Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Murkowski, David Balton nýskipaðan framkvæmdastjóra stýrihóps Hvíta Hússins í norðurslóðamálum og Ólaf Ragnar Grímsson formann Hrinigborðs norðurslóða, Arctic Circle á þingi þess í Hörpu um baráttuna gegn loftslagsbreytingunum.
Joe Biden forseti Bandaríkjanna hleypti nýju lífi í stýrihópinn eftir að hann tók við völdum. Balton segir átján stofnanir og deildir bandarísku stjórnsýslunnar koma að málefnum norðurslóða. Honum sé ætlað að samhæfa störf allra þessarra aðila því Biden stjórnin hafi mikinn áhuga á málefnum norðuslóða og loftlagsbreytingunum.

Murkowski segir frá því í viðtalinu hvernig málflutningur hennar hafi verið afgreiddur sem pólitískt pot fyrir hennar ríki Alaska þegar hún reyndi fyrst að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Þá hafi margir samflokksmanna hennar hreinlega ekki trúað að loftslagsbreytingarnar væru raunverulegar eða ekki viljað ræða þær því þá þyrftu þeir að viðurkenna vandann.
Ólafur Ragnar lýsti mikilli ánægju með að stjórnvöld í Bandaríkjunum kæmu nú af miklum krafti að málaflokknum. Hann hælir Murkowski fyrir þolgæði hennar en hún hefur mætt á öll þing Hringborðs norðurslóða frá upphafi árið 2013 og einnig ráðstefnur samtakanna í öðrum löndum. Hann sagðist vænta mikils af störfum Baltons en hann hefur í fyrri störfum sínum einnig oft mætt á Hringborðið.
Viðtal Heimis Más er mjög upplýsindi um hvað er að gerast í málefnum norðurslóða í Bandaríkjunum og samskiptum Bandaríkjamanna við umheiminn í þeim efnum.