Skólp aðeins grófhreinsað við Ánanaust næstu þrjár vikur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2021 11:48 Starfsmenn Veitna í hreinsistöðinni við Ánanaust. Veitur Hreinsistöð skólps við Ánanaust verður tekin úr rekstri á morgun og verður óstarfhæf í um þrjár vikur. Skólpið verður á þeim tíma grófhreinsað áður en því verður veitt í sjó. Kólígerlamagn verður því talsvert yfir viðmiðunarmörkum þennan tíma. Í tilkynningu frá Veitum segir að skipta þurfi um svokallað „trompet“, nokkurs konar safnlögn þar sem straumar þriggja útrásardæla stöðvarinnar sameinast í einn djúpt í iðrum stöðvarinnar. Frá trompetinu er hreinsuðu skólpi dælt um 4 km út á Faxaflóa þar sem sjórinn tekur við því og brýtur niður lífrænu efnin. Trompetið er því síðasti viðkomustaður fráveituvatnsins áður en það yfirgefur hreinsimannvirkið. Trompetið er í grunninn ryðfrí stálpípa, um 10 m löng, 1200mm að þvermáli og vegur samansett um 1,5 tonn. Fjarlægja þarf það um lúgu í lofti rýmisins. Að því loknu verður nýja trompetinu komið fyrir og það tengt dælum í þröngum og krefjandi aðstæðum. Viðgerðir báru ekki árangur Undanfarna mánuði hafa komið lekar að trompetinu og hafa verið gerðar tilraunir til að bæta það en árangur hefur verið takmarkaður. Því var tekin ákvörðun um að skipta því út fyrir nýtt og hafinn undirbúningur og hönnun á nýju stykki auk innkaupa á öðrum tengdum búnaði, svo sem lokum og þönum. Umrædd hreinsistöð sem lokuð verður næstu þrjár vikur.Veitur Þar sem þetta er afar stór og flókinn búnaður hefur hönnun hans reynst tímafrek og smíðin krefjandi auk þess sem erfitt hefur reynst að útvega efni, að því er fram kemur í tilkynningu Veitna. Vel fylgst með fjörum Grófhreinsun skólps felur í sér að allt rusl er fjarlægt úr því áður en það yfirgefur hreinsistöðina. Með þessu er komið í veg fyrir að fast efni endi í fjöruborði, en kólígerlamagn verður af þeim ástæðum talsvert hærra en viðmiðunarmörk gera ráð fyrir, á meðan á aðgerðinni stendur. Þrátt fyrir að grófhreinsun skólpsins komi í veg fyrir að rusl fari í sjó, og í framhaldinu í fjörur við borgina, munu Veitur láta fylgjast reglulega með ástandinu í fjörunum á meðan á lokuninni stendur og hreinsa þær ef á þarf að halda. Veitum þykir rétt að minna á að klósett eru ekki ruslafötur, í þau á ekkert að fara nema líkamlegur úrgangur og klósettpappír. Meira um skólp Í gegnum fráveitukerfið á höfuðborgarsvæðinu fer allt það sem sturtað er niður í klósett, vatn frá sturtum, baði, vöskum, þvottavélum og öðrum heimilistækjum sem nota heitt eða kalt vatn. Hitaveituvatn frá hitun híbýla er stór hluti skólpsins sem er frábrugðið skólpi víðast hvar erlendis. Í eldri hverfum borgarinnar tekur fráveitukerfið einnig við regnvatni og öðru vatni af yfirborði en á 7. áratugnum var farið að leggja tvöfalt kerfi og í þeim fer yfirborðsvatn aðrar leiðir til sjávar en skólpið. Reykjavík Umhverfismál Skólp Tengdar fréttir Vakta fjörur eftir bilun í hreinsistöð Komið hefur upp bilun í hreinsistöð við Ánanaust í Reykjavík og fer því óhreinsað skólp í sjó. 1. október 2021 14:56 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sjá meira
Í tilkynningu frá Veitum segir að skipta þurfi um svokallað „trompet“, nokkurs konar safnlögn þar sem straumar þriggja útrásardæla stöðvarinnar sameinast í einn djúpt í iðrum stöðvarinnar. Frá trompetinu er hreinsuðu skólpi dælt um 4 km út á Faxaflóa þar sem sjórinn tekur við því og brýtur niður lífrænu efnin. Trompetið er því síðasti viðkomustaður fráveituvatnsins áður en það yfirgefur hreinsimannvirkið. Trompetið er í grunninn ryðfrí stálpípa, um 10 m löng, 1200mm að þvermáli og vegur samansett um 1,5 tonn. Fjarlægja þarf það um lúgu í lofti rýmisins. Að því loknu verður nýja trompetinu komið fyrir og það tengt dælum í þröngum og krefjandi aðstæðum. Viðgerðir báru ekki árangur Undanfarna mánuði hafa komið lekar að trompetinu og hafa verið gerðar tilraunir til að bæta það en árangur hefur verið takmarkaður. Því var tekin ákvörðun um að skipta því út fyrir nýtt og hafinn undirbúningur og hönnun á nýju stykki auk innkaupa á öðrum tengdum búnaði, svo sem lokum og þönum. Umrædd hreinsistöð sem lokuð verður næstu þrjár vikur.Veitur Þar sem þetta er afar stór og flókinn búnaður hefur hönnun hans reynst tímafrek og smíðin krefjandi auk þess sem erfitt hefur reynst að útvega efni, að því er fram kemur í tilkynningu Veitna. Vel fylgst með fjörum Grófhreinsun skólps felur í sér að allt rusl er fjarlægt úr því áður en það yfirgefur hreinsistöðina. Með þessu er komið í veg fyrir að fast efni endi í fjöruborði, en kólígerlamagn verður af þeim ástæðum talsvert hærra en viðmiðunarmörk gera ráð fyrir, á meðan á aðgerðinni stendur. Þrátt fyrir að grófhreinsun skólpsins komi í veg fyrir að rusl fari í sjó, og í framhaldinu í fjörur við borgina, munu Veitur láta fylgjast reglulega með ástandinu í fjörunum á meðan á lokuninni stendur og hreinsa þær ef á þarf að halda. Veitum þykir rétt að minna á að klósett eru ekki ruslafötur, í þau á ekkert að fara nema líkamlegur úrgangur og klósettpappír. Meira um skólp Í gegnum fráveitukerfið á höfuðborgarsvæðinu fer allt það sem sturtað er niður í klósett, vatn frá sturtum, baði, vöskum, þvottavélum og öðrum heimilistækjum sem nota heitt eða kalt vatn. Hitaveituvatn frá hitun híbýla er stór hluti skólpsins sem er frábrugðið skólpi víðast hvar erlendis. Í eldri hverfum borgarinnar tekur fráveitukerfið einnig við regnvatni og öðru vatni af yfirborði en á 7. áratugnum var farið að leggja tvöfalt kerfi og í þeim fer yfirborðsvatn aðrar leiðir til sjávar en skólpið.
Reykjavík Umhverfismál Skólp Tengdar fréttir Vakta fjörur eftir bilun í hreinsistöð Komið hefur upp bilun í hreinsistöð við Ánanaust í Reykjavík og fer því óhreinsað skólp í sjó. 1. október 2021 14:56 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sjá meira
Vakta fjörur eftir bilun í hreinsistöð Komið hefur upp bilun í hreinsistöð við Ánanaust í Reykjavík og fer því óhreinsað skólp í sjó. 1. október 2021 14:56
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent