Áhrif stúdenta á uppbyggingu háskólasvæðisins Gréta Dögg Þórisdóttir skrifar 19. október 2021 10:01 Aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði er jafnréttismál. Almennt leiguverð á höfuðborgarsvæðinu og þá sér í lagi í nærumhverfi Háskóla Íslands er of hátt og þar með er aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði ekki tryggt. Framboð stúdentaíbúða þarf að vera nægilegt til að tryggja öllum stúdentum jafnt aðgengi að námi, þá sérstaklega stúdentum af landsbyggðinni og erlendum nemum. Því er eðlilegt að lögð sé áhersla á húsnæðismál í hagsmunabaráttu stúdenta. Í nóvember 2017 stóð Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, fyrir eftirminnilegum tjaldmótmælum á reitnum við Gamla Garð til að ítreka kröfur stúdenta um frekari uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Þá hafði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 13% milli áranna 2016 og 2017 en húsnæðisgrunnur námslána einungis um tæp 3% og biðlistar eftir stúdentaíbúðum langir. Tvísýnt var um uppbyggingu við reitinn eftir umsögn Minjastofnunar og barðist Stúdentaráð Háskóla Íslands, undir forystu Röskvu, fyrir uppbyggingu stúdentaíbúða. Það var þáverandi formaður Stúdentaráðs og fulltrúi Röskvu í háskólaráði, Ragna Sigurðardóttir, sem leiddi baráttuna um að HÍ stæði við samkomulag sitt við Reykjavíkurborg um uppbyggingu á reitnum. Röskvuliðar fjölmenntu á mótmæli á nýjan leik ári seinna, en í nóvember 2018 efndi Elísabet Brynjarsdóttir, þáverandi forseti Stúdentaráðs í umboði Röskvu, til setumótmæla á rektorsgangi vegna seinagangs í málinu og kröfðust stúdentar skýrrar tímalínu um málið. Öflug hagsmunabarátta stúdenta og gott samstarf við Félagsstofnun stúdenta leiddi til þess að HÍ stóð við gefna tímalínu og veturinn 2019 hófust framkvæmdir á reitnum. Í liðinni viku fögnuðu Röskvuliðar vígslu nýrrar viðbyggingar Gamla Garðs og hafa stúdentar nú þegar flutt inn í íbúðirnar. Um leið og Röskva fagnar þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað á síðustu árum er mikilvægt að horfa fram á veginn og hafa skýra sýn á framtíð háskólasvæðisins. Við viljum að svæðið þróist í átt að sjálfbærari heild á næstu árum og er fjölgun stúdentaíbúða mikilvægur liður í þeirri þróun. Því er brýnt að Félagsstofnun stúdenta haldi áfram að byggja stúdentaíbúðir í samvinnu við borgaryfirvöld og Háskóla Íslands og nái markmiði sínu að til séu stúdentaíbúðir fyrir að minnsta kosti 15% stúdenta sem skráð eru í nám við skólann. Um þessar mundir stendur stjórnvöldum til boða að festa kaup á húsnæði Hótel Sögu háskólanum til afnota sem ekki einungis myndi stuðla að þéttara háskólasamfélagi heldur einnig gera Félagsstofnun stúdenta kleift að auka þjónustu sína og auka framboð stúdentaíbúða. Röskva skorar á stjórnvöld að grípa þetta tækifæri og fjárfesta í háskólasamfélaginu. Frá því að Röskva tók við meirihluta hafa mörg hagsmunamál stúdenta áunnist með faglegum vinnubrögðum Stúdentaráðs, auknum sýnileika og öflugu og málefnalegu innra starfi sem gerir stúdentum kleift að hafa áhrif á þau mál sem okkur snerta, sem og samfélagið allt. Höfundur er kosningastýra Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði er jafnréttismál. Almennt leiguverð á höfuðborgarsvæðinu og þá sér í lagi í nærumhverfi Háskóla Íslands er of hátt og þar með er aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði ekki tryggt. Framboð stúdentaíbúða þarf að vera nægilegt til að tryggja öllum stúdentum jafnt aðgengi að námi, þá sérstaklega stúdentum af landsbyggðinni og erlendum nemum. Því er eðlilegt að lögð sé áhersla á húsnæðismál í hagsmunabaráttu stúdenta. Í nóvember 2017 stóð Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, fyrir eftirminnilegum tjaldmótmælum á reitnum við Gamla Garð til að ítreka kröfur stúdenta um frekari uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Þá hafði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 13% milli áranna 2016 og 2017 en húsnæðisgrunnur námslána einungis um tæp 3% og biðlistar eftir stúdentaíbúðum langir. Tvísýnt var um uppbyggingu við reitinn eftir umsögn Minjastofnunar og barðist Stúdentaráð Háskóla Íslands, undir forystu Röskvu, fyrir uppbyggingu stúdentaíbúða. Það var þáverandi formaður Stúdentaráðs og fulltrúi Röskvu í háskólaráði, Ragna Sigurðardóttir, sem leiddi baráttuna um að HÍ stæði við samkomulag sitt við Reykjavíkurborg um uppbyggingu á reitnum. Röskvuliðar fjölmenntu á mótmæli á nýjan leik ári seinna, en í nóvember 2018 efndi Elísabet Brynjarsdóttir, þáverandi forseti Stúdentaráðs í umboði Röskvu, til setumótmæla á rektorsgangi vegna seinagangs í málinu og kröfðust stúdentar skýrrar tímalínu um málið. Öflug hagsmunabarátta stúdenta og gott samstarf við Félagsstofnun stúdenta leiddi til þess að HÍ stóð við gefna tímalínu og veturinn 2019 hófust framkvæmdir á reitnum. Í liðinni viku fögnuðu Röskvuliðar vígslu nýrrar viðbyggingar Gamla Garðs og hafa stúdentar nú þegar flutt inn í íbúðirnar. Um leið og Röskva fagnar þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað á síðustu árum er mikilvægt að horfa fram á veginn og hafa skýra sýn á framtíð háskólasvæðisins. Við viljum að svæðið þróist í átt að sjálfbærari heild á næstu árum og er fjölgun stúdentaíbúða mikilvægur liður í þeirri þróun. Því er brýnt að Félagsstofnun stúdenta haldi áfram að byggja stúdentaíbúðir í samvinnu við borgaryfirvöld og Háskóla Íslands og nái markmiði sínu að til séu stúdentaíbúðir fyrir að minnsta kosti 15% stúdenta sem skráð eru í nám við skólann. Um þessar mundir stendur stjórnvöldum til boða að festa kaup á húsnæði Hótel Sögu háskólanum til afnota sem ekki einungis myndi stuðla að þéttara háskólasamfélagi heldur einnig gera Félagsstofnun stúdenta kleift að auka þjónustu sína og auka framboð stúdentaíbúða. Röskva skorar á stjórnvöld að grípa þetta tækifæri og fjárfesta í háskólasamfélaginu. Frá því að Röskva tók við meirihluta hafa mörg hagsmunamál stúdenta áunnist með faglegum vinnubrögðum Stúdentaráðs, auknum sýnileika og öflugu og málefnalegu innra starfi sem gerir stúdentum kleift að hafa áhrif á þau mál sem okkur snerta, sem og samfélagið allt. Höfundur er kosningastýra Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar