Skólp aðeins grófhreinsað við Ánanaust næstu þrjár vikur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2021 11:48 Starfsmenn Veitna í hreinsistöðinni við Ánanaust. Veitur Hreinsistöð skólps við Ánanaust verður tekin úr rekstri á morgun og verður óstarfhæf í um þrjár vikur. Skólpið verður á þeim tíma grófhreinsað áður en því verður veitt í sjó. Kólígerlamagn verður því talsvert yfir viðmiðunarmörkum þennan tíma. Í tilkynningu frá Veitum segir að skipta þurfi um svokallað „trompet“, nokkurs konar safnlögn þar sem straumar þriggja útrásardæla stöðvarinnar sameinast í einn djúpt í iðrum stöðvarinnar. Frá trompetinu er hreinsuðu skólpi dælt um 4 km út á Faxaflóa þar sem sjórinn tekur við því og brýtur niður lífrænu efnin. Trompetið er því síðasti viðkomustaður fráveituvatnsins áður en það yfirgefur hreinsimannvirkið. Trompetið er í grunninn ryðfrí stálpípa, um 10 m löng, 1200mm að þvermáli og vegur samansett um 1,5 tonn. Fjarlægja þarf það um lúgu í lofti rýmisins. Að því loknu verður nýja trompetinu komið fyrir og það tengt dælum í þröngum og krefjandi aðstæðum. Viðgerðir báru ekki árangur Undanfarna mánuði hafa komið lekar að trompetinu og hafa verið gerðar tilraunir til að bæta það en árangur hefur verið takmarkaður. Því var tekin ákvörðun um að skipta því út fyrir nýtt og hafinn undirbúningur og hönnun á nýju stykki auk innkaupa á öðrum tengdum búnaði, svo sem lokum og þönum. Umrædd hreinsistöð sem lokuð verður næstu þrjár vikur.Veitur Þar sem þetta er afar stór og flókinn búnaður hefur hönnun hans reynst tímafrek og smíðin krefjandi auk þess sem erfitt hefur reynst að útvega efni, að því er fram kemur í tilkynningu Veitna. Vel fylgst með fjörum Grófhreinsun skólps felur í sér að allt rusl er fjarlægt úr því áður en það yfirgefur hreinsistöðina. Með þessu er komið í veg fyrir að fast efni endi í fjöruborði, en kólígerlamagn verður af þeim ástæðum talsvert hærra en viðmiðunarmörk gera ráð fyrir, á meðan á aðgerðinni stendur. Þrátt fyrir að grófhreinsun skólpsins komi í veg fyrir að rusl fari í sjó, og í framhaldinu í fjörur við borgina, munu Veitur láta fylgjast reglulega með ástandinu í fjörunum á meðan á lokuninni stendur og hreinsa þær ef á þarf að halda. Veitum þykir rétt að minna á að klósett eru ekki ruslafötur, í þau á ekkert að fara nema líkamlegur úrgangur og klósettpappír. Meira um skólp Í gegnum fráveitukerfið á höfuðborgarsvæðinu fer allt það sem sturtað er niður í klósett, vatn frá sturtum, baði, vöskum, þvottavélum og öðrum heimilistækjum sem nota heitt eða kalt vatn. Hitaveituvatn frá hitun híbýla er stór hluti skólpsins sem er frábrugðið skólpi víðast hvar erlendis. Í eldri hverfum borgarinnar tekur fráveitukerfið einnig við regnvatni og öðru vatni af yfirborði en á 7. áratugnum var farið að leggja tvöfalt kerfi og í þeim fer yfirborðsvatn aðrar leiðir til sjávar en skólpið. Reykjavík Umhverfismál Skólp Tengdar fréttir Vakta fjörur eftir bilun í hreinsistöð Komið hefur upp bilun í hreinsistöð við Ánanaust í Reykjavík og fer því óhreinsað skólp í sjó. 1. október 2021 14:56 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Sjá meira
Í tilkynningu frá Veitum segir að skipta þurfi um svokallað „trompet“, nokkurs konar safnlögn þar sem straumar þriggja útrásardæla stöðvarinnar sameinast í einn djúpt í iðrum stöðvarinnar. Frá trompetinu er hreinsuðu skólpi dælt um 4 km út á Faxaflóa þar sem sjórinn tekur við því og brýtur niður lífrænu efnin. Trompetið er því síðasti viðkomustaður fráveituvatnsins áður en það yfirgefur hreinsimannvirkið. Trompetið er í grunninn ryðfrí stálpípa, um 10 m löng, 1200mm að þvermáli og vegur samansett um 1,5 tonn. Fjarlægja þarf það um lúgu í lofti rýmisins. Að því loknu verður nýja trompetinu komið fyrir og það tengt dælum í þröngum og krefjandi aðstæðum. Viðgerðir báru ekki árangur Undanfarna mánuði hafa komið lekar að trompetinu og hafa verið gerðar tilraunir til að bæta það en árangur hefur verið takmarkaður. Því var tekin ákvörðun um að skipta því út fyrir nýtt og hafinn undirbúningur og hönnun á nýju stykki auk innkaupa á öðrum tengdum búnaði, svo sem lokum og þönum. Umrædd hreinsistöð sem lokuð verður næstu þrjár vikur.Veitur Þar sem þetta er afar stór og flókinn búnaður hefur hönnun hans reynst tímafrek og smíðin krefjandi auk þess sem erfitt hefur reynst að útvega efni, að því er fram kemur í tilkynningu Veitna. Vel fylgst með fjörum Grófhreinsun skólps felur í sér að allt rusl er fjarlægt úr því áður en það yfirgefur hreinsistöðina. Með þessu er komið í veg fyrir að fast efni endi í fjöruborði, en kólígerlamagn verður af þeim ástæðum talsvert hærra en viðmiðunarmörk gera ráð fyrir, á meðan á aðgerðinni stendur. Þrátt fyrir að grófhreinsun skólpsins komi í veg fyrir að rusl fari í sjó, og í framhaldinu í fjörur við borgina, munu Veitur láta fylgjast reglulega með ástandinu í fjörunum á meðan á lokuninni stendur og hreinsa þær ef á þarf að halda. Veitum þykir rétt að minna á að klósett eru ekki ruslafötur, í þau á ekkert að fara nema líkamlegur úrgangur og klósettpappír. Meira um skólp Í gegnum fráveitukerfið á höfuðborgarsvæðinu fer allt það sem sturtað er niður í klósett, vatn frá sturtum, baði, vöskum, þvottavélum og öðrum heimilistækjum sem nota heitt eða kalt vatn. Hitaveituvatn frá hitun híbýla er stór hluti skólpsins sem er frábrugðið skólpi víðast hvar erlendis. Í eldri hverfum borgarinnar tekur fráveitukerfið einnig við regnvatni og öðru vatni af yfirborði en á 7. áratugnum var farið að leggja tvöfalt kerfi og í þeim fer yfirborðsvatn aðrar leiðir til sjávar en skólpið.
Reykjavík Umhverfismál Skólp Tengdar fréttir Vakta fjörur eftir bilun í hreinsistöð Komið hefur upp bilun í hreinsistöð við Ánanaust í Reykjavík og fer því óhreinsað skólp í sjó. 1. október 2021 14:56 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Sjá meira
Vakta fjörur eftir bilun í hreinsistöð Komið hefur upp bilun í hreinsistöð við Ánanaust í Reykjavík og fer því óhreinsað skólp í sjó. 1. október 2021 14:56