„Hann er í hæsta gæðaflokki. Við sjáum það öll. Hver er betri en hann?“ sagði Klopp eftir sigur liðsins.
„Hann skilaði risaframmistöðu í dag. Stoðsendingin í fyrsta markinu var frábær og markið sem hann skoraði var einstakt.“
Salah hefur nú skorað í átta leikjum í röð fyrir Liverpool, en engum leikmanni hefur tekist að skora í jafn mörgum leikjum í röð síðan að Daniel Sturridge gerði slíkt hið sama fyrir sjö árum.
Markið sem Salah skoraði í dag þýðir líka að hann er nú markahæsti Afríkumaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, ásamt Didier Drogba, með 104 mörk.
😳 Mo Salah is on another level this season:
— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) October 16, 2021
Norwich ⚽🅰️🅰️
Burnley ❌
Chelsea ⚽
Leeds ⚽
Milan ⚽
Palace ⚽
Brentford ⚽
Porto ⚽⚽
Man City ⚽🅰️
Watford ⚽🅰️
Best player in the world right now? 🤔👀#bbcfootball #WATLIV