Verðhækkanir gætu „því miður“ orðið þrálátari en vonast var til Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2021 11:50 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að fáir hafi búist við því að vöruskortur og tilheyrandi verðhækkanir vegna kórónuveirufaraldursins yrðu jafnþrálatar og langvarandi og raun ber vitni. Tekið gæti ár að vinda ofan af vandanum. Fyrir vöruskortinum eru aðallega tvær ástæður; annars vegar hefur eftirspurn glæðst býsna hratt nú þegar faraldurinn er víða á undanhaldi og hins vegar hefur faraldurinn valdið víðtækum truflunum á alþjóðlegum framleiðsluleiðum. Þetta hefur meðal annars valdið hækkunum á vöruverði til neytenda hér á landi, að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Þær eru hóflegar á hefðbundinni dagvöru í búðum en orkuverð hefur hins vegar rokið upp. „Það kemur fram í verði á til dæmis flugfargjöldum, það er nokkuð sterkt tengt eldsneytisverðinu og eftir því sem þessi skortur verður útbreiddari og langvinnari og heimsmarkaðsverðið á aðföngum og endanlegum vörum hækkar meira þá eigum við eftir að sjá frekari áhrif koma fram í vörukörfunni okkar úti í búð,“ segir Jón Bjarki. Fáir bjuggust við svo sterkum sveiflum Ástandið hafi verið fyrirséð að vissu leyti. „En fáir bjuggust kannski við að sveiflurnar yrðu alveg svona sterkar og að það myndi taka jafnlangan tíma að vinda ofan af þeim eins og núna er útlit fyrir.“ Í einhverjum vöruflokkum gæti rofað til á næstu mánuðum en annars staðar gæti liðið alllangur tími þar til jafnvægi kemst á. „Og við verðum því miður á meðan að búa okkur undir að verðsveiflurnar og kannski þetta háa verð verði þrálátara en við vorum að vonast til,“ segir Jón Bjarki. „Á einstökum vöruflokkum sem þó eru ótrúlega mikilvægir, eins og þessar örflögur sem eru notaðar í svo margvíslegan tækjabúnað, þar gæti þetta tekið langt fram eftir næsta ári og sumir eru að spá að þar verði ekki komið fullkomið jafnvægi fyrr en einhvern tímann á árinu 2023.“ Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verðlag Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Fyrir vöruskortinum eru aðallega tvær ástæður; annars vegar hefur eftirspurn glæðst býsna hratt nú þegar faraldurinn er víða á undanhaldi og hins vegar hefur faraldurinn valdið víðtækum truflunum á alþjóðlegum framleiðsluleiðum. Þetta hefur meðal annars valdið hækkunum á vöruverði til neytenda hér á landi, að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Þær eru hóflegar á hefðbundinni dagvöru í búðum en orkuverð hefur hins vegar rokið upp. „Það kemur fram í verði á til dæmis flugfargjöldum, það er nokkuð sterkt tengt eldsneytisverðinu og eftir því sem þessi skortur verður útbreiddari og langvinnari og heimsmarkaðsverðið á aðföngum og endanlegum vörum hækkar meira þá eigum við eftir að sjá frekari áhrif koma fram í vörukörfunni okkar úti í búð,“ segir Jón Bjarki. Fáir bjuggust við svo sterkum sveiflum Ástandið hafi verið fyrirséð að vissu leyti. „En fáir bjuggust kannski við að sveiflurnar yrðu alveg svona sterkar og að það myndi taka jafnlangan tíma að vinda ofan af þeim eins og núna er útlit fyrir.“ Í einhverjum vöruflokkum gæti rofað til á næstu mánuðum en annars staðar gæti liðið alllangur tími þar til jafnvægi kemst á. „Og við verðum því miður á meðan að búa okkur undir að verðsveiflurnar og kannski þetta háa verð verði þrálátara en við vorum að vonast til,“ segir Jón Bjarki. „Á einstökum vöruflokkum sem þó eru ótrúlega mikilvægir, eins og þessar örflögur sem eru notaðar í svo margvíslegan tækjabúnað, þar gæti þetta tekið langt fram eftir næsta ári og sumir eru að spá að þar verði ekki komið fullkomið jafnvægi fyrr en einhvern tímann á árinu 2023.“
Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verðlag Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira