Þórólfur gefur heilbrigðisráðherra þrjá kosti Snorri Másson skrifar 18. október 2021 12:01 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði sjálfur til allsherjarafléttingu í lok júní. Þar fór sem fór. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að næstu skrefum í sóttvörnum hér innanlands. Valið er Svandísar Svavarsdóttur en sóttvarnalæknir telur að svigrúm sé til tilslakana. Gildandi takmarkanir renna út á miðvikudaginn, þannig að heilbrigðisráðherra hefur frest sem því nemur til að taka ákvörðun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur, ólíkt því sem jafnan hefur verið, ekki til að gera eitthvað eitt, heldur setur fram þrjá möguleika, 1. að halda óbreyttu ástandi, 2. að slaka til í skrefum eða 3. að aflétta alveg. Og hvað myndi hann gera ef hann mætti ráða? „Ég veit það ekki. Eins og ég hef sagt áður held ég að það séu forsendur núna til tilslakana og Landspítalinn hefur líka gefið það út. Ég held að við þurfum bara að horfa á hvað gæti gerst og vera tilbúin til að bregðast við því,“ segir Þórólfur Guðnason í samtali við fréttastofu. Sóttvarnaraðgerðir gegn Covid-19 en ekki öðru Eftir sem áður vill sóttvarnalæknir að takmarkanir taki mið af getu Landspítalans. Það vakti misjöfn viðbrögð þegar Þórólfur sagði í viðtali á dögunum að í ljósi RS-veiru og inflúensu kynni að vera varasamt að ráðast í miklar tilslakanir. Þar segir Þórólfur að menn séu að blanda saman ólíkum hlutum: „Ég var bara að benda á það að þessar tvær veirusýkingar, sem koma á hverju ári, gætu valdið auknu álagi á spítalana. Meira álagi en áður, sem myndi þá gera þol okkar á spítalanum fyrir Covid-19 enn minna. Ég held að við þurfum að horfa á þol spítalans og mér finnst það mjög óábyrgt ef stjórnvöld vilja ekki skoða þann möguleika og skoða þetta í þessu ljósi. Ég er ekki að tala um sóttvarnaraðgerðir gegn RS og inflúensu, ég er að tala um sóttvarnaraðgerðir gegn Covid-19 og það þol sem spítalinn hefur þegar þessar tvær veirur eru að ganga.“ Þórólfur er almennt búinn að standa sig vel. Að tala fyrir áframhaldandi sóttvörnum út af inflúensu og rs veiru er hinsvegar svolítið að teygja covid sóttvarnirnar sem við viljum öll taka þátt í. Það mun bara draga úr vilja þjóðarinnar til að taka þátt í nauðsynlegum aðgerðum.— Svanborg Sigmarsd (@Svanb) October 13, 2021 Þetta tweet á enn við https://t.co/Jbw6CC5eKc pic.twitter.com/Q9zMzkgu5k— Katrín Atladóttir (@katrinat) October 13, 2021 Það var Þórólfur sem lagði það til í lok júní að aflétta öllum takmörkunum en það var skammvinn skemmtun enda fór af stað stærsta bylgja hingað til í kjölfarið. Samkomutakmarkanir tóku aftur gildi í lok júlí. „Það gafst ekki vel og við sjáum líka hvað er að gerast á Norðurlöndunum. Þar gengur nokkuð vel en það er ekki komin löng reynsla á það. Það er aukning á tilfellum í Danmörku en hvað það stendur lengi og hve alvarlegt það verður á eftir að koma í ljós,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Katrín og Svandís horfa til Norðurlandanna þar sem engar takmarkanir eru í gildi Íslensk stjórnvöld líta til þess að öll hin Norðurlöndin hafa nú aflétt öllum innanlandstakmörkunum sem ætlað var að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. október 2021 10:14 Danir bjóða öllum þriðju sprautuna Öllum Dönum mun bjóðast þriðji bóluefnisskammturinn gegn Covid-19. Þetta tilkynnti Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra í dag. 15. október 2021 16:38 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Gildandi takmarkanir renna út á miðvikudaginn, þannig að heilbrigðisráðherra hefur frest sem því nemur til að taka ákvörðun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur, ólíkt því sem jafnan hefur verið, ekki til að gera eitthvað eitt, heldur setur fram þrjá möguleika, 1. að halda óbreyttu ástandi, 2. að slaka til í skrefum eða 3. að aflétta alveg. Og hvað myndi hann gera ef hann mætti ráða? „Ég veit það ekki. Eins og ég hef sagt áður held ég að það séu forsendur núna til tilslakana og Landspítalinn hefur líka gefið það út. Ég held að við þurfum bara að horfa á hvað gæti gerst og vera tilbúin til að bregðast við því,“ segir Þórólfur Guðnason í samtali við fréttastofu. Sóttvarnaraðgerðir gegn Covid-19 en ekki öðru Eftir sem áður vill sóttvarnalæknir að takmarkanir taki mið af getu Landspítalans. Það vakti misjöfn viðbrögð þegar Þórólfur sagði í viðtali á dögunum að í ljósi RS-veiru og inflúensu kynni að vera varasamt að ráðast í miklar tilslakanir. Þar segir Þórólfur að menn séu að blanda saman ólíkum hlutum: „Ég var bara að benda á það að þessar tvær veirusýkingar, sem koma á hverju ári, gætu valdið auknu álagi á spítalana. Meira álagi en áður, sem myndi þá gera þol okkar á spítalanum fyrir Covid-19 enn minna. Ég held að við þurfum að horfa á þol spítalans og mér finnst það mjög óábyrgt ef stjórnvöld vilja ekki skoða þann möguleika og skoða þetta í þessu ljósi. Ég er ekki að tala um sóttvarnaraðgerðir gegn RS og inflúensu, ég er að tala um sóttvarnaraðgerðir gegn Covid-19 og það þol sem spítalinn hefur þegar þessar tvær veirur eru að ganga.“ Þórólfur er almennt búinn að standa sig vel. Að tala fyrir áframhaldandi sóttvörnum út af inflúensu og rs veiru er hinsvegar svolítið að teygja covid sóttvarnirnar sem við viljum öll taka þátt í. Það mun bara draga úr vilja þjóðarinnar til að taka þátt í nauðsynlegum aðgerðum.— Svanborg Sigmarsd (@Svanb) October 13, 2021 Þetta tweet á enn við https://t.co/Jbw6CC5eKc pic.twitter.com/Q9zMzkgu5k— Katrín Atladóttir (@katrinat) October 13, 2021 Það var Þórólfur sem lagði það til í lok júní að aflétta öllum takmörkunum en það var skammvinn skemmtun enda fór af stað stærsta bylgja hingað til í kjölfarið. Samkomutakmarkanir tóku aftur gildi í lok júlí. „Það gafst ekki vel og við sjáum líka hvað er að gerast á Norðurlöndunum. Þar gengur nokkuð vel en það er ekki komin löng reynsla á það. Það er aukning á tilfellum í Danmörku en hvað það stendur lengi og hve alvarlegt það verður á eftir að koma í ljós,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Katrín og Svandís horfa til Norðurlandanna þar sem engar takmarkanir eru í gildi Íslensk stjórnvöld líta til þess að öll hin Norðurlöndin hafa nú aflétt öllum innanlandstakmörkunum sem ætlað var að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. október 2021 10:14 Danir bjóða öllum þriðju sprautuna Öllum Dönum mun bjóðast þriðji bóluefnisskammturinn gegn Covid-19. Þetta tilkynnti Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra í dag. 15. október 2021 16:38 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Katrín og Svandís horfa til Norðurlandanna þar sem engar takmarkanir eru í gildi Íslensk stjórnvöld líta til þess að öll hin Norðurlöndin hafa nú aflétt öllum innanlandstakmörkunum sem ætlað var að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. október 2021 10:14
Danir bjóða öllum þriðju sprautuna Öllum Dönum mun bjóðast þriðji bóluefnisskammturinn gegn Covid-19. Þetta tilkynnti Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra í dag. 15. október 2021 16:38
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent