standi, og ég hef trú á því að þessi kúrva hjá okkur upp á við haldi bara áfram.“ „Við erum að koma inn í þennan úrslitaleik á móti Víkingum til þess að vinna hann og taka þennan bikar sem er hérna fyrir aftan mig, það er ekki nokkur spurning.“ Lengi vel var búið að afskrifa Skagamenn og dæma þeim fall úr Pepsi Max deildinni. Eins og Jóhannes talaði um hér áður hefur liðið unnið seinustu fjóra leiki sína og bjargaði sér frá falli á ótrúlegan hátt. Hann segir að það hafi verið stígandi í liðinu, og að hann telji sig vera með nógu gott lið í höndunum til að landa titilinum. „Já það hefur verið stígandi. Og leikmenn sem komu kannski ekki alveg 100% inn í þetta mót. Hvort sem að það snéri að undirbúning eða meiðslum eða öðru hafa verið að stíga upp núna.“ „Við teljum okkur alveg vera með nógu gott lið til þess að vinna Víkinga. Við erum með góða einstaklinga, við erum með leikmenn í góðu standi og við erum með líkamlega sterka leikmenn, áræðna og fljóta.“ „Við höfum bara fullt í okkar liði til þess að skora mörk og það er lykillinn að því að vinna fótboltaleiki. Varnarleikurinn okkar hefur verið að batna líka og við höfum verið að bæta okkur statt og stöðugt þar. Þannig að við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil.“ Klippa: Jóihannes Karl viðtal „Ánægjulegt að fólk sé að fylgjast með því sem ég er að gera“ Athygli vakti að Jóhannes Karl stökk í frí til Tenerife á dögunum, aðeins nokkrum dögum fyrir bikarúrslitaleik. Jóhannes gleðst yfir því að fólk hafi áhuga á því sem hann er að gera, og segist hafa komið endurnærður til baka. „Það var greinilega voðalega lítið að frétta fyrir blaðamannafundinn hjá landsliðinu, en ég átti bara góða daga á Tenerife og það er bara ánægjulegt að fólk sé að fylgjast með því sem ég er að gera og hafi áhuga á því. Ég fagna því bara,“ sagði Jóhannes léttur. „Það var sól og blíða og allt í toppmálum á Tene. „Ég var bara að reyna að slaka á og hlaða batteríin og það gekk vel. Það var svona aðal markmiðið með ferðinni,“ sagði Jóhannes að lokum. Viðtalið við Jóhannes má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Sjá meira
„Mér lýst bara mjög vel á þessa viðurgeign. Við erum búnir að vinna fjóra leiki í röð og kláruðum deildina af gríðarlegum krafti og tryggðum stöðu okkar í efstu deild fyrir næsta ár,“ sagði Jóhannes Karl í samtali við Gaupa. „Við spiluðum við Keflavík þarna tvo leiki í röð og vinnum þá í deildinni og svo aftur í undanúrslitum. Þannig að við erum á mjög góðum stað með alla leikmenn í mjög góðu standi, og ég hef trú á því að þessi kúrva hjá okkur upp á við haldi bara áfram.“ „Við erum að koma inn í þennan úrslitaleik á móti Víkingum til þess að vinna hann og taka þennan bikar sem er hérna fyrir aftan mig, það er ekki nokkur spurning.“ Lengi vel var búið að afskrifa Skagamenn og dæma þeim fall úr Pepsi Max deildinni. Eins og Jóhannes talaði um hér áður hefur liðið unnið seinustu fjóra leiki sína og bjargaði sér frá falli á ótrúlegan hátt. Hann segir að það hafi verið stígandi í liðinu, og að hann telji sig vera með nógu gott lið í höndunum til að landa titilinum. „Já það hefur verið stígandi. Og leikmenn sem komu kannski ekki alveg 100% inn í þetta mót. Hvort sem að það snéri að undirbúning eða meiðslum eða öðru hafa verið að stíga upp núna.“ „Við teljum okkur alveg vera með nógu gott lið til þess að vinna Víkinga. Við erum með góða einstaklinga, við erum með leikmenn í góðu standi og við erum með líkamlega sterka leikmenn, áræðna og fljóta.“ „Við höfum bara fullt í okkar liði til þess að skora mörk og það er lykillinn að því að vinna fótboltaleiki. Varnarleikurinn okkar hefur verið að batna líka og við höfum verið að bæta okkur statt og stöðugt þar. Þannig að við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil.“ Klippa: Jóihannes Karl viðtal „Ánægjulegt að fólk sé að fylgjast með því sem ég er að gera“ Athygli vakti að Jóhannes Karl stökk í frí til Tenerife á dögunum, aðeins nokkrum dögum fyrir bikarúrslitaleik. Jóhannes gleðst yfir því að fólk hafi áhuga á því sem hann er að gera, og segist hafa komið endurnærður til baka. „Það var greinilega voðalega lítið að frétta fyrir blaðamannafundinn hjá landsliðinu, en ég átti bara góða daga á Tenerife og það er bara ánægjulegt að fólk sé að fylgjast með því sem ég er að gera og hafi áhuga á því. Ég fagna því bara,“ sagði Jóhannes léttur. „Það var sól og blíða og allt í toppmálum á Tene. „Ég var bara að reyna að slaka á og hlaða batteríin og það gekk vel. Það var svona aðal markmiðið með ferðinni,“ sagði Jóhannes að lokum. Viðtalið við Jóhannes má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Sjá meira