Netárás á Háskólann í Reykjavík og lausnargjalds krafist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2021 15:05 Ragnhildur Helgadóttir er nýlega tekin við sem rektor Háskólans í Reykjavík. Aðsend Tölvuárás var gerð á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku og skrár dulkóðaðar. Svo virðist sem að um einangraða árás á einn póstþjón hafi verið að ræða, sem hafi valdið takmörkuðum skaða. Svo segir í tilkynningu frá HR. Þar segir að tölvupóstar nemenda séu geymdir í „skýinu“ og því ekki orðið fyrir árásinni. Enn sem komið er séu engar vísbendingar um að önnur upplýsingakerfi háskólans hafi orðið fyrir áhrifum af árásinni. „Starfsmenn upplýsingatækni háskólans hafa unnið að því um helgina að koma í veg fyrir tjón af völdum árásarinnar og meta umfang hennar og áhrif. Sú vinna er enn í gangi með helstu sérfræðingum landsins á sviði tölvuglæpa, frá Advania, tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis, lögreglu og fleirum. Auk lögreglu hefur Persónuvernd og netöryggissveitinni CERT-IS verið tilkynnt um málið,“ segir í tilkynningunni. Fyrstu viðbrögð háskólans hafi miðað að því að stöðva árásina og koma tölvupóstþjónustu aftur af stað, auk þess að fara yfir aðra þjóna og kerfi til að tryggja öryggi gagna. Nú sé unnið að eftirgreiningu, þar með talið að greina hvaða spilliforrit hafi verið notað við árásina, umfang hennar og líkur á hvort að gögn hafi verið afrituð. „Allt bendir til að um tilfallandi árás sé að ræða, bundna við einn póstþjón, sem hafi ekki leitt til upplýsingataps eða gagnaleka. Þar til eftirgreiningu er lokið er þó ekki hægt að slá því alveg föstu. Talið er líklegast að tölvuþrjótarnir hafi nýtt sér veikleika í póstþjóninum og komist þannig inn. Nýuppsettir póstþjónar háskólans eru uppfærðir þannig að þeir veikleikar eru ekki til staðar. “ Farið fram á lausnargjald Á póstþjóninum var skilið eftir bréf þar sem þess er krafist að háskólinn greiði 10.000 dollara lausnargjald (um 1,3 milljónir króna), ella verði tölvupóstar starfsmanna gerðir opinberir. „Gefinn er 14 daga frestur til að greiða lausnargjaldið. Hvort tveggja er mjög óvenjulegt sem kann að benda til að ekki sé um vel skipulagða árás að ræða. Afstaða HR er skýr um að háskólinn mun ekki láta undan fjárkúgun og er sú afstaða í samræmi við leiðbeiningar lögreglu til þeirra sem verða fyrir tölvuglæpum.“ Þó ekki sé hægt að útiloka gagnaleka, sjáist engir stórir toppar í gagnastreymi frá póstþjóninum og því ólíklegt að mikið magn gagna hafi verið afritað og sent úr húsi. Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík segir það slæmt að verða fyrir slíkri árás en þær séu algengari en flestir geri sér grein fyrir. Hundleiðinlegt geti skólar ekki staðið í fæturna „Við erum að vinna með færustu sérfræðingum landsins á sviði tölvuglæpa og er sagt af þeim að almennt séu tölvuöryggismál HR í góðu lagi, þó það hafi ekki dugað til að koma í veg fyrir árás í þessu tilviki.“ Hún segir jafnframt mikilvægt að fjallað sé opinberlega um slíkar árásir. „Þetta er hundleiðinlegt en ef háskólar geta ekki staðið í fæturna og sagt frá þegar á þeim og mögulega friðhelgi starfsfólks þeirra er brotið, þá er erfitt að ætlast til þess af öðrum.“ Starfsmenn upplýsingatækni háskólans muni vinna áfram með sérfræðingum Syndis og Advania að rannsóknum á þjónum HR næstu daga og vikur. Þá verði áfram unnið með þessum aðilum að því að tryggja öruggt upplýsingaumhverfi í HR, og hvernig megi enn bæta varnir og viðbrögð við tölvuglæpum. Lögreglumál Netglæpir Netöryggi Háskólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Þar segir að tölvupóstar nemenda séu geymdir í „skýinu“ og því ekki orðið fyrir árásinni. Enn sem komið er séu engar vísbendingar um að önnur upplýsingakerfi háskólans hafi orðið fyrir áhrifum af árásinni. „Starfsmenn upplýsingatækni háskólans hafa unnið að því um helgina að koma í veg fyrir tjón af völdum árásarinnar og meta umfang hennar og áhrif. Sú vinna er enn í gangi með helstu sérfræðingum landsins á sviði tölvuglæpa, frá Advania, tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis, lögreglu og fleirum. Auk lögreglu hefur Persónuvernd og netöryggissveitinni CERT-IS verið tilkynnt um málið,“ segir í tilkynningunni. Fyrstu viðbrögð háskólans hafi miðað að því að stöðva árásina og koma tölvupóstþjónustu aftur af stað, auk þess að fara yfir aðra þjóna og kerfi til að tryggja öryggi gagna. Nú sé unnið að eftirgreiningu, þar með talið að greina hvaða spilliforrit hafi verið notað við árásina, umfang hennar og líkur á hvort að gögn hafi verið afrituð. „Allt bendir til að um tilfallandi árás sé að ræða, bundna við einn póstþjón, sem hafi ekki leitt til upplýsingataps eða gagnaleka. Þar til eftirgreiningu er lokið er þó ekki hægt að slá því alveg föstu. Talið er líklegast að tölvuþrjótarnir hafi nýtt sér veikleika í póstþjóninum og komist þannig inn. Nýuppsettir póstþjónar háskólans eru uppfærðir þannig að þeir veikleikar eru ekki til staðar. “ Farið fram á lausnargjald Á póstþjóninum var skilið eftir bréf þar sem þess er krafist að háskólinn greiði 10.000 dollara lausnargjald (um 1,3 milljónir króna), ella verði tölvupóstar starfsmanna gerðir opinberir. „Gefinn er 14 daga frestur til að greiða lausnargjaldið. Hvort tveggja er mjög óvenjulegt sem kann að benda til að ekki sé um vel skipulagða árás að ræða. Afstaða HR er skýr um að háskólinn mun ekki láta undan fjárkúgun og er sú afstaða í samræmi við leiðbeiningar lögreglu til þeirra sem verða fyrir tölvuglæpum.“ Þó ekki sé hægt að útiloka gagnaleka, sjáist engir stórir toppar í gagnastreymi frá póstþjóninum og því ólíklegt að mikið magn gagna hafi verið afritað og sent úr húsi. Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík segir það slæmt að verða fyrir slíkri árás en þær séu algengari en flestir geri sér grein fyrir. Hundleiðinlegt geti skólar ekki staðið í fæturna „Við erum að vinna með færustu sérfræðingum landsins á sviði tölvuglæpa og er sagt af þeim að almennt séu tölvuöryggismál HR í góðu lagi, þó það hafi ekki dugað til að koma í veg fyrir árás í þessu tilviki.“ Hún segir jafnframt mikilvægt að fjallað sé opinberlega um slíkar árásir. „Þetta er hundleiðinlegt en ef háskólar geta ekki staðið í fæturna og sagt frá þegar á þeim og mögulega friðhelgi starfsfólks þeirra er brotið, þá er erfitt að ætlast til þess af öðrum.“ Starfsmenn upplýsingatækni háskólans muni vinna áfram með sérfræðingum Syndis og Advania að rannsóknum á þjónum HR næstu daga og vikur. Þá verði áfram unnið með þessum aðilum að því að tryggja öruggt upplýsingaumhverfi í HR, og hvernig megi enn bæta varnir og viðbrögð við tölvuglæpum.
Lögreglumál Netglæpir Netöryggi Háskólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira