Klopp skýtur á Sádana: „Kannski vilja þeir kaupa alla ensku úrvalsdeildina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2021 15:00 Jürgen Klopp segir Roberto Firmino til á æfingu Liverpool. getty/Nick Taylor Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sendi nýjum eigendum Newcastle United pillu á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að þeir gætu eflaust keypt alla ensku úrvalsdeildina ef þeir hefðu áhuga á því. Sádí-arabíski fjárfestingasjóðurinn PIF gekk frá yfirtöku á Newcastle í síðustu viku. Nýju eigendurnir eru vellauðugir en auðæfi þeirra eru metin á 320 milljarða punda. Ekkert fótboltafélag í heiminum á núna ríkari eigendur en Newcastle. Stuðningsmenn Newcastle eru mjög spenntir fyrir komandi tímum en ekki eru allir jafn ánægðir. Ýmis mannréttindasamtök hafa gagnrýnt yfirtöku Sádí-Arabanna á Newcastle harðlega enda er staða mannréttinda þar í landi er afleit. Þá lýstu hin félögin í ensku úrvalsdeildinni yfir andstöðu við kaup Sádí-Arabanna á Newcastle. Á blaðamannafundi í dag sagði Klopp að ekki væri langt þar til Newcastle kæmist á toppinn á Englandi krafti auðæfa Sádí-Arabanna. „Það eru augljóslega áhyggjur af mannréttindum eins og við vitum öll. Hvað þýðir þetta fyrir fótboltann? Fyrir nokkrum mánuðum var mikið fjaðrafok vegna Ofurdeildarinnar, og það skiljanlega. Þetta er eins og að búa til ofurlið sem verður fastagestur í Meistaradeild Evrópu eftir nokkur ár. Það er alveg ljóst,“ sagði Klopp. „Ef eigendurnir eru þolinmóðir verða þeir með ofurlið eftir fimm til sex ár. Þeir eiga nógu mikinn pening til að kaupa alla ensku úrvalsdeildina og kannski vilja þeir það.“ Þriðja félagið sem er í eigu ríkis Klopp sagði jafnframt að fjárhagslegt bolmagn væri ekki ávísun á árangur og meira þurfi til. „Stuðningsmenn Newcastle elska þetta, að sjálfsögðu. En fyrir okkur hin er þetta nýtt ofurlið í Newcastle. Það er ekki hægt að kaupa allt með peningum. Þetta tekur tíma. Þeir hafa nógu mikinn tíma til að taka rangar ákvarðanir, svo réttar ákvarðanir og komast þangað sem þeir vilja,“ sagði Klopp. „Enska úrvalsdeildin hugsaði: prófum þetta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Þetta er þriðja félagið sem er í eigu ríkis. Við þurfum að glíma við þetta. Góðar ákvarðanir eru mikilvægari en peningar og þetta gerist ekki á einni nóttu. Það er ekki öruggt að Newcastle haldi sér uppi. Miklar breytingar eru í vændum.“ Liverpool sækir Watford heim í ensku úrvalsdeildinni á morgun á meðan Newcastle fær Tottenham í heimsókn í fyrsta leiknum eftir yfirtöku Sádí-Arabanna á félaginu. Enski boltinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira
Sádí-arabíski fjárfestingasjóðurinn PIF gekk frá yfirtöku á Newcastle í síðustu viku. Nýju eigendurnir eru vellauðugir en auðæfi þeirra eru metin á 320 milljarða punda. Ekkert fótboltafélag í heiminum á núna ríkari eigendur en Newcastle. Stuðningsmenn Newcastle eru mjög spenntir fyrir komandi tímum en ekki eru allir jafn ánægðir. Ýmis mannréttindasamtök hafa gagnrýnt yfirtöku Sádí-Arabanna á Newcastle harðlega enda er staða mannréttinda þar í landi er afleit. Þá lýstu hin félögin í ensku úrvalsdeildinni yfir andstöðu við kaup Sádí-Arabanna á Newcastle. Á blaðamannafundi í dag sagði Klopp að ekki væri langt þar til Newcastle kæmist á toppinn á Englandi krafti auðæfa Sádí-Arabanna. „Það eru augljóslega áhyggjur af mannréttindum eins og við vitum öll. Hvað þýðir þetta fyrir fótboltann? Fyrir nokkrum mánuðum var mikið fjaðrafok vegna Ofurdeildarinnar, og það skiljanlega. Þetta er eins og að búa til ofurlið sem verður fastagestur í Meistaradeild Evrópu eftir nokkur ár. Það er alveg ljóst,“ sagði Klopp. „Ef eigendurnir eru þolinmóðir verða þeir með ofurlið eftir fimm til sex ár. Þeir eiga nógu mikinn pening til að kaupa alla ensku úrvalsdeildina og kannski vilja þeir það.“ Þriðja félagið sem er í eigu ríkis Klopp sagði jafnframt að fjárhagslegt bolmagn væri ekki ávísun á árangur og meira þurfi til. „Stuðningsmenn Newcastle elska þetta, að sjálfsögðu. En fyrir okkur hin er þetta nýtt ofurlið í Newcastle. Það er ekki hægt að kaupa allt með peningum. Þetta tekur tíma. Þeir hafa nógu mikinn tíma til að taka rangar ákvarðanir, svo réttar ákvarðanir og komast þangað sem þeir vilja,“ sagði Klopp. „Enska úrvalsdeildin hugsaði: prófum þetta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Þetta er þriðja félagið sem er í eigu ríkis. Við þurfum að glíma við þetta. Góðar ákvarðanir eru mikilvægari en peningar og þetta gerist ekki á einni nóttu. Það er ekki öruggt að Newcastle haldi sér uppi. Miklar breytingar eru í vændum.“ Liverpool sækir Watford heim í ensku úrvalsdeildinni á morgun á meðan Newcastle fær Tottenham í heimsókn í fyrsta leiknum eftir yfirtöku Sádí-Arabanna á félaginu.
Enski boltinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira