Gaupi heimsótti Gunnsastofu og þann reyndasta: Myndi aldrei taka krónu fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2021 11:30 Gunnþór Hermannsson á spjalli við Guðjón Guðmundsson í Gunnsastofu. S2 Sport Guðjón Guðmundsson var með skemmtilegt innslag í Seinni bylgjunni en hann hitti þá eina liðstjórann sem hefur verið í starfi í 23 ár og það í hans höfuðstöðvum Gunnsastofu. Eina frá Gaupa er reglulega á dagskrá í Seinni bylgjunni og svo var líka í gærkvöldi. „Gunnþór Hermannsson hefur staðið sig sem klettur í liðstjórastarfinu hjá HK í gegnum árin. Hann á fáa sína líka og hefur gengið í gegnum súrt og sætt með félaginu enda vakinn og sofinn yfir liðsstjórastarfinu sem hefur átt hug hans allan,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Gaupi spurði Gunnþór út í hans starf þegar hann var við hliðina á búningahenginu. „Það er bara að hafa þetta klárt fyrir leiki,“ sagði Gunnþór og benti á búningana. „Að þetta sé allt á staðnum, það sé í lagi með þetta og að það vanti ekkert. Bara láta mönnum líða vel held ég og reyna að styðja þá og styrkja eins og maður getur,“ sagði Gunnþór. Klippa: Seinni bylgjan: Eina í Gunnsastofu Það er allt í röð og reglu hjá liðsstjóranum og hann merkir alla fylgihluti upp á punkt og prik eins og Gaupi komst að orði. „Menn kom með sínar óskir og maður reynir að verða við því eins og maður getur. Menn eru kannski búnir að lyfta svo mikið að þeir vilja komast í stærri búning eða þeir eru búnir að leggja það mikið af að þeir vilji komast í minni búning. Maður reynir bara að bjarga því ef hægt er,“ sagði Gunnþór sem viðurkennir að hann sé tapsár. „Mér finnst ekki gaman að tapa og finnst það hundleiðinlegt. Ég verð ekki brjálaður yfir því. Ég er búinn að vera það lengi í þessu og vera á það mörgum leikjum að það þýðir ekkert,“ sagði Gunnþór sem er sjálfboðaliði. „Ég þigg ekki laun frá félaginu og myndi aldrei gera það. Þetta er bara áhugamálið mitt og félagið mitt. Ég tek ekki krónu fyrir,“ sagði Gunnþór. Það má sjá allt viðtalið við Gunnþór hér fyrir ofan. Seinni bylgjan Olís-deild karla HK Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Eina frá Gaupa er reglulega á dagskrá í Seinni bylgjunni og svo var líka í gærkvöldi. „Gunnþór Hermannsson hefur staðið sig sem klettur í liðstjórastarfinu hjá HK í gegnum árin. Hann á fáa sína líka og hefur gengið í gegnum súrt og sætt með félaginu enda vakinn og sofinn yfir liðsstjórastarfinu sem hefur átt hug hans allan,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Gaupi spurði Gunnþór út í hans starf þegar hann var við hliðina á búningahenginu. „Það er bara að hafa þetta klárt fyrir leiki,“ sagði Gunnþór og benti á búningana. „Að þetta sé allt á staðnum, það sé í lagi með þetta og að það vanti ekkert. Bara láta mönnum líða vel held ég og reyna að styðja þá og styrkja eins og maður getur,“ sagði Gunnþór. Klippa: Seinni bylgjan: Eina í Gunnsastofu Það er allt í röð og reglu hjá liðsstjóranum og hann merkir alla fylgihluti upp á punkt og prik eins og Gaupi komst að orði. „Menn kom með sínar óskir og maður reynir að verða við því eins og maður getur. Menn eru kannski búnir að lyfta svo mikið að þeir vilja komast í stærri búning eða þeir eru búnir að leggja það mikið af að þeir vilji komast í minni búning. Maður reynir bara að bjarga því ef hægt er,“ sagði Gunnþór sem viðurkennir að hann sé tapsár. „Mér finnst ekki gaman að tapa og finnst það hundleiðinlegt. Ég verð ekki brjálaður yfir því. Ég er búinn að vera það lengi í þessu og vera á það mörgum leikjum að það þýðir ekkert,“ sagði Gunnþór sem er sjálfboðaliði. „Ég þigg ekki laun frá félaginu og myndi aldrei gera það. Þetta er bara áhugamálið mitt og félagið mitt. Ég tek ekki krónu fyrir,“ sagði Gunnþór. Það má sjá allt viðtalið við Gunnþór hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan Olís-deild karla HK Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira